Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1927, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1927, Blaðsíða 1
H e i ð r ú n Það var sumardagurinn fyrst’. ITeiðrún déttir prostsins í Skóg- um var á gangi í skóginum, sem bærinn hefir nafn sitt af. Hann er í skjóli við liáa kletta, ekki langt frá bænum. Hún fór með- fram la*k einum. sem rennur . grýttum, mosavöxnum farvegi. Lág vaxin og kræklótt birkitrje ern til beggja handa, en meðfram læknum er auðsótt gata. Það var sólskin og logn. Brum- hnapparnir á trjánum voru farnir að þrútna, af því að vorið var komið, og það var megn gróðrai - þefur upp úr moldinni. Hún var að hugsa um veturinn, sem nú var liðinn, og það var luí tíðardagur í sál hennar. Ilún var að hugsa um Gunnstein unnust ann sinn, sem þarna í skóginum — ofurlítið lengra áleiðis, hafði játað henni ást sína. Hún gat enn hevrt orð hans hljóma í eyrum sínum, þegar hún vildi. Hún gat látið vindinn hvísla þau, þegar hann suðaði við bæjarþilin og þekjuna, eða fór gegnum skóginn, milli blaðalausra trjánna. — Hún gat heyrt þau í sjávarniðnum, þegar brimið ólgaði við sandana í dalsmynninu, ef logn var og kyrt. Og ef hún hlustaði vel, gat hún látið sjer heyrast trjen vera að hvísla þessu sama, jafnvel þótt alveg væri hljótt. Árniðurinn og suðið í fossmum, sem hún heyrði þegar liún var lögst út af á kvöld- in, minti hana á stundir hljóðrar Eftir 5igurð Helgason hrifningar, sem þau höfðu átt saman. Og alt þetta hafði hún eklu haft lmgmynd um, fyr en þennan vetur. Hún vissi það ekki fyr en nýr; <- dagskvöldið, að honum þætti vænt um hana. Þá b.vrjaði hún að skilja það. Þau höfðu verið í heimsókn hjá kunningjum um daginn og orðið síðbúin heim. Um kvöldið skall hann á með stórhríð, þau viltust og hún varð uppgefin. — Síðla á vökunni náðu þau beitar- húsunum frá prestssetrinu og le.it- uðu sjer skjóls í hlöðunni. Hann bjó um Iiana í heyinu og hhiði að henni með yfirhöfnum þeirra. Svo settist hani' við dyrnar og ekkert hevrðist *nema öskrið í vindinum og liríðin, sem buldi á frosinni þekjunni og hlöðustafií- inum. Ilún sá liann ekki, af því að það var niðamvrkur þarna inni, en hún vissi og fann. að hann var þar. Hún gerði sjer í hugarlund, að hann væri að hugsa um hana, og henni leið vel og hún var á- nægð. Alt í einu heyrði hún, að hann var risinn á fætur og gekk hljóð- lega að heyinu, þangað sem hún lá. Hann laut ofan að henni. Hún fann andardrátt lians við vanga siun, og hún sá hann óljóst, þrátt fyrir myrkrið. — Jeg er lifandi, sagði hún. Hann rjetti sig upp og gekk burtu. — Jeg var að vita hvort þú svæfir, sagði hann og hún þekíi varla rödd hans. öfurlitla stund langaði hana að kalla til hans, en hún hætti við það, og aft'ur heyrð- ist ekki annað inni í hlöðunni, en hávaðinn-í veðrinu. Hún lagði aftur augun og hugs- aði, en skömmu síðar birti til og þau lögðu af stað. Hann hafði verið við nám hjá föður Iiennar um veturinn. Nú yar luvnn farinn lieim, og þau höfðit mælt sjer mót í skóginum oft, oft. Heiðrún beigði af leið og smeygði sjer milli trjánna upp að háum mosavöxnum hraundranga, sem stóð þarna einn sjer upp úr trjágróðrinum. Þessi klettur heitir Kinbúi. Einhverntíma í fyrndinni var hann lifandi nátttröll. Til er göm- ul siign um hann, er se.gir frá því. hvernig hann varð að steini. Handan við ána, 'Jbeint á móti skóginum er fjall. Þar J)jó í helli tröll eitt. sein Planni hjet. Hann átti dóttur, Steinvöru að nafni. Hún unni ungum risa, sem átti heimn í klettunum norðan við skóginn. Hann hjet Barði. Bnrði var allra trölla göfugastur og Steinvör einnig, en Flanni var grimmnr og myrkur í skapi. Barða varð tíð- förult í fjallið til Steinvarar. en það var Flanna á móti skapi og hugsaði hann sjer að koma lionum fyrir kattarnef. Svo var það eitt sinn, þegar Barði lagði síðla næt- ur af stað heimleiðis, að Flanni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.