Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1928, Blaðsíða 8
248
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
5mælki.
í veitingahúsi. Gestnr hefir
hiðið lengi, na>r loks í ]>jón og
segir:
— Kemur ekki vatnið briiðum?
Nú hefi jeg beðið um það þrisvar
sinnum!
— Fyrirgefið þjer herra minn!
Mjer datt ekki í hug að yður
væri alvara.
Stórglæpamaður franskur
Pierre Rey hefir nýlega verið
tekinn fastur fyrir að hafa mvrt
3 konur, er hann hefir gengið að
eiga. Hann er í fangelsi í Mar-
seille; en mælir ekki orð og tekur
enga fæðu til sín, nema troðið sje
í hann. Hann hefir sett giftingar-
auglýsingar í blöð, og komist
þannig í færi við kvennfólk. Hef-
ir talist til að hann hafi í alt náo
sambandi við 200 kvennmenn er
ganga vildu í hjónaband.
?
—• Hvenær ætlið þið Þorvaldur
að gifta ykkur?
— Það verður nú víst ekki fyrst
um sinn.
— Hvers vegna?
— Vegna þess að hann er gift-
ur annari.
47 kommúnistar
voru teknir fastir í Finnlandi í
apríl síðastliðinn fyrir samsæri
gegn núverandi stjórnarvöldum
Finnlands. Flestir þeirra eru enn
í haldi. Mál þeirra undir rannsókn.
Meðal þeirra er einn þingmaður.
— Mamma, hjerna færðu 10
aurana aftur.
— Hvað er þetta drengur, settir
]>ú ekki brjefið á póstinn?
— -Teg stakk því í póstkassann
svo að enginn sá!
I klúbbnum: — Hafið þið heyrt
það, að liann Sörensen ætlar að
fara að gifta sig?
— Ojæja — hvers vegna skyldi
hann vera lánssamari en við hinir?
JsafoldarprentsœiSja h.f.
Loftfarið stóra. Mynd þessi er tekin af hátíðahöldunum í Fried-
richshafen nýlega þegar „Graf Zeppelin“, hið risavaxna loftfar
var skírt. , ,
Hvarf miljónamæringsins. Hjer að ofan er mynd af flugvjelinni,
sem belgiski auðkýfingurinn Lövenstein datt út úr á leið yfir Ermar-
sund. Flugmaðurinn Drew, er að gefa rannsóknarmönnum skýr-
ingar á því hvernig hann haldi að slysið hafi viljað til,