Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1928, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1928, Side 1
Qýrin í Þuerá. Frásagnir sjónarvotta og lýsingar á dýrunum. Á síðustu missirum liafa flogið fyrir sagnir um það, að vart liafi orðið við skepnur þær í Þverá í Rangárvallasýslu, sem gömul þjóð- trú og kynjasagnir herma frá, að þar liafi gert og geri vart við sig. 1 liaust frjettist það hingað til bæjarins að austan, að Þverár „skrímslið", þannig var það kall- að, hafi hafst við í Hólsá um tíma í sumar. Ós Þverár, er fellur til sjávar austan við Þykkvabæ- iun er nefndur Hólsá. Er hún æði vatnsmikil síðan hlaðið var fyrir Djúpós, en áður en sú fyrirlileðsla var gerð, fjell allmikið af vatni Þverár vestur um og sunnan við Safamýri, norðan við Þykkva- bæinn. Sagt var að austan í sumar, að veiði hafi verið góð í Hólsá fram- an af sumri. En er veiði hafði verið þar stunduð tnn tíma, fór „ski-ímslið“ að gera vart við sig og hvarf þá veiðin. (Morgunbl. ætlaði að reyna að fá nánari fregnir að austau, af fyrirburðum þessum í sumar; og ætti það að vera hægt. En áður en til þess kom, ber svo við, að Guðmundur G. Bárðarson náttúru- fræðingur fekk frásagnir manna í hendur, er orðið hafa varir við „dýr“ þessi á síðustu árum. Hefir Gísli Sveinsson sýslumaður aflað sjer frásagna þessara, og sent þær Guðmundi. En Morgunblaðið fekk síðan leyfi G. Sv. til að birta þær. Br víst að mörgum mun leika hugur á að mál þetta verði rami- sakað, svo vissa fáist um það, eft- ir margra alda hjátrú og hiudur- vitni, hvað í raun og veru er þarna á ferðimii. Hjer birtist þá fyrst umsögn Guðmundar G. Bárðarsonar um skýrslur sjónarvotta, þá skýrsl- urnar. Um dýrin í Þverá. Um langt skeið liafa gengið sögur um það, að í Þverá í Rang- árvallasýslu sæust við og við ein* kennileg dýr, er menn eigi þektu. Áður fyrri meðan skrímslatrúin var ríkjandi hjer á landi, þóttust n.enn þess fullvissir að þetta væru vatnaskrímsli. En nú kváðu menn þar eystra helst gera sjer í hug- arlund að þetta muni vera ein- hver sjávardýr, er leiti upp í árn- ar meðan þær eru í vexti. En aðrir halda að þetta muni vera reköld, er áin beri með sjer, t. d. móflár eða þjettur jarðvegur, er straumurinn hafi brotið upp úr farveginum eða bökkunum ofar með ánni. Gísli Sveinsson sýslu- maður í Vík hefir sent mjer nokkrar frásagnir um þessa fyrir- burði, sem ritaðar eru af mönnum, er sjálfir hafa veitt þessu eftir- tekt. Jeg hefi enga ástæðu til að efa að menn þessir hermi rjett frá viðburðunum eins og þeir hafa komið þeim fyrir sjónir. En því miður vantar mikið á að skýrslur þessar sjeu svo nákyæm- ar og glöggar að vogandi sje að koma fram með skýringu á því, hvað það muni hafa verið er þeir hafa sjeð í ánni. En nýar getgátur um þetta efni eru þýðingarlausar. Það eina sem dugar til að fá fulla skýringu á þessum fyrirburðum, er að ná tangarhaldi á skepnun- um er rnenn sjá í ánni. Náttúru- fræðingum er svipað farið og krökkunum, þeir vilja sjálfir sjá og þreifa á því, sem þeim er ætl- að að dæma um af líku tæi og þetta, áður en þeir kveða upp siun dóm. Það sem helst er að athuga við skýrslu Einars Einarssonar i Vestri-Garðsauka, er að hann hef- ir verið svo langt fjarri því, sem hann lýsir, þegar hann sá það, að lýsingin af þeim ástæðum verð* ur ærið óglögg. En það, sem bar fyrir Sæmund hreppstjóra Ein- arsson, hefir borið að með svo skjótri svipan, að hann hefir ekki liaft nægan tíma til að átta sig á því eða athuga það, enda viður- kennir liann það sjálfur. Gísli Tómasson hefir verið betur settur til að athuga það, sem hann sá í ánni hjá Auraseli 16. maí sl. En hann virðist hafa látið tæki- færið til að athuga þetta ganga úr greipum sjer, því eigi er þess getið, að hann hafi neitt gert til að komast sem næst skepnu þess- ari til að athuga hana. Upplýs- ingar hans eru því litlu eða engu fyllri en annara. Hann sjer blakt*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.