Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1927, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1927, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 269 Mynd þess.i er tekin af uppþotinu í Vínarborg. Fólkið flýr rá dómarahöliinni, sem stendnr í björtu báli. sem liafði bjargað því frá eyði- leggingu. Og svo hallaði hann henni á löggina og byrjaði. Það gekk liægt og bítandi, en þó fór svo að slattinn fór ofan í Þórð, þó máltíðin væri óhæg í þessum stell- ingum. En á lcetinu snerti hann ,ekki. Þórði fanst til um að hafa bjargað baununum, fanst hann hafa unnið hreystiyerk. Nú var ekki um annað að gera en bíða þangað til einhvern bæri að, sem gæti hjálpað honum vir afveltunni. Þórður ropaði værðarlega, og innan skamms sofnaði hann. En hrafninn, sem alt sjer, hafði kom- ið auga á eitthvað nýstárlegt þarna á götunni. Og brátt vaknaði Þórður við vondan draum.Krummi sat á bringunni á honum og gerði sig líklegan til að höggva nefinu í augun á honum. Þvílík frekja! Sá ekki hrafnskrattinn að þetta var enginn sauður, heldur ein af a‘ðstu skepnum jarðarinnar? Hann bandaði við hrafninum, týndi ket- ið úr fötunni og hvolfdi henni yf- ir höfuðið á sjer. Og von bráðar sofnaði hann aftur og dreymdi vel. Úti á engjum fór fólkið að verða langeyjt eftir „matgoggnum", ey ]>að kallaði. Það var venjulegt að borða um nónbil, en klukkan varð fjögur og ekki bólaði á Þórði. — Máske höfðu komið gestir og tafið húsfreyjuna. Klukkan varð fimm og ennþá var engan Þórð að sjá. Nú þótti húsbónda ekki alt með feldu og hann tók hest og' reið á stað. Upp ineð götum sá hann Lata Brún vera að bíta með tauminn uppi og skömmu ofar kom hann auga á fötu á hvolfi og tveir hrafnar vöppuðu krunkandi rjett hjá. Húsbóndinn reið þangað og fann Þórð steinsofandi. Sjónin var svo skringileg, að hann ralc upp slsellihlátur. Við það vaknaði Þórður. Sagði hann hvernig farið hafði. „Og nú er jeg fastur.“ Og hús- bóndinn má ekki koma við mig, því jeg held jeg sje sprunginn. .Teg át baunirnar, það var ekki um annað að gera, úu því sem komið var. Og nú er mjer svo bumbult.“ Húsbóndinn kom Þórði á fætur og fór ineð hann heim til bæjar. Hann var illa haldinn, með floga- verk í maganum og svo uppþemd- ur að lionum var erfitt um and- ardráttinn. Og svo var hann skað- brendur á bringunni, en til þess (liafði hann varla fundið meðan hann lá í baunavímunni. Hann háttaði þegar hann kom heim og var frá verki í þrjá daga. Maginn smáhjaðnaði og komst aft ur í samt lag. En Þórður gleymdi aldrei ]>ess- um atburði. Einu sinni á æfinni hafði liann orðið svo saddur, að hanu langaði ekki í meira. Og það var þegar hann bjargaði baunum frá að „fara til ónýtis, — jafn- góðum mat.“ nolifere. Nýlega hafa yfirvöldin í .Japan bannað jiað, að sýnd sje þar í landi leikrit eftir Moliére. Þykir ]>eim sem leikrit hans hafi ekki góð áhrif; hann ráðist inn á hið helga svið heimilislífsins, espi kon- ur upp gegn mönnum sínum, geri vinnufólk ósvífið og kenni æsku- lýð að bera enga virðingu fyrir ellinni. Þetta telja Japanar höfuð- syndir Moliéres og vilja því ekki hafa neitt saman við hann að sælda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.