Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1928, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1928, Qupperneq 1
7. tölublað. Sunnudaginn 19. febr. 1928. III. árgangur. ' ♦ V. . » •. ^ * Þjer norrcenu guðir. Eftir Böðuar Suðjónsson frá Hnífsðal. Fjarhugan» blakkur er harðsnúmn hatremmis gandur. Heimarnir skjálfa, en blágrýtið sur.drast og hrekkur. Spyrnt er af afli pá grenjandi gammurinn stekkur, geimdjúpin treðtir, seni væru þau mjöll eða sandur. Mjelin, þau bryðjast und meitluðum, egghrössum tönnum Máttkur hann skeiðar í timans og fjarlœgðar hrönnum. . . . Þar gnæfir sú borg, er í goðsögnum frægust er talin, Gambantein lýst jeg við hurðu — og rið inn i salinn. — Þjer, norrænu guðir í himninum hœsta og insta! Til hallar jeg kem eins og vinur og fræðandi gestur. Berið mjer drykk! — þjer, sem vikuð af hólminum hinsta, hrnkkuð á flótta við austrænan þjóðsagnalestur\ Skópuð þjer byggingu heims til að hrynja í grunninnf Er hugrekkið, viskan og krafturinn frá yður runnin f Heimdallur sefur við himinsins enda — 'á verði. Hafið þjer gleymt, hvernig lönd eru varin með sverðif Hafið þjer gleymt, hvernig skildi var skotið við oddi, skálmarnar hvestar og bryntröllum hertýgin rofin, — köppunum glæstu, er fóru i fylkingarbroddi, framsækni þreyttu, uns lágu með höfuðin klofinf Hvar er nú hugrekki Týs, er þjer tignuðuð forðumf Týhraustir Æsir, þeir finnast ei með yður lengur. Skipulagsbönd eru gliðnuð og gengin úr skorðum. Goðanna vörður er huglaus sem þrínættur d £ ngurt Heiðistu Vingþórr og vöðvana hnyklar í brœðif Voldugi guð! Þú ert imynd hins skynlausa máltar. Skemdanna Mjölnis þú neytir i niðurrifsœði, en niðurrifsstefnan er vegur til Helvitis gáttar. Skyldi mig hlœgja að horfa’ á þig ráfa um löndin, — hraktan af miljónum jötna, er slitu' af sjer böndin. Mig furðaði ekki, þólt endaði' að lokum sá fundur, að óðtlr af gremju þú mölvaðir hnöttinn i sundur. Stórt hef’ jeg mælt, en stærra mun tjáð áður lýkur. Starir þú, Oðinn, og gneistar þjer hrökkra úr augat Seg mjer, hvar enn þá af altari goðanna rýkur. Erlendir hundar, þeir sntlðra við fornmannahauga, Hvað er nú orðið af höggvopnum hrynjanda stálsinsf Heldögg er slegið um andann frá Suttungamiði. Jeg horfi’ á deyjandi neistaflug norræna málsins. Nóttin er dimm, þegar sólin er gengin að viði. — — Jeg heilsa þjer, Freyja! Þú, skáldanna skinandi drotning, hvort skelfur þú enn þá af hrygð yfir brottgengnum Óðif Konungar andans þjer krjúpa í auðmýkt og lotning, kynna þitt skap — þínar ástir í sögum og Ijóði. Frá þjer eru qlóðir, sem loga i listamanns fulli. Leiftranna dis! Þú ert sól hinna glœstustu kvenna. Barátta lifsins er leitin að konum og gulli, og langeldar enn þá rneð norrœnu hjörtunum brenna. — Þjer, disir og guðir! Hví svikuð þjer norðursins syni, og svifuð á brautu um himinsins blásala firðirf Skafinn er mergur úr skógarins sterkasta hlyni, skrjáfar í laufum, er stormurinn feykir og myrðir. Gnæfa nú kirkjur með krossinn á mæni og gafli. Kirkjunnar vopn eru brúaðir draumóra hyljir.-------- Þjer börðuð á jötnum og höfðuð þá ærið af afti, — er austrœni blærinn þá sterkari’ en heimskautabyljirf — Þjer, norrænu guðir! Jeg segi’ yður sannleikann katda. Sýnt er um skapanna flœkjur og œfina tvenna. — Þjer hófust úr gleymskunnar djúpi' með árroða alda, oq óluð þá menning, er sögurnar traustasta kenna. En nú hefir brotið og tvistrað því tímanna straumur, er tálið var sterkasta vigið með Asunum forðum. Ljós yðar þrýtur. Nú lifið þjer aðeins sem draumur liðinnar sturidar, — er birtist i torskildum orðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.