Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1928, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1928, Qupperneq 6
54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS merki, eftir sitt endadægur. Vil jeg alls ekkert last leggja á svo hjartanlega liugulsemi. En hitt: AT) kaupa varðana fyrir okurverð frá útlöndum, eða Reykjavík, og rei.sa þá svo upp á enda á ósígnu Jeiði úti í einhverjum kirkjugarði og láta þá síðar gevma sig sjálfa — eins og ekki er óalgengt — það verður varla hætt vir hófi fram. Því. má ekki eins nota steinana úr högunum lieima? Og því þarf endilega að safna steinunum öllum út í kirkjugarða? Mætti eins vei reisa mönnum minnisvarða annar- staðar en þar? Til dæmis: Bónd- anum heima við bæinn, þar sem hairn bjó, starfaði, sleit sjer og dó? — Formanninum við vörina, sem liann sigldi ‘oftast úr? Eða þjóðskörungnum við götuna, þar sem liann gekk? Væri það ve'r til fundið? Síður en svo! Eða hver er tilgangurinn með minnisvörðun- um? Eru þeir reistir til minja nm manninn sjálfan eða til þess eins að sýna livar beinum hans var holað niður? Líklega hvorttveggja nokkuð: En óþarflega mikið virð- ast flestir binda sig við beinin. Bendir fleira til þess, að sjald- gæft mun það mjög hjá oss, að þeim sjeu varðar reistir, sem í sjó týnast. Væru þeir þó sumir eigi síður veHSugir varðanna, en hinir ýmsir er á landi liggja og reistir eru stásslegir steinar. Mætra manna og göfugra er aldrei of oft minst. Enda gleymast þeir ekki svo greiðlega, að öllum jafnaði. Fer jafnan vel á að reisa góð- um manni minnismerki. Og því fleirí og frækilegri, sem hann var meiri maður og ágætari. En með- an kirkjugarðar eru, eins og víð- ast er enn á voru landi :Vanhirt- asti þúfnakarginn í túni kirkju- bóndans, fer illa á að minnast af- bragðsmanna þar. í þeim afh'roðs- krókum er snotur bautasteinn jafn óviðfeldin sjón sem yngismær í údfabæli myndi. Þar ætti ekki að reisa öðrum minnisvarða, en þeim, sem ekk- ert skildi eftir merkilegra hjer á jörð, en sína eigin beinahrúgu. Og varla þó þeim. Vilji menn á annað botð hafa fyrir því, að reisa steina upp á enda, til minningar um vini sína eða frændur, eru þeir víðast betur vistaðir, en þar. IV. Það er annars hryggilega ömur- leg sjón að sjá kirkjugarðana ís- lensku, eins og þeir langoftast líta út. Sjálfsagt finna flestallir meira og minna sárt til þessa. En allra sárast er sú sjón þeim, sem sjeð liafa aðra kirkjugarða og útlits- bctri t. d. í Danmörlcu eða Sví- ]»jóð. Þar eru kirkjugarðarnir ein- att liinir unaðssælustu skrúðgarð- ar, sem livervetna bera vitni um smekkvísi, hreinheti og ræktunar- ást. Hjá okkur minna kirkjugarð- arnir oftast mest á ruslakistur, vargabæli eða lítt siðaða skræl- ingjaþjóð. Varla geta menn hugs- að sjer ineira tómlæti, minni rækt- arsemi, nje hirðuleysi á hærra stigi, en þessir vígðu reitir vorir bera yfirleitt vitni um. Mikil vor- kunn væri það útlendingi, sem kæmi í íslenskan kirkjugarð, þó hann eftir það virti menning vora allmiklu lægra en ella og mun la*gra en liún í raun og veru er verð. — Eða er hægt að sýna sið- aðri þjóð öllu hraklegra háðs- merki og sjálfri sjer, en kirkju- garð eins og þeir víðast gerast í voru landi ? V. Skrúðgarðaræktin ryður sjer til rúms, í sveitum sem við sjó. Innan nokkuri-a ára verður skrúðgarður sennilega á hverjum bæ. Með vax- andi menning og vaknandi rækt- arlund, víkka þeir vafalaust og prýkka og verða helgidómur heim- ilanna, þar sem æskan leikur og elliu hvílir sig, en allir njóta un- aðsstunda lífsins. Gæti nii ekki farið vel á því, að þeir jafnframt þessu, yrðu grafreitir heimilanna, þar sem kynslóðirnar, ein af ann- ari gengju til síðasta svefns? — Vissulega! Og ef einhverjum látn- um heimilismanni yrði reistur bautasteinn! Hvar væri hann þá heppilegar settut en í heimilis- skrúðgarðinum ? Og svo að síðustu ehia spurn- ir.gu. Hver er sá Islendingur, er eigi kýs heldur, frændum sínum eða sjer bautastein, heimagerðan í hamrasal íslenskrar náttúru, með handbragði hennar á hverri hlið, en annar aðkeyptan úr vjela- smiðju „Gilitruttar í útlöndum“, með hjegóma hennar í hverri línu? Þekkja margir þann herra? Vilhjálmur II. Getur hann náð völdum aftur í Þýskalandi ? Þýski sagnfræðingurinn Emil Ludwig hefir stórifað tvær bækur, sem hann hefir orðið heimsfræg- ur fyrir. Önnur þeirra er um Vil- hjálm keisara II., en liin um Napo- leon. Frægð sína á liann að þakka því, hve vel lionum tekst að gera efnið lifandi og álirifamikið og lýsa þeim tímum, sem hann skrifar um, svo að lesendunum finst þeir sjá tíða'randann og atburðina skýrt fyrir sjer. Eftir fall þýska keisaradæmis- ins hafa margar bækur verið skrif- aða'r um Vilhjálm II., og hafa sum- ar þeirra gefið alt annað en fall- egar lýsingar á keisaranum. En þyngst á metunum er bók Lud- wigs, því að hann hefir valið heim ildir sínar þannig, að þær eru ein- ungis frá vinum og aðdáendum keisarans og sjálfum honum, en aldrei frá óvinum hans. Að dómi Ludwigs var keisarínn að ýmsu leýti gáfaður og vel gef- inn maður, en sjúkleg hjegóma- girnd hans og metnaður leiddi hann stöðugt í ógæfu. Hann er fæddur með þeim ósköpum, að vinstri hönd hans var máttlaus, og þó að hann hefði viljað komast í herinn, sem óbreyttur liðsmaður, myndi hann ekki hafa fengið það. En keisarinn vildi sýna, að hann — sjálfur afkomandi Friðriks mikla — væ*ri hermaður í orðsins fylsta skilningi. Seinna vildi liann fá menn til að trúa, að hann Væri meiri stjórnmálamaður en Bis- marck. Loks vildi hann sýna það — til þess að ögra frænda sínum Edward konungi, sem hann öf- undaði — að hann hefði ekki ein- ungis besta lier í Evrópu á að skipa, heldur líka, að hann gæti bygt herskipaflota, sem sjálfu Eng landi stæði stuggur af. England -neyddist loks til þess að gera bandalag við hina fornu óvini Þjóðyerja, Rússland og Frakkland og með því vaf* smiðshöggið lagt á það að umlykja Þýskaland óvin- um á alla vegu, en það leiddi til ósigursins 1918 og hins smánarlega flótta keisarans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.