Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1926, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1926, Síða 6
 LESBÓK MORGUNBLAÐSDÍS er Litli-Geysir. Hann gýs ört, og fer vatnsstrókurinn stundum 3 til 4 metra í loft upp. Hann gýs sjávarvatni, og er þó um 100 fet yfir sjávarmál. Rjett við hanii er leirhver einn mikill. í honum vellur gráleit eðja og gýs upp úr skálinni, en sljákkar á milli, og er skálin eða gjótan þá þur og alt með kyrrum kjörum stund- ar korn, uns nýtt gos byrjar. Spölkorn norðar er hin nafn- togaða Gunna, einhver mesti og „helvítlegasti“ leirihver á land- inu, í orðsins upprunalegu merk- ingu, enda valdi hinn fjölkunnugi Eiríkur í Vogsósum Gunnu sem hentugast sáluhlið handa þeim, sem liann útbjó greiðan gang niður ti'l þess neðsta. Gunna er eigi ein samfeld hveraskál, heldur er það mikill leirpyttaklasi, sem ben þetta nafn, Er jörðin þar öll sundui*- soðin, og þarf að gæta varúðar, ti’l þess að sleppa ekki ofanísjóð- heita eðjuna. Er hitinn svo mikill þarna í jörðinni, að þó eigi sjeu nema smágöt á hraunskorpu, sem eimir úr, er sem maður bregði hendi ú eld logandi, þegar brugðið er fingri fyrir iholnna. Jarðvegur er mjög lítill á hverasvæðinu. Blóðberg er aðal- plántán, sem þar vex, — þar s’ern annars noklkuð getur vaxið fyrir brennisteini eða hita. Reynt hefir verið eitthvað að leita þarna að verðmætum efn- um, en um árangur er mjer ekki kunnugt. En margt er þar í jörðu merkilegt að skoða. Sagt er, að námurjettindi hafi þar verið seld fyrir 50 krónur. Sögusögn er um það, að um þessar slóðir sje einhversstaðar hin víðfræga jarðskjálftagjá Páls Torfasonar; en á því veit jeg eigi deili. En gjár eru þar svo margar, og jarðskjálftar senni- lega óvíða tíðari í heiminum, svo mjög er eðlilegt, að velja slíkum merkisgrip þar samastað. Gamli Reykjanesvitinn stóð á hinum svo nefnda Valhnúki. Er það iról ergs-hóll, eða öllu heldur leifar af hól, því elkki er nema endinn eftir, sem eigi á laugt eftir ói’fað á ja,*ðfræðisvísu, því sjávarbrimið er langt komið að »yða konum. Uppi á röndinni, skamt frá sjávarhamrabrúninni, var vitinn reistur, áttstrendur turn úrhraun grýti, segir Þ. Th., og loftsvalir yfir, en þar upp af voru ljósker- in, er Danir gáfu, og kostuðu 12 þús. kr. En sífelt hrundi úr berginu, því um sjávarborð er bergið lint. Eru þar því hellar miklir og merkilegir, í bergið. Jarðgöng hafa þannig myndast gegnum einn hluta Valahnúks. (Sjá mynd). Er afar einkennilegt um fjöru, að standa niðri í stórgrýt- inu framanvið bergið, með haf- rótið hvítfyssandi á aðra hönd, og gínandi hellisskúta á hina. Mávar verpa í berginu, og eru gæfir um þessar mundir Það þótti eigi trygt að hafa vitann lengur á Valahnúki. — Bergið gat hrunið í sjó fram við einhvern jarðdkjálftakippinn; — því var ráðist í það að byggja annan vita á Vatnsfelli. Er það hóll álíka að gerð og Valahnúkur, nema hvað hann er heill, því hann stendur inni í landi. Heill er e. t. v. of mikið sagt, þvi ]>arna er helst alt sprungið og vitinn sá nýi hefir sprungið, — þó hann sje hin rambyggi- legasta smíði. Hann er um 30 metra hár. Uppi undir ljóskeri er vitavarðarherbergi. Þar verð- ur að vera vörður alla stund meðan ljós er á vitanum. Má geta nærri, að það er eigi við- kunnanleg staða þegar jarð- skjálftar eru mjög tíðir og regn- skúrir, að kúldast þarna- uppi í 30 metra háum turninum, uppi á 40 metra háum' hólnum, þagar turninn dinglar eins og „reyr af vindi skekiun." Eins og nærri má geta, er hið ágætasta útsýni úr vitanum inn yfir Reylkjanesskaga og langt 4 ihaf út. Undir Vatnsfeflli er vitavarð- arbústaðurinn. Þar er nú Ólafur Sveinsson vitavörður. Ilann var ekki heima er við komum þang- að fjórir um daginn, Þjóðverj- ar tveir, málarinn Wedepohl. Lubinski blaðamaður, Ragnar Asgeirsson garðyrkjumaður og jeg- Er við höfðum virt fyrir okk- ur það helsta, »*m jparkyirt *r 13. júni 1926 Munið eftir að biðja kaupmann yðar um hina alþektu „Silkolin“ ofn- svertu. Engin ofnsverta jafnast á við hana að gæð- um! Anör. J. Bertelsen. Sími 834. Austurstræti 17 í umhverfinu, kornum við þar heim og fengum hinar bestu við- tökur. — Mikið höfðu útlending- arnir undrast öll þau náttúru- fyrirbrigði, er fyrdr augu vor bar; hefir Lubinski nýverið farið um Sahara, Tunis, Algier, Spán, Frakkland og víðar. — Aldrei kvaðst hann hafa komið á jafn undraverðan stað og þenna. En eitt var undrunar- efni hans enn, og það var að finna þarna úti í anðninni, aðra eins framreiðslu við kaffiborðið og hjá konu vitavarðarins, og jafn skýran og frjálsmannlegan pilt og son vitavarðar, 13 ára gamlan, er fylgdi okkur um ná- grennið. Svona eru ekki ung- lingarnir í borgunum olkkar á Þýskalandi, sagði hann, enda fá þeir annað uppeldi en hjer fæst í þessu mikilúðga umhverfi. Er við vorum að standa upp frá kaffiborðinu, heyrðust alt í einu drunur miklar svo undir tók, og á vetfangi ljek alt á reiðiskjálfi. Útlendingarnir skim- uðu og vissu bkki hvaðan á sig stóð veðrið, en við Ragnar þótt- umst heimavanir og sögðum rjett sisona, að þetta væri eklki ann- * að en jarðskjálfti, rjett eins og við hefðum pantað hann sem síðasta niimer á skemtiskránni. Til allrar hamingju voru þeir ekki bviuir að heyra um gjána lians Pá'ls, annars hefðu þeir haldið, að nú hefði einhver dengt í hann grjóti þeim til skemtunar. V. St.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.