Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1926, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1926, Blaðsíða 1
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. Fyrir 17 árum síðan, í febrúar 1Í)0Í), kom jeg til New York, frá Ohicago. Jeg var á förura úr Bandaiúkjunum, hafði verið þar á feið undanfarið. Kvöld eitt buðu kunningjar mánir mjer í klúbb einn, til miðdegisverðar. Var jeg þar spurður mikið um það, hvers jeg liefði orðið áskynja, á ferða- lagi mínu, um liagi Bandaríkja- manna. Jeg svaraði þeim spurn- ingum í stuttu máli á þessa leið: A hinu fjögra mánaða ferðalagi jnínu lijer vestra, liefir margt bor- ið fyrir a>igu mjer. En af því öllu saman, hefi jeg dregið tvær aðalályktanir. Jeg sje, að þið er- uð auðugri hjer vestra en við, en jeg sje ekki betnr, en auðmenu ykkar og efnamenn berist lítið á. Jeg hefi sjeð auðæfi ykkar, sjeð, að jeg hafði eigi rjetta hugmynd um þau áður. Þið eruð mikið auð- ugri en menn hafa hugmynd um hinumegin hafsins. Og þið eruð e. t. v. auðugri, en þið sjálfir gerið ykkur grein fyrir. petta er önnur ályktun mín. Þá er hin. Jeg get ímvndað mjer, að hún komi ykkur spánskt fyrir sjónir. Þó þið sjeuð efnaðri hjer vestra, en við eigum að venj- ast í Evrópu, þá gera auðmenn- Sunnudaginn 25. apríl 1026. imir sjer eigi þau makindi með efnum sínum, eins og tíðkast aust- an liafs. Eftir því, sem jeg hefi best getað sjeð, þá lifir almenvi- ingur hjer vestra betur en í Ev- rópu. En auðmenn og efnafólk Evrópu lifir ríkmannlegar heldur en í Ameríku. Sögusagnirnar um óhófslifnað auðkýfinganna anie- rísku, eni tilbúnar frá rótum, af mönnum sem aldrei hafa stigið fæti sínum á ameríska jörð. Ame- rísku auðmennirnir gefa hallir miklar handa skólum og menning- arstofnunum. En að öðru leyti lifa þeir spart, þó þeir eigi hundr- að sinnum meiri eignir en þeir sem auðugastir eru í Evrópu. — Mismunur á lifnaðarháttum er þó ennþá meiri hjá millistjettar fólki, efnafólkinu. Þó það hafi minni tekjur í Evrópu, lifir það mun þægilegra lífi en í Ameríku. Jeg gæti tilfært fjölmörg dæmi máli mínu til sönnunar. En jeg læt mjer nægja, að taka dæmi frá einni hlið daglega lífsins — frá þjónustufólkinu. ' Vestan hafs þurfa menn að vera mjög vel efnaðir, til þess að geta haft vinnustúlku á heimili sinu. Fæstir geta leyft sjer að hafa stúlkur í ársvist. 1 ítalíu t. d. ciuropu. geta embættismenn eða aðrir, sem liafa 3—4000 lírur í lnun, haft vinnukonu. Kaup þeirra er 15 lírur á mánuði. Maður sem hefir 10 þíisund lírur í árslaun, getur haft tvær ársstúlkur, og hafi hann 20 þús. lírur í laun, getur hann haft bæði stúl'kur og þjóna. Herberg- isþjónar kosta 50—60 lírur á mánuði. í Frakklandi, Englandi og 'Þýskalandi, er kaupið nokkru hærra en í Italíu, og eigi eins auðvelt að fá vinnufólk þar. En hvergi hafa menn í Evrópu hug- mynd um annað eins kaup og goldið er hjer vestra, því hjer heimta miðlungs stofustiilkur 40 dollara í kaup á mánuði. í sam- anburði við það, sem hjer er vestra, er það mikil gæfa fyrir þá, sem nokkur efni hafa í Evrópu, hve auðvelt það er, að fá þjón- ustufólk. Þegar jeg kem til Evrópu aftur þá mun jeg hafa það hugfast, hve munurinn er mikill í þessu efni hjer og þar. Um þessi ummæli mín var rætt alt þetta kvöld, þarna fyrir 17 árum. Og menn komust að þeirri niðurstöðu, að það sem gerði mis- muninn, væri það eitt, hversu Bandaríkjamenn væru mikið auð- ugri en Evrópumenn. Mig furð- ar á því, hve mikið stærilæti lýsti sjer í ummæluin Vestanmanna um málið. Hvernig stæði á því, að Banda- ríkjamenn væru svo auðugir? Það kæmi til af því, að auðmenn og efnainenn eyddu ekki fje sínu í óhóf, heldur keptust við að láta Rmeríku5niðið á Lauslega þýtt. MS'i 1 ...... , ■ , - ;íy'7. : ^.._L Grein sú sem hjer fer á eftir, er tekin vpp itr franskn tíma- ritinu l. lllustrativn frá 10. þ. m og er þar forystu grein. Hún er eftir Guglielmo Ferrero. Er hjer i fáum dráttum sýnt hve kjör Amerikumanna og Evrópu- tnanna eru ólík, en hvernig ófridurinn hefir orðid til þess að Ameriku- snið hefir komid á lif Evrópumanna, enda þótt hinar gjörólikv kring- umstœður og menning yem Evrópumönnum ókleift ad apa Ameriku- menn i blindni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.