Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1928, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1928, Blaðsíða 8
LESBÓK MORötJNBLÁBSÍNS 5tí Það stendur ekki einveldinu að baki að tign og virðuleik. Að konungsstjórn verði sett á stofn á ný, t. d. með atkvæða- greiðslu, er alveg óbugsandi. Það er talað um, að Bayern geti sam- einast Austurríki og tekið Rup- preeht til konungs. Katólskt sam- band gegn No'rður-Þýskalandi, sem er mótmælendatrúar! Slíkt leyfa stórveldin ekki. Hið eina sem kynni að geta bjargað Ho- henzollunum er nýr ófriðúr. En hann yrði að koma nú þegar. — Þess vegna er óviturlegt að leyfa liinum afsettu þjóðhöfðingjum dvöl innan Þýskalands. — Þeir myndu ætíð vera fúsir til að blása að kolunum ef til ófriðar kæmi. Og sá ófriður myndi leiða til ægi- legrar borgarastyrjaldar. 1 Þýska- landi eru nú yfir 20 milj. lýðveld- issinnar, sem myndu ekki láta sjer lynda að stjórnarfyrirkomulaginu væri breytt í gainla horfið án þess að vopnin væru látin skera úr. Þetta vita einveldissinnarnir og óttast borgarastyrjöldina. Þess væri að óska, að Hinden- burg yrði 100 ára og gæti gegnt ríkisforsetastörfum svo lengi. Það er litið á hann sem eitt af stór- mennum sögunnar. Er alveg óhugs andi, að hann verði feldur við næstu forsetakosningar. Hann verð ur forseti til dauðadags. Þegar hann fellur frá velja menn hvorki hershöfðingja nje aðalsmann, held ur einhvern úr millistjett, ef til vill katólskan mann. Lýðveldinu er tæpast nokkur hætta búin, því að maður sá, er valinn verður, stendur utan við alla flokka. Þegar Vilhjálmur II. kom til ríkis 20 ára gamall, var hann sinn- isveikur og hjegómagjarn ungling- uv. Þó að hann væri með visna hönd, þótti honum sjer bera skylda til að verða hermaður sam- kvæmt erfðavenju Hohenzollanna. Þýskaland stóð á hæsta stigi um 1890, hvað snerti stjórnmálaleg völd og áhrif í verslunareínum og var slíkt framar öllu fyrir fyr- ir starfsemi Bismarcks^ Áðstaðan var svo glæsileg, að ungi keisarinn hikaði ekki við að láta „gamla leiðsögumanninn* ‘ fara og setjast sjálfur við stýrið, Treysti hann því, að öllu væri óhætt og að liann gæti reitt sig á » stjórnargáfu sína, og stjórnmála- vit, sem smjaðurtungurnar við hirðina sögðu, að hann hefði til að bera. Vilhjálmi keisara skjátlaðist á sama hátt og flestum Þjóðverjum yfirleitt. Hann lifði í þeirri trú, að Friðrik mikli væri mestur allra Hohenzollanna. í raun og veru var það ekki Friðrik mikli heldur fað- ir hans, sem lagði grundvöllinn undir vald Prússlands á 18. öld, og það sem gott er og heilbrigt í fari Prússa má rekja til hans beint og óbeint. Friðrik mikli var hjegómagjarn, eins og afkomandi hans Vil'hjálinur II., og vílaði ekki fyrir sjeT að tefla landi og þjóð í hættu til þess að skapa falskan frægðarljóma um -sjálfan sig. í 30 ár fekk Vilhjálmur II. þýsku þjóðina til þess að trúa á mikilleik sinn. En þegar hann lagði á flótta frá ábyrgð sinni og skyldum, 'sást loks, hvern mann hann hafði að geyma, og það eru engin líkindi til þess, að hann eða afkomendur hans komist til valda aftur. Saga Hohenzollanna er á enda. Smælki. Norðmaður og Bandaríkjamaður liorfðu á ógurlegt eldgos á Hawaji. — Þetta er ekki til í Banda- ríkjunum, mælti Norðmaðurinn. — Nei, en í Ghicago er til slökkvilið, sem gæti kæft þenn- an eld á svipstundu! Bifreiðakappaksíur. I þessum mánuði fer fram kappakstur bifreiða í Dayton Beach í Ameríku. 1 fyrra varð sigurvegarinn ensk bifreið frá Sunbeam-verksmiðju. Fór hún 203 enskar mílur á klukkustund eða um 380 kílómetra. Sam- svarar það því, að ekið væri hjeðan til Þingvalla á 8 mínút- um. En þessi hraði nægir mönn- um ekki. Nú hefir verið smíðuð ný bifreið í Englandi, sem á að geta farið 220 mílur á klukku- stund. Er í bifreið þeirri Napier- Lion flugvjelamótor, sem hefir 900 hestöfl. Aftur af bifreið- inni gengur nokkurskonar stýri, og er það til þess ætlað, að bif- reiðin velti ekki um koll, þótt hún taki krappar beygjur á fullri ferð. — Bifreiðarstjórinn heitir Malcolm Campbell. Dempsey hæ/tur hnefaleik. 1 bardaganum við Tunney fjekk Dempsey slæmt högg á annað augað og sá ekkert með því það sem eftir var bardagans, því það sökk algerlega. Læknar hjeldu þó, að þetta mundi batna aftur, en sú hefir reynsl- an ekki orðið. Dempsey hefir altaf verið veikur í auganu síð- an og nú nýlega hafa læknar skoðað hann að nýju. Eftir skoð- unina tilkynti Dempsey Tex Richard, að hann mundi eigi geta tekið þátt í hnefaleik fram ar, því að læknarnir bönnuðu sjer það vegna þess að meiðslin á auganu væru miklu alvarlegri en þeir hefðu ætlað í upphafi. Skákþrantir, V. Eftir Þorstein Finnbjamarson. Lausn ó skákþraut nr. IV. 1. Kd6—c7 Kd4—c4 2. Rg3—f5 Kc4—b5 3. Rf5—d6 mát. ■gaawwBBff" k.t.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.