Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Qupperneq 4
4 ÍÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. apríl »26. Frá jarðarför Louisu á pálma- Likfylgdin fer yfir hallargarð Amalíuborgar. honum á varir, þetta sama sem kom BÍmanum til að svara. Hann æfði sig dag eftir dag og ráðfærði sig við vinnumanninn sem einu sinni hafði talað í síma á Isafirði og tekist ágætlega. Síminn var fullgerður og tilbú- inn til afnota. Hiaðið á Yxnalæk var troðfult af hestum og stjettin þjettskipuð fólki eins og í brúð kaupi eða erfisdrykkju. Hálf sveit- in var komin til að prófa »tólið«, — því nafni var siminn kallaður manna á milli í Moldár3veit, nema hvað einstaka lærðir menn sem verið höfðu í kaupstað köll- uðu hann »apparat*. Guðbrand- ur hafði búist við að ráðherrann kæmi og vígði tólið, en við nán- ari athugun komst hann að þeirri niðurstöðu, að hann mundi gera það frá hinutn endanum til þess að spara landssjóði ferðakostnað. Ilann mundi ávarpa Guðbrand símastjóra nokkrum velvöidum orðum og bjóða hann velkominn í þjónustu landsins. Vitanlega hafði Guðbrandur farið í spariföt- in og látið mála símastofuna, — hvað vissi hann nema hægt væri að sjá gegnum símann. Stöðin á Yxnalæk átti að vera opin tvo tírna á dag, kl. 10—11 og 4—5. Og kl. 10 byrjaði tólið að hringja áu þess að nokkur kæmi við það. »Ráðherrann!« sagði Guðbrandur hátíðlega, gekk að tólinu og hneigði sig djúpt en söfnuðurinn horfði hugfanginn á. »Halló, Yxoalækur hjer! Ha . . . er jeg ekki inni? Jú vist er jeg inni, yðar hágöfgi, jeg held í tólið og tólið er inni, inni í stofu eins og þjer vitið. — Ha, klukk- an ekki 10 Jú, blessaðir verið þjer, hún var að slá. — Ha, er hún vitlaus? Nei, illa trúi jeg því, að bæði baðstofuklukkan og klukk- an mín og hans Jónsa sjeu vit- lausar. — Fljótari en símaklukk- an? — Jeg hefi enga simaklukku. — Þegi jeg? Þakka yður fyrir, sjálfsagt*. Guðbrandur gekk frá símanum. »Mikið var ráðherrann óðamála og yfirtak var hann’skrækur. En ekki eru þeir altaf kurteisir höfð- ingjarnir. Hann skipaði mjer að þegja og loka símanum. Jeg skil nú ekki í hvernig á að loka því sem ekki hefir verið opnað. En sama er mjer. Jeg skal ekki láta þá fá ástæðu tii að skipa mjer að þegja. Nú leið nokkur stund og svo var hringt. Það var greinileg Yxnalækjarhringing: stutt, löng, löng, stutt. Þetta ákall var endur- tekið i sifellu. »Jeg tek ykkur öll til vitnis að því að mjer hefir verið skip- að að þegja og loka simanum,* sagði Guðbrandur með alvörusvip, »Og það er opinber tilkynning, sem ráðherrann sjálfur hefir gefið út. Jeg hefi ekki eftir öðru að fara«. Og hann snerti ekki á tólinu; honum fanst það beinlínis geigvænlegt, og datt í hug hvern- ig menn notuðu rafmagnið til að drepa menn með í Ameríku. Hon- um fanst tólið vera nokkurs kon- ar tundurdufl, sem mundi springa þá og þegar og þeyta bænum með öllu dauðu og lifandi, í smá- flyksrm suður fyrir túngarð. En altaf hringdi það, ákafar og ákaf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.