Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Qupperneq 5
11. apríl ’26. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS konungsekkju sunnudag. Athöfnin i dómkirkjunni ■ Hróarskeldu. ar. Aðkomufólkið fór heim til sín BÚrt á svipinn og fult af vonbrigð- ura, en engum leið þó ver en (luðbrandi, þegar hann fór úr Bparifötunum um kvöldið. Hann fjekk hlustarverk af öllum hring- ingunum og svaf illa um nóttina. Morgunin eftir kom maður flengriðandi í hlaðið á Yxnalæk. Það var BÍmaeftirlitsmaður eem átti að athuga tólið, það hlaut að vera bilað. I allan gærdag hafði verið hringt látlaust á Yxnalæk, en enginn svaraði. Hvort hann hefði ekki heyrt neina hringingu? Jú, Guðbrandur hjelt nú það. Hvort hann hefði ekki svarað? Nei, ráðherrann hefði bannað það. Skipað að loka símanum. Skipað manni að þegia. Aðkomumaðurinn skildi hvern- ig i öllu lá. Klukkan mundi hafa verið of fljót — búmannaklukka. Og Guðbrandur mundi ekki hafa talað við ráðherrann, heldur við símaatúlku á Borðeyri. Það væri hún Bem hefði skipað honum að þegja. »Nógu var hann skrækur til þefsc, svaraði Guðbrandur. En annais var bonum illa við að 8nerta á tólinu nema hann fengi skrifiega skipun urn það frá ráð- herra eða landssímastjóia. Samt ljet hann tilleiðast að fara að ráð- um eftirlitsmannsins, því hann beyrði og sá að hann var útfar- inn í að meðhöndla tólið. Guðbrandur endurlas leiðarvisa, reglugerðir og símalög og varð brátt vel heima i símaafgreiðsl unni. Hann sagði »hailó« með meira listfengi en nokkur annr r simastjóri á landinu. En býsna bindandi var hún þessi staða. Síðan síminn var opnaður hafði hann ekki getað farið út af bæn- um öll hans störf utanbæjar urðu að sitja á hakanum, þar á meðal skoðunin í nautgriparæktunar- fjelaginu. Hann sendi stutt brjef til umburðar meðal bænda í hreppnum: »Skoðun kúa og þarfa- nauta, sem heyra undir mitt regi- ment, er frestað um óákveðinn tíma, vegna annríkis við tólgæsl- una Guðbrandur Ragúelsson, land- símastjóri.« Og svo setti hann stimpil landsímans undir, til frek- ari áherslu. — En Guðbrandur var orðinn fangi á heimilinu, þrælbundinn halló starfinu. Þyifti hann að bregða sjer bæjarleið varð hann að nota nóttina til þess. Og um kaupstaðarferðir var ekki að tala. Hann varð að slökkva niður vinnu og taka mann þess vegna. en launín sem komu í etaðinn voru fimm aurar fyrir hvert sím- (al sem hann afgreiddi. Og bvo æran. Nú bar svo við, að mágur Guðbrands í næetu sveit tók sótt og andaðist. Hjónin á Yxnalæk voru vitanlega boðin í erfisdrykkj- una og sóma síns vegna vaið Guðbrandur að fara. Það væri of langt gengið að fórna góðri eifisdrykkju fyrir BÍmann. Hann bar málið undir landsímastjórann og leyfið fjekst orðalaust með þvi skilyrði að einhver annar gætti 8ímans á meðan. Nú vai úr vöndu að ráða. Ekki gat verið um neina heimilisraenn að ræða, því Jónsi, sem hafðj

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.