Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1927, Blaðsíða 4
292 LESBÓK MORGUNBLAQSINS Róm. Mælti hann þá á þessa leið við vini sína, að í dag hefðu; Ital- ir ráðuneyti, á morgun hefðu þeir stjóm. Er hann kom til Róm snjeri hann sjer til stöjSvarstjórans 1 járn brautarstöðinni og sagði, að hjeð- an í frá ættu lestirnar að ltoma og fara á áætlunartíma, nákvæm- lega. Hjeðan í frá á að vera stjórn á öllu. Þetta var fyrsta skipun hans, og henni er hlýtt enn í dag. Þannig er Mussolini lýst, að eng inn sje liann viðkvæmnismafjur. Hann á -sjer fáa eða enga alúðar- vini og rækir ekki persónulega viðkynningu við nokkurn mann. KVenfólk er honum til ama. — Gefur hann sjer eigi tíma til þe3S að hafa þær kurteisisreglur i frammi, sem þurfa þykja þar sem kvenfólk er nærstatt. Orðhengilsháttur er fjarri skapi hans og ekki þykir honum mikið fyrir um það, að breyta út frá fyrri fyrirætlunum sínum. Þegar einhver víkur að því að einvalds- herrann hafi verið á annari skoð- un í gær en hann er í dag, þá er venjulega viðkvæðið þetta: Gær- dagurinn kemur ekki málinu við, jeg læt mjer einu gilda um hanu, hugsa aðpins um framtíðina. „Pyrir mjer vakir,“ segir Musso lini, ,.að ítalir verði frjálsir ménn og voldugir. Því mjer er það nær skapi að vera ítalskar ríkisborg- ari en þegn keisarans í Kína. Hann getur eigi sjeð, að stjórn hans sje nein harðstjórn. Nýlega komst hann þannig að orði: „Þegar jeg hefi tal af alþýðu manna, kvartar enginn um harð- stjórn, því hún á sjer ekki stað hjer; en fólk biður um járnbraut- ir, vegi, byggingar, brýr, vatns- leiðslur, rafmagn. í annað skifti komst hann að orði á þessa leið: Það er tiltölu- lega auðvelt að komast úr hreysi í höll, ef maður hefir það hugfast, að kippa sjer aldrei upp við það, þó maður þurfi aftur að hverfa úr höilinni í hreysið. Deilt er um Mussolini um heiin allann. Um dugnað hans ber mönn um saman. Og maðurinn er að mörgu leyti gáta. Nýlega gerði eitt ítalskt blað fyrirspurn til lesenda sinna um það, hvernig mnnn þeir álitu Mussolini vera. Þegar fyrirspurn þessi kom út, fjekk biaðið fljótt alskonar svör og lýsingar. En mest þótti koma til svars þess, er Mussolini sendi sjálfur. Það var á þessa leið: Viljið þjer herra ritstjóri gera svo vel og hætta við að birta svör- in við fyrirspurn yðar. Því þar eð mjer sjálfum er það ekki ljóst 1. Kunnugleiki minn við Gísla Brynjólfsson. í Lesbók „Mbl.“ á sunnudag- inn var, sá jeg áskorun til mín frá gömlum vini um að segja eitt- hvað um Gísla Brynjólfssson skáLd ið, því jeg mundi hafa þekt hann. Já, jeg þekti Gísla Brynjólfsson nokkuð í Höfn 1872—77, og hafði góð kynni af honum, og þó jeg ímyndi mjer, að það sem jeg get um hann sagt sje ekki mikið nje merkilegt, vil jeg fúslega skýra frá því, ef það gæti verið þeim til einhverrar ánægju fyrir þann, sem á mig hefir skorað. 1872—77 skutu margir þeirra, sem fvlgdu Jóni Sigurðssyni, frem ur öxl við Gísla Brynjólfssyni fyrir það að hann hjelt fram skoð- unum, sem voru nokkuð andstæð- ■ar skoðunum aðalforingjans í sjált’ stæðisbaráttunni. G. B. stóð þess vegna mjög einn síns liðs hjá Hafnar-íslendingum í þá daga. ts- lendingar komu lítið til hans, og hann var nokkuð utan við hóp- inn og fremur xít af fyrir sig. Eitt kom öllum þó saman um, að kona Gísla, sem mjer var sögð sænsk kona, væri mesta snildar og gáfu- kona. Hún var Swedenborgs trú- ar, og ljek á orgelið í kirkju þeirra. Hún var tilkomumikil í framgöngu, algerlega tildurslaus, og ekki fríð. Hin fyrsta viðkynn- ing við G. B. var það, að jeg mætti honum 5. júní á Grundvallarlaga- hátíð Dana. Hann spurði mig hvert jeg færi, og jeg sagðist vera kominn út til að viðra mig á há- tíðinni. Meðan við töluðum sam- hvaða mann jeg hefi að geyma, mun erfitt fyrir aðra að átta sig á því. Það eru því tilmæli mín, að hætt verði þessum ummælum. Yera má að jeg fitji upp á þeim sjálfur eftir svo sem 50 ár. K. G. (þýtt). an fór hvert merkið eftir annað fram hjá, og hverju merki fylgdu allmargir menn. Jeg giskaði á, að þar færu í hersingunum 4—5000 manns. Hann vildi fara til skógar þangað sem sócialistarnir færu til að halda grundvallardaginn heilagann, og lagði að mjer að koma með sjer, jeg sainþykti það. Hjá okkur stóðu þegar við vorum að þinga umj þetta, tveir krakkar, og störðu á okkur. G. B. fór ofan í vasa sinn, gaf krökkunum sinn peninginn hverjum og sagði: „Þennan dag eiga allir að vera glaðir.“ Jeg sá þennan dag hve mikið hann unni því frelsi, sem fengið var í Danmörku. Við fórum í skóginn. Blöðin; sögðu daginn eftir, að þar hefðu verið 10.000 manns. Þar voru ræðuhöld, og söngvar leiknir á lúðra. G. B. var glaður eins og barn, af að vaða í öllu þessu fólki, jeg vildi heldur halda mjer sem ut- ast. Utan við þennan mannfjölda var ekki fátt af börnum, og hann var altaf að gefa börnunum pen- inga, og gladdi margan krakkan um daginn. Ræðuhöldin þögnuðu að lokum og lúðrarnir fjellu í þögn, og jeg fór að hugsa til heim ferðar, en hann vildi bjóða mjer eitthvað meira fyrst, og við sett- umst við veitingar, og hann var hinn örasti, og þegar jeg hafði orð á að þetta væri of mikið, sagði hann: „Jeg segi þá eins og Bryn- jólfur Pjetursson sagði við okkur fyrrum, „hvern andskotann mun- ar einn departaments direkteur ———— Oísli Brynjólfsson vngri. Eftir Indriða Einarsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.