Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1927, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1927, Síða 3
LESBÖK MO&GUNBLAÐSINS 259 við hlaðvarpann í Káragerði. Mót ar fyrir henni enn, en Andrjes segir að hún hafi verið miklu dýpri þegar hann var ungur. En þangað var ekið afraki af tún- inu, svo að. grófin er korfin að kalla. Þó gæti maður enn falist þar, svo að hann sæist ekki frá Bergþórshvoli, en sæi sjálfur alt sem fram færi heima á staðnum. Þetta, hvernig hefir verið farið með Káratjörn og Káragróf, sýn-, ir ])að hve hugsunarlausir menn hafa verið með verndtin fornminja og fornra sögustaða.^ En það var fleira, sem jeg frjetti í þessari för, sem sýndi mjer það enn betur hve kærulaus- ir menn eru yfirleitt um þessi efni. í Auraseli búa öldruð hjón. Faðir húsfreyju var bóndi á Hlíð- arenda. Hún sagði mjer frá því, að þegar hún var barn, hafi faðir sinn grafið í gamlan öskuhaug, sem er í svonefndri Hræsibrekku rjett hjá bænum á Hlíðarenda. — Fann liann þar silfurhring fornan með stórri plötu. Þann hring fjekk sóknarpresturinn*) hjá honum og bar hann hringinn á bendi með- an liann lifði, en nú veit enginn Jivar hringurinn er niður kominn. Bóndinn sem nú býr á Illíðar- enda hefir nýlega bygt þar hlöðu, rjett hjá bænum. Þegar hann gróf fyrir undirstöðu hennar kom hann niðpr á merkilegar fornminj ar. Var það húsatóft allmikil. — Höfðu veggir verið hlaðnir úr móhellu og stóð hleðslan enn. En það var merkilegt við tóft þessa, að annar hliðarveggur var hlaðinn líkt og tröppur. Má vera, að stall- arnir hafi verið notaðir fvrir hy!!- ur, þótt ekkert verði sagt um það með vissu, þar sem mannvirki þetta var ekki rannsakað af nein- um, sera þekkingu hefir á for.11- leifum. Gólfið í húsatóft þessari var alt hellulagt en undir því lok- ræsi úr steini. Sagði bóndinn, að lokræsið mundi hafa verið gert vegna þess, að mikill vatnsagi er í hlíðinni fyrir ofan bæinn, og leit- ar vatnið oft inn í húsin. Þennan fund tilkvnti hann ekki þjóðminja *) Síra Hannes Stephensen. Hann fluttist nr Fljótshlíð austur í Álfta- rer og dó þar skömmn seinna. verði og nú er orðið of seint að rannsaka þetta. Á Teigi í Fljótshlíð var áður kirkja og er kirkjugarðurinn nokk urn veginn við líði enn. Þar í garð inum sá jeg tvö hellubrot, leifar af gömlum íslenskum legsteini, öll um úthöggnum. Hellubrot þessi eiga nú ekki annað fyrir sjer en að glatast, ef þau verða eklci flutt á Þjóðminjasafnið. Er jeg ekki ba*r að dæma um það, hve mikils virði þau eru, en komið gæti það fyrir, að þau þætti merkileg, er fram líða stundir, og ekki mega þau glatast fyrir handvömm. Tlver þjóðrækinn maður ætti að Hjer birtist mynd af okkar á- gætustu sund.konu, sem alment er kölluð sunddrotning íslands. — Hún á þetta heiðursnafn vel skilið, því hún er sundkona með afbrigð- um. Hún syndir fallega, er þolin og svo hraðsvnd, að einungis þeir telja það helga skyldu sína að vernda forna sögustaði, að stuðla að því að gömul örnefni gleymist ekki, og þó framar öðru að sjá um það, að fornir munir koraist á Þjóðminjasafnið og að þjóðmiuja vörður fái jafnan tilkynningu um það, þegar einhverjar fornminjar finnast, hvort sem það er á þeirra bæ eða annarsstaðar. Og það vei’ða allir að muna, að þeir gerast brotlegir við landslög, ef þeir van rækja að senda tilkynningar um fornleifafundi. Slík vanræksla er þó ekki aðeins lagabrot, heldur er hún bein svik við þjóðina, og þau fá sektir ekki bætt, snjöllustu af sundmönnum vorum eru henni jafnfljótir. Regína á kvensundmet í 50 st. sundi á 43,6 sek. og ennfreraut í 200 st. sundi á 3 mín. 57,8 sek. En það sem meira er um vert er það, að hún á íslenskt met j Sunddrotning Islands. Regína Magnúsdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.