Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1927, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1927, Blaðsíða 6
374 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS í lagi sýninguna á Alþingi hinu forna og meðferð hrennumálanna. Því sú sýiiing ein, ef vel og drengi lega er um búið og alt til vandað, gmti orðið til þess, að umskapa þjóðlíf okkar Islendinga á hinum næstrt áratugum. Þar koma fram fiest stórmenni íslands á elleftu öldinni í allri sinni glæsimensku andlegs og líkamlegs atgervis, í málum þeim, er mest hafa verið talin á Alþingi íslendinga. Illa mætti þar á lialda, ef áhrifin ekki yrðu auðsjeð straks í hjörtum og aðgjörðum landsmanna. Einn forstjóri allra framkvæmda. Að endingu vil jeg taka það fram, að hversu vel sem stjórn og nefndir og fjelög og rnenn starfa að áætlunum og ákvörðunum fyr- ir þjóðhátíðina, þá verður þó að fela einum færum manni fram- kvæmdavaldið í hendur, ef hún ekki á að fara sem hið forna lýð- veldi. Sá maður má ekki fást við neitt annað þar til hátíðin er um garð gengin, en starfa að fram- kvæmdum á því, sem ákveðið verð ur að gert skuli. Draga saman störf hinna mismunandi nefnda og fjelaga og samsteypa í eina lieild til framkvæmda. Sjá um að samtvinna hina ýmsu þræði í heild arframkvæmdinni. Vekja áhuga fyrir hátíðinni. Glæða starfið hjá öllum aðilum. Vinna með ráðum og dáð að því, að hvar sem hafist sje handa sje leikur á borði. •— Sameina að síðustu alla kraftana og sjá um, að það sem ákveðið er að gert skuli., verði framkvæmt með svo raðskipuðu fyrirkomulagi, að hvergi verði snurða á þræðin- um, nje hik á hátíðinni. Þetta er ærið starf einum manni þó dug- andi væri. Er al-nauðsynlegt að svo sje farið framkvæmdum, ef nokkurt skipulag skal verða á þessari þjóðhátíð, og við ekki eig- um að bera skarðan hlut frá borði. Ef alt á að lenda á nefndum, en enginn garpur sem framkvæmda- valdið hefir, þá má okkur eltki undra þótt alþjóð leggi lítinn trún að á giftusamlegan árangur þjóð- hátíðarinnar. Reykjayík 22. nóv. 1927. Skýjaborg. Hátt upp’ í skýjunum háreist er borg, hrein eru þar torg. Ungum var rnjer sagt, að þar engin þektist sorg, að altaf væri glatt þar á hjalla. Að aldrei yrðu kvöldin þar ömurleg og löng, að óma heyrðu söng, gleðidrulcnir þegnar urn dýrðleg hallargöng, og dagarnir kveddu með brosi. Síðan hef jeg þangað í dýrðina þráð, og þessa jörðu smáð. Mjer hefir hún fundist öllum hörmum háð; hjvipuð í móðu af tárum. En svo komst jeg að raun um, að suma þjáir hrygð í sólarríkri bygð, að gæfan verður aldrei á einum stað oss trygð, að ormurinn skríður í leyni. Sigurður Helgason. -------------------- Frá Grænlandi. Vegna þess hvað berklaveiki er að magnast í norðanverðu Græn- landi, ætlar stjórnin innan skamms að láta reisa nýtt heilsuhæli hjá Umanak. Verður það alveg eins og heilsuhælið, sem reist var fyrir nokkru hjá Sykurtopp, og eingöngu fyrir börn. 'Á efri myndinni hjer að ofan sjest heilsuhælið hjá Sykurtopp, en á neðri myndinni nokkrir af sjúklingun nn sem þar eru. — Hvort heilsuhæli getur tekið á móti 20 sjúklingmp,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.