Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1927, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1927, Blaðsíða 8
296 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er vaðurinn kom að, snjeri öll livalaþvagan við, óð á móti báta- flotanum og stakk sjer undir hann. Varð þá busl mikið og ósjór, svo við sjálft lá, að bátunum hvolfdi. Fengu sumir högg af sporðum hvalanua, svo þeir lösk- uðust og fara varð með þá í land og fá nýtt skip. Virtist okkur strákunum, sem notaðir vorum til að ltasta grjótinu, þetta ekki vera liættulaust, og var víst mörgum okkar nóg boðið við og við. — Skeltu menn skuldinni á höfrung- ana, sem í liópnum voru, að illa gekk að koma hvölunum á land, því höfrungamir voru ávalt í far- arbroddi með loftköstum og mikl- um bægslagangi, og snjeru ávalt við, þegar að landi kom. En jafn- harðan kom öll þvagan upp aftur í þjettum huapp utan við bátana, og var þá róið fyrir hana á ný. Á þessu gekk fram undir mið- nætti. Tókst þá að koma hvölun- um upp að svokölluðum Fitjum, inst í Njarðvíkinni, og haldið þar í hóp. Þar er ritfiri mikið, og f jar- aði þar undan allri þrönginni. — Varð þá busl mikið og gusugang- ur meðan marsvínin voru í fjör-. brotunum. Lítið var um verkfæri til þess: að vinna með á þeim, og urðu þau' því flest sjálfdauð. TJrðu menn nú kátir mjög og' þóttust vel hafa veitt, sem von var. — Gengu menn nú að því að binda og tengsla alla livalina sam-; an, og var síðan alt dregið í flæo-' armál með flóðinu. Marsvínin töldust eins og áður er sagt, 207, en höfrungar 11. — Voru marsvínin mjög misstór, þau stærstu voni alt að 10 álna löng, og var nær fullþroska kálfur í mörgum þeirra, á stærð við væna linísu. Eigi þótti kjötið gott til átu og varð víst mikið af því ónýtt. Ef til vill hefir það komið af því, að flest marsvínin drápust án þess að þeim gæti blætt út. En spikið var alt brætt, og var það mikið. Ekki man jeg hve mikinn hlut þeir fengu, sem að rekstrinum voru. En því sem þeir ekki fengu í sinn lilut, var öllu skift milli jarðeigenda í Narjðvíkunum eftir stærð eða dýrleik jarðanna. Næst áður munu marsvín hafa Taminn örn. Sjaldgœft mun það vera að menn hafi tekið sjer fyrir liendur að temja erni og gera þá sjer fylgispaka. Þetta hefir tekist nýlega fyrir enskum liðsforingja. Hefir hann tamið örn þenna og notað hanu við fálkaveiðar. Grímu liefir hann úr járnvír fyrir andlitinu, sennilega til þess áð verjast skrámum, ef erniuum sinnast við hann. verið rekin á land hjer í Reykja- vík snemma á 19. öldinni. En hve mörg þau voru er mjer ekki kunn- ugt um. Ellert K. Schram. Um Breiðamerkurjökul. (Framh. frá fremstu síðu). 'sem höggnar eru, hverfa innan skamms. Mjög er það mismunandi hvc langan tíma það tekur að komast yfir jökulinn. Venjan er að það taki 1—V/> tíma, en ef sprung- ur eru miklar og slæmar, þá get- ur það tekið marga klukkutíma. Svro segir Benedikt, að hann viti til þess að menn hafi mist hesta niður í sprungur, en sprungurnar eru stundum svo mjóar, að hest- arnir skorðast í þeim, áður en 'þeir komast langt niður. — Er þá notuð sú aðferð, ef von er um að ná hestinum upp úr, að setja bönd undir kviðinn til þess að geta lyft undir hann. Síðan er ól brugðið um háls hestinum og rent að. Við það tekur liesturinn svo mikið viðbragð, að hann neytir allra krafta til þess að komast upp. Það kemur fyrir, að h»gt er að koinast yfir JÖkulsána á svo- nefndu undirvarpi. En svo er það nefnt þegar skriðjökulsranar úr aðaljÖklinum falla niður yfir þvera ána og brúa hana. Þetta kemur fyrir við og við. En livert ,,undirvarp“ helst sjaldan nema stuttan tíma. — Þegar fært er a(5 fara „undirvarp", tekur það 10—• 15 mínútur að komast yfir. Lesari góður! Ef {>jer sýnist jeg vera of sútarlegur á svipinn, þá ráðlegg jeg þjer að líta á mig frá annari hlið. ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.