Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1928, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1928, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 247 borð og bregðum upp hafsauganu. Sjáum við þá að skipaflotinn held- ur áfram. En skipið, sem við höfð- um skotið á og var um 1500 smál., var að sökkva. Togarar voru hjá skipinu að bjarga mönnunum, en tveir tundurspillar óðu þar um- hverfis fram og aftur þangað til mönnunum hafði verið' bjargað og skipið sökk. Þá lagði hersingin á stað og hvarf til norðurs. Ekki htædd að fljdga — þrátt fyrir ellina’. Alderorf heitir þorp nokkurt skamt frá Hamborg og í Alste- dorf á heima áttræð kona, sem heitir frtí Griittner. Það er skamt síðan hún átti áttræðisafmæli. Ætt ingjar hennar höfðu áður spurt þana hvað hún vildi fá í afmælis- gjöf — hvort hún vildi ekki fá nýjan hægindastól, útsaujnað skammel eða eitthvað þess háttar. En þeim brá í brún er gamla kon- an vildi fá það í afmælisgjöf að fara í flugvjel! Þeir reyndu með ölluTnóti að telja hana af því, en hún sat við sinn keip. — Þið þurfið svo sem ekki að fljúga með mjeV, mælti gamla kon- an gremjulega, og það var ekki um annað að gera en verða við bón hennar. 1 mörg ár hafði gamla konan setið í hægindastól út við glugga og horft þaðan á flugvjelar svífa út í himingeiminn. Og hún hafði mikið brotið heilann um hvernig heimkynni hennar mundi líta út ofan úr skýjunum. Þess vegna átti hún sjer nú enga kærri ósk, en að fá að ferðast loftvegu. Elugvöllur Lufthansa er skamt frá heimili hennar og á afmælis- daginn fór dóttir hennar og sonar- sonur með henni þangað. — Við skulum nú fljúga langt og eins hátt og unt er, sagði gamla lronan, er hún staulaðist upp í flugvjelina. Þau hin fóru með, ekki vegna þess að þau langaði til að fljúga, heldur vegna hins, að þau voru hrædd um að frú Griitt- ner mundi verða ilt á leiðinni. Það ygr hvast og flugvjelin hoppaði Absalon biskup. 800 ár eru nú liðin frá fæðingu Absalons biskups, sem frægur er í sögu Danmerkur, bæði sem forvígismaður kirkjunnar og stríðsmaður. Hann var fæddur árið 1128 í Sórey og dó þar árið 1201. Saga Absalons er merkileg á marga lund og skal hxxn ekki rak- in hjer. En þess má minnast, að hann er „faðir Kaupmannahafnar". Hann ljet reisa fiskimannaþorp á Sjálandi og nefndi Höfn og upp úr því þorpi hefir höfuðborg Dana vaxið. Absalon biskup var grafinn í Sóreyjarkirkju. Hjer á myndinni til vinstri sjest legsteinn hans. Til hægri sjest skjaldarmerki hans, að ofan og að' neðan biskilpshringur og silfurkaleikur sem fundist hafa í gröf Absalons. og velti sjer á hliðarnar. En það tók hún sjer ekki nærri. - — Grunaði mig ekki að það væri fallegt að líta yfir landið iir þess- ari hæð, mælti hún. Og svo var flogið langt og hátt. En þegar lent var, sagði hún við flugmanninn: — Þetta er nú í Tyrsta sinn sem jeg fer í flugvjel, ungi maður, en þjer megið reiða yður á, að það verður ekki í seinasta sinn. Þetta hefir verið dásamlegur viðburður í lífi mínu. Samkepni mikil hefir sem kunnugt er verið á síðustu árum, milli enskra og pólskra kolanámueigenda. Hefir mi komið til orða að draga úr þeirri samkepni, og vinna að' sam- komulagi meðal námueigenda í þessum tveim löndum. Niðnr NiagaraO í bolta. í fyrra mánuði fór Kanadamað- ur af frönskum ættum, Lussier að nafni, niður „Skeifufoss“ í Nia- gara í gríðarstórum gúmmíbolta. Var liann innan í boltanum og var honum hrundið frá landi Kanadamegin við fossinn. Eftir svo sem 50 mínútur var hann dreg- inn á land nokkru neðan við foss-í inn, Bandaríkjamegin, og er bolt- inn var opnaður kom það í ljós, að Lussier hafði ekki orðið annað meint við þessa glæfraför sína, en að hann hafði fengið nokkrai! skrámur þegar knötturinn Ijet sem{ verst í fossinum og iðukastinrl þar fyrir neðan. — Um 15 þúsund | ir manna höfðu safnast saman hjá fossinum til þess að horfa á þettai dirfskubragð. Lussier er þrið'ji maðurinn, sem^ farið hefir niður Niagara fossinn. *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.