Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1926, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1926, Blaðsíða 1
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. Sunnudaginn 9. maí 1926. Þjððhátíðiii 1930. Efttr Eggert Briem frá Viðey. Árð 1930 er hvorttveggja í senn, bæði þúsund ára afmæli alþingis og jafnframt þúsund ára afmæli liins íslenska ríkis. Árið 1930 er því minninganna ár, og þjóðhátíðin á Þingvöllum á að vera minningarhátíð þessa tvöfalda söguafmælis þjóðarinnar og fagnaðarhátíð alþjóðar eins og þjóðhátíðin 1874, en ekki auglýs- ingasamkoma. En auk liátíðahaldanna á Þing- völlum, er einnig ástæða til há- tíðahalds í Reykjavík til þess þar að minnast sjerstaklega Þorsteins Ingólfssonar, sem aðalstofnanda alþingis og hins íslenska ríkis. 1 sambandi við rannsóknir þær á alþingi hinu forna, er jeg hefi með höndum, hefi jeg athugað þetta atriði og við það rekið mig á ýmislegt nýtt í þessu efni. En þessari skoðun, að Þorsteinn Ing- ólfsson hafi verið forgöngumaður að stofnun álþingis, hefir á hinn bóginn ekki verið sá gaumur gef- inn, sem vert er, og þannig t. d. ekki tekin upp í kenslubækur. — pykir mjer því ástæða til þess að birta hjer kafla þann úr vænt- anlegri ritgerð minni um alþingi, er um þetta efni fjallar, en hann er á þessa leið: 1 Grágás segir svo: „Þat er ok at lögsögumaðr er útlægr III mörkum, ef hann kömr eigi til alþmgis föstudag inn fyrra, áðr menn gangi til lögbergs, að narrðs.vnjalausu, enda eiga menn þá at taka-annan lögsögumann ef vilja.“ Og ennfremur: „En ef lögsögumaðr gerir þau ófjöt nokkur er meiri hlutr manna vill kalla þingsafglöpun, ok varðar lionum þat fjörbaugsgarð.“ Þessi ákvæði og það annað, að það gat altaf að höndunr borið, að lögsögunranns rnisti við, sýn- ir, að fráfarandi lögsögumaður hefir ekki gengist fyrir lögsögu- mannskosningu, heldur hlýtur jafnan einhver ákveðinn maður að hafa verið til taks á alþingi til þess að hafa það starf á hendi og veita alþingi aðra þá forstöðu, sem með þurfti, er svo stóð á, að lögsögumaður var fallinn frá, eða hann var ókonrinn til þings í tæka tíð, eða hann hafði gert sig sekan um ..þingsafglöpun. í Grágás er þó ekki getið neins slíks manns, og er það eitt með öðru, er sýnir hversu mikið vantar á að handritin, sem til eru af Grágás, sjeu full'komin. Sama er og um önnur fornrit, að þar er heldur ekki neinar beinar upp- lýsingar að fá um þetta efnj. En það er í þessu sanrbandi eftirtektarvert, að fráfarandi lög- sögumaður átti að segja rrpp þing- sköp hið fjórða sumar, og enn- fremur, að lögin mæla svo fyrir, að þegar lögsögumaður fellur frá, þá skuli taka mann úr þeim fjórð- ungi, þar sem lögsögumaður hafði síðast haft heimilisfang, til þess hð segja upp þingsköp. Bendir þetta hvorttveggja til þess, að 'ekki hafi verið gert ráð fyrir að maður sá, sem gangast átti fyrir lögsögumannskosningu, væri fær ufir að segja upp þingsköp, eða ýfirleitt lögfróður maður, og því nauðsynlegt, að rrraður væri hon- urtr til aðstoðar við lögsöguna, er þörf gerðist. Virðist því svo, sem þessi forstöðumaður þingsins geti naumast hafa verið kosinn eða á annan hátt tekinn til starfsins, og kentur ntjer þá til hugar, nð lrann haf; hlotið að vera borinn ti) þessarar tignar, eða nreð öðrum orð rrm, að þessi virðingarstaða hafi fylgt einu af goðorðum landsins. Spurningin skoða jeg því, að srrúist um það, hver kynborinna nranna sje líklegastur til þess að bafa skipað þessa tignarstöðu í fyrstu, eða hver það lrafi verið, er upphaflega hafi til lrennar stofnað. Samkvæmt fyrirmælum Grágás- ar, sk.vldu allir goðar vera komn- ir til þings á fimtudagskvöldið í 10. vikrr sunrars, áður sól gengi af Þingvelli, ella voru þeir útlægir og af goðorði sínu, nema nauðsyn bæri til að þeir komu ekki á þessum tilsetta tíma. Lögsögumað- rrr þurfti aftur á móti ekki að vera kominn til þings fyr en nrorguninn eftir. Honum var þvi ekki ætlað að veita alþingishald- inu þá forstöðu, er r þvr var fólgin, að hafa eftirlit með því, að greindu ákvæði laganna um goð- ana væri fylgt. En nú segir í Grá- gás, að vorþing skuli helga sem álþing og gera það hinn fyrsta aftan, er komið var til vorþings. Sýnir þetta ákvæði, að alþingi hlýtur að hafa verið helgað hinn fyrsta aftan, er allir goðar skyldu vera þangað komnir, enda nauð- synlegt, að samkoma væri haldin þá þegar til þess, að gengið gæti _________________t i i sWMtUt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.