Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Síða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. apríl ’26, MANIFEST. FARMSKÍRTEINI. UPPRUNASKÍRTEINI. Fjðlritunarpappíp (duplicator) i folio og 4 to. Þerri- pappír, Bkoriou uiðar ókeypis, eftir óskum. Karton, límpappír, kápupappir, prentpappír, skrifpapp- ír, ritvjeiapappír, ait i mörgum litum. Nafnspjcid, ýmsar stærðir. Uinslöt), stúit úrval. Faktúru- og reikningseyðublðð, þverstrikuð og óþverstrikuð selur ÍSAFOLDARPRENTSMIDJAH.F. - SÍMI 48. 4. Nýstárlegasta stórvirki, sem nó er á döfinni í Danmörku er brúin yfir Litla-belti, milli Fjóns og Jótlands. 1 marga tugi ára liefir verið um liana talað, og á það bent, hve mikill fat'ar- táliei það er öllum járnbrautarflutningum, að þurfa að flvtja vöru- vagnana á ferjum. Töf er það og ferðamönnum, þó eigi finni.st okkur Islendingum mikið til um slíkt. Myndin er af uppdrætti þeim, sem gera á brúna eftir. Byrjað verður á verkinu í sumar. En tjón Landmandsbankans jafngildir: 100 söngleikhúsum, eða 15 Kristjánsborgarhöllum, eða árSítflutningur Dana af fleski, eða 20 brúm yfir Litla-belti. Strandvarnir í Bandaríkjunum. Myndin hjer að ofan er af fallbyssu, sem Bandaríkjamenn hafa nýlega sett í strandvígið Tilden, og á að hafa til landvarna í ófraði, gegn herskipa-árás. Hlaupvídd hennar er 16 þuml. og kúl- urnar í hana vega 1200 kílá, eða nokkum á aðra smálest. petta er stærsta fallbysa heimsins, og sennilega hin langdrægasta. Telja Bandaríkjamenn betra að hafa slík skotbákn til strandvarna, heldur en herskip. Konungsættin franska. „Ríkiserfinginn“ nýlega dáinn. Menn eru orðnir svo vanir að skoða Frakkland sem lýðveldi, að fæstum dettur í liug, að þar geti verið um að ræða konungsætt og i íkiserfingja. En frönslc konungaætt er enn við lýði, með föstum ríkiserfða- lögum. Á pálmasunnudag dó konungs- arfi Frak'ka, hertoginn af Orleans, rjettur erfingi Bourbona. Louis Philippe Roberts, hertogi af Orleans, var fæddur árið 1860. Árið 1886, var hann ásarnt föður sínum gerður útlægur úf Frakk- landi. Var hann um hríð í her- þjónustu í Bretaher, en sneri heim til Frakklands 1800 í heimildar- leysi. Var tekinn fastur og varp- að í fangelsi, en fljótlega látinn laus. Síðan var .hann búsettur í Englandi þangað til 1912, þá flutti liann til Belgíu. Á árununm 1905—’09 fjekkst hann við íshafsrannsóknir. Fór fyrst sumarið 1905 til Svalbarða og síðan til Austur-Grænlands. Skip hans Belgica hafði áður verið í förum í Suðurhöfum. Var útbúnaður alldr hinn besti. Sum- arið 1905 kannaði hann nokkurn liluta af strönd Austur-Græn- lands, er ókönnuð var áður með öllu. Danski land'könnuðurinn Mydius-Ericksen, er varð úti norð- ur í ísnum, tók þar við sem her- toginn liætti. Sumarið 1907 lenti liann í miklu mannraunum mcð skipi sínu við Nova Semlja. Rjettmætur erfingi hans til konungstignar, er hertoginn af Guise. Samkvæ mt lögum frá 1886 er liann útlægur úr Frakklandi jafnskjótt og hinn fyrri „ríkiserf- ingi“ deyr. En hertoginn hefir eigi gefið sig við neinum stjórn- málum. Er hann maður friðsamur og fæst við landbúnað. Er talið líklegt, að Frakkar telji lýðveld- inu eigi hætta búin, þó hann fái að vera kyr. --------efrí&St-.--- ísafoldarprentsmiTSJa h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.