Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1928, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1928, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSIKS 7 með þjóðinni síðán. Risavaxnar framfarir hafa komist á á ýmsum sviðum. Flokkadrættir hafa þó verið miklir í stjórnmálunum. Og nú um skeið liafa sósíaldemokrat- ar setið við völd, uns þeir komust í minnihl. í síðastl. inánuði og bændaflokkurinn tók við. Eins og nærri má geta, gat siíkt eltki átt sjer stað, nema greini- lcgur aðskilnaður væri milli sósí- aldemokrata og kommúnista. Þjóð in liafði svo hörmulega reynsiu af valdi og vilja kommúnista í bylt- ingunni 1917, að sá flokkur manna getur þar vitanl. enga tiltrú haft. Sunila, hinn nýi forsætisráðherra Finna. í augum Finna eru kommúnist- ar bandamenn erkifjandans forna, Rússa. Finnar vita sem er, að frá Rússlandi er dýrkeyptu sjálfstæði þeirra hætta búin. Þó þjóðin sje tvískift, og djúp mikið staðfest milli finskumælenda og Svía á landinu, er þjóðin ein- liuga um það, að efla og styrkja samband sitt við Norðurlönd. Eitt sinn vár þó hætt komið, að vinátta Finna og annara Norður- landaþjóða færi út um þúfur. Það var er Finnar heimtuðu yfirráðin yfir Álandseyjum. Eyjarskeggjar eru sænskir að ætt. Þeir vildu samband við Sví- þjóð. En Finnar sátu við sinn lteip, og heimtuðu yfirráðin yfir eyjunum. Eyjarskeggjar biðu lægra hlut. Sjálfsákvörðunarrjett- urinn var þar sem oftar fyrir borð borinn. En Svíar sátu hjá með hógværð og kurteisi, þó hinir vígreifu Finnar brýndu sverð sín og raust. Og sundurþykkja þessi varð eigi til þess að spilla samlyndi til langframa milli Finna og Norður- landaþjóða. Gefðu mjer eld. — Delirium amoris. — Gefðu mjer eld til að yrkja’ um í kveld meðan útsærinn fellur og rís, og stormurinn mjöllinni feykir um fjöll, og fossarnir breytast í ís. — — Þó að vetrarins hönd leggi heiminn í bönd, þegar helkuldinn lýstur ’ans spor, yfir söngvarans þrá, ef þú situr mjer hjá, verður sumar og gróandi vor. Er fyrst þú mig sást, mjer þú sagðir, að ást væri sýn — — að hún væri’ ekki til, að ’ún væri’ aðeins þrá út í vorloftin blá, vernduð af draumanna yl. Jeg man, að jeg hlð, og í harðbakka sló, og þú heimtaðir sannanafjöld. Þú hljóðnaðir fyrst, er jeg hafði þig kyst, en — jeg hló ekki meira það kvöld. Jeg dirfskunnar geld um hvert dimmviðriskveld, þegar dagurinn hnígur í mar, því að sigur er dýr, þegar friðurinn flýr, og jeg finn, að jeg tapaði þar. Og mitt eldheita blóð er sem gneistar úr glóð — eða gjósandi eldfjallaland. En um hugarins borg renna hrannir af sorg eins og holskeflur brotni við sand. Því að auga þíns bál er sem blikandi stál, og það brennir mig lifandi senn, — og ástin til þín er hið eitraða vín, sem æsir og deyfir í senn. Þó að vetrarins hönd leggi heiminn í bönd skal jeg hylla þig, — kvæðisins dís. Gefðu mjer eld til að yrkja’ um í kveld, meðan útsærinn fellur og rís. Böðvar Guðjónsson frá Hnífsdal. 1930. Af því að Lesbók Morgunblaðs- ins frá 13. f. mánaðar liggur fyrir framan mig, er það ennþá ekki ^að bera í bakkafullan lækinn, þótt lagt sje orð í belg, um hina fyrirhuguðu minningarhátíð 1930. Þótt nú að Lesbókin geri ráð fyr- ir að eitt fyrsta mál á dagskrá þjóðarinnar sje hátíðarundirbún- ingurinn, þá eru þar víst nægar undantekningar, því jeg minnist þess ekki að lijer um Borgarfjörð hafi á það verið minst, frá því á sýslufundi í maí og miklu fremur minst á annað og verið tíðrætt um, svo sem: Hina nýju stjórn- armyndun og sparnaðarafrek henn ar!! En svo jeg snúi mjer að há- tltfarnefndifipi, þá ijji segja að undirbúningstillögur hennar gæti alls hófs, og að því að mjer skilst liggi sem uæst hugsanagangi al- þjóðar. Þó er það sjerstaklega eitt sem jeg vildi leyfa mjer að gera athugasemd við Erlendir gestir og fulltrúar. Þar stendur: „Telur og nefnd- iu rjett, að bjóða á hátíðina inn- lcndum fulltrúum er mæti fyrir hjeruð landsins.“ Að dómi ýmsra manna síðan til- lögurnar hafa birst er þetta talin mislukkuð stefna; bæði af því, að þetta er ekki landsmálaþjóðfund- ur og svo í annan stað geti orðið úr talsvert vöndu að ráða, að eigi kæmi hneyksli; því mannjöfnuður, staða, skoðanamunur o. fl., eru alt steinar, sem hægt er að steyta fót sinn við; eins og það einnig g»ti verið orsök til að draga ttr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.