Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1927, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1927, Side 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINá laudsmáluui síuum oy: stjórnar- skráin sem þeir höfðu sainið liauda hinu alsjálfstœða konuugsríki, hjelst óbreytt í flestum atriðuin eftir að löglegt samband var kom- ið á. En út á við voru Svíar „yfir- þjóðiu“ og sænskir menn fóru með utanríkismál Norðmanna. Saic *r ókunnugleika hinna sænsku er- indreka á norslcum inálum urðu oft tilfinuanleg mistök á meðferð utanríkismálanna. Er „Bodö-mál- ið“ einkum frægt orðið, en út af því urðu Norðmenn að greiða stór- fje vegna handvainmar hinne? sænsku utanríkisstjórnar. Sjálfstæðismeðvitiindinni ó.v smám saman byr fram á síðari hluta aldárinuar sem leið, en fór þó hægt. Noregur átti við mjög hægláta og værugjarna embætt's- mannastjórn að búa og aJmenning- 'ur rjeði litlu um stjórnmál. En nú er Johan Sverdrup, hinn mikli þjóðræðis- og sjálfstæðishöfðingi kominn til sögunnar og 1884 fellur ' ríkisr jettardómur á þáverandi stjórn, ráðuueyti Selmers. Embætt ismannavaldið var fallið, en lýð- ræði og þingræði komið í staðinn. Sverdrup var tvímælalaust mesti stjómmálahöfðingi Noregs á öld- inni sem leið, þó ekki tækist Iion- um hið sama, sem Chr. Michelsen tókst 1905: að sameina alla norsku þjóðina. En svo mikið var ])ó vald hans,- að lionum tókst að auka sjálfstæði landsins, t. d. með bar- áttu sinni gegn þeirri skoðun, sem kom fram hjá Svíum og sumum Norðmönnum, að konungur gæti synjað staðfestingu eigi aðeins á almennum ncrskum lögum, lieldui- og á stjórnarskránni. Sverdrup hjelt því tVam, að konungur hefði eiígan rjett til að synja stjórnar- skrárbreytingum staðfestingar og livað lög snerti hefði hann aðeins frestandi synjunarrjett. Og sú skoðun vann sigur. Skömmu seinna fer að rísa deiia sú, er í raun rjettri varð upphaf viðburðanna 1905: konsúlamálið. Norðmenn kröfðust þess, að mega sjálfir annast að einhverju levti crindreksturinn erlendis og enn- fremur að norski fáninn hreinn, (þ. e. án sambandsmerkis), skyldi viðurkendur á heimshöfunum, en þessu svöruðu Svíar með bláköldu nei. TJm þær mundir sem deila þessi hófst voru Norðmenn ails ekki undir það búnir að ná rjetti sínum með valdi, svo að í ófriði liefðu þeir eflaust farið halloka. En eftir stjórnarfarslegan ósigur 1895 taka þeir að bæta hervarnir sínar, lierinn fær ný vopn og góð og virkin við Kongsviiiger og Frederikssen, sem Ineði vita að landanuerum Svía voru endurbygð mjög rammbyggilega og ný virki, b\ gð við landamærin, í Orje, Dings rud og Hjelmkollen. Atti Georg Stang inestan heiðurinn af þesnii. En mjög voru þeir í miklum meiri liluta, sem vildu halda áfram samn ingnum við Svía og þar á meðal menn eins og Björnson, Sig. Ibsen og Miehelsen. Stjó”nin sem mynd- uð var 1904 hafði á stefnuskrá sinni: „Aðeins að semja“. I‘á er ]>að, að Miehelsen tekur up|) hina gömlu vinstristeínu, sem hann kallar: að finna nýjar leiðir og setja sjer ný markmið. Annað- hvort að fá konsúlamálinu fram- gengt eða rjúfa sambandið við Svía. Og loksins snemma á árinu 1905 sameinast allir flokkar úm þessa stefnu og Michelsen myndar sterkustu samsteypustjórnina, ser.i nokkurntíma hefir setið í Noregi. Þingið samþykkir konsúlalögin og sendir þau konungi til undir- skriftar 27. maí. Norðmenn væntu þess að kunúngur mundi láta und- an síga þeim eindregna þingvilja er að baki stóð. En hann neitaði að undirskrifa lögin. Teningunum var kastað. Það var Jörgen Lövland sem þá var ,,statsminister“ Norðmanna í Ktockhólmi og bar frv. fram fvr- ir konung. Oskar konungur var þá nýtekinn við ríkisstjórn á ný eftir langvinn veikindi og var alls ekki heilbrigður. Jafnskjótt og hann neitaði að undirskrifa, til- kynti Lövland, að liann legði nið- úr völd sín og fyrir alla stjórnina. Þegar bóka skyldi neitun konungs ins, sem jafnframt skyldi undir- skrifuð af Lövland, benti hann konungi á, að með því að hann hefði lagt niður völd, gæti haim ebki undirskrifað. Konungur vildi ekki fallast á þetta, en þá greip krónprinsinn, núverandi Svíakon- ungur fram í og sagði: Jú, Löv- land hefir rjett fyrir sjer. GekK þá fyrst upp fyrir konungi hvað skeð Væri: að hann væri orðinn þess ómegnugur að gefa út skip- anir er Noreg vörðuðu. Gekk hann þá af fundi án þess að kveðja, en Varð litið aftur í dyrunum og sá að krónprinsinn tók í höndina á Lövland. Kneri hann þá við og kvaddi einnig. Leið nú og beið rúma viku, á:i ]>ess að konungi tækist að fá neinn til að mynda stjórn, enda var ekki við því að búast, svo einliuga sem þing og þjóð var í málinu. En þessa daga var unnið ósleitilega í Osló og loks aðfaranótt 7. júní tókst að yfirbuga mótstöðu þeirra síðustu sjö þingmanna, sem hrædd ir voru að leggja út í skilnað. — Morguninn eftir var lialdinn hinu merkasti fundur í sögu norska stór])ingsins og stóð hann ekki nema rúman klukkutíma. — Las Berner forseti þar upp tilkynningu þess efnis, að þar eð konungur hefði neitað að taka við lausnar- beiðni stjórnarinnar, liefði liún lagt völd sín í hendur þingsins, sem hins rjetta aðila í stað kon- ungsvaldsins. Síðan samþykti þing ið samhljóða tillögu forseta uni, að fela stjórninni að fara með völdin, ekki aðeins venjuleg ráðu- neytisvöld, heldur og völd þau er áður hefðu verið hjá konungi. Stórtíðindin er gerst höfðu flugu í einu vetfangi um allan heim. I t í frá voru aðgerðir þingsins kall- aðar bvlting og er Oskar kon- 'ungur heyrði frjettina varð hon- um að orði: „Það er hafin stjórn- arbvlting í Noregi.“ — En Norð- menn sjálfir töldu sig ekki hafa gert annað en þeir höfðu fulla heimild til, samkvæmt stjórnar- skrá ríkisins. Um alt land var úr- slitunum fagnað einhuga, eins og líka íuátti sjá af atkvæðagreiðsl- unni síðar um sumarið, er segja skyldi til um„ hvort þjóðin væri samþykk gerðum stórþingsins 7. júní. Aðeins 184 sögðu nei. Seinni hluta sama dags var aft- ur haldinn fundur í stórþinginu til þess að semja ávarp til þjóð- arinnar og næsta helgan dag á eft- ir, 11. júní, sem var hvítasunnu- dagur, var háldin þakkarguðs- þjónusta og boðskapur þingsins fluttur frá öllum aðalkirkjum ? landinu. En ]>á var máske mestiir vand-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.