Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1929, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1929, Qupperneq 6
LESBÓK MORGUNBLAfcSíttð Svanur í sárum. Vilti svanur í sárum! Sorg þín frá liðnum árum speglast í bláum báirnm, blikar á döggvotum rósum, streymir frá liljum Ijósum, leikur um heiðríkjuveldin, — nærist við náttsólar eldinn. Blærinn frá öræfum andar. Öldurnar leita til strandar. Nú leika sjer loftsins gandar, það Ijómar á vængi þanda, en þjer verður erfitt að anda, og eltast við hamingju-brotin. — Flugsins þróttur er þrotinn. Á sundi þú getur ei sungið. Þú syndir með hjartað sprungið. Þig hafa þyrnar stungið, þrungið er vatnið af blóði. Tómhljóð í sælunnar sjóði, svart yfir hugarins landi, — hallirnar huldar sandi. En — mundu þó, svanur í sárum, að sorg þín frá liðnum árum druknar í bláum bárum, brennur við gleymskunnar elda. í armlögum öræfakvelda er ósvikinn viðreisnarkraftur. — Væhgirnir vaxa þjer aftur. • I • 4 • 4 • 4 • 4 • I • 4 • I •4 • 4 • 4 •4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • « • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 Böðvar frá Hnífsdal. • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 • 4 Afbrotameun sem koma upp um sig í svefni. Það ei* alment viðurkend regla lijá rjettvísinni, að ekki megi dæma menn fyrir það þótt þeir játi á sig glæpi, þegar þeir eru ekki með fullri meðvitund, svo sem í svefni eða dáleiðslu. En slíkar játningar geta þó oft kjálp- að til að sanna sakir á þá, og eru oft mikils varðandi fyrir frekari rannsóknir. Fyrir nokkru sótti enskur mað- ur, Letbe að nafni, um skilnað við konu sína. Hann lýsti yfir því, að hún hefði talað upp úr svefninum og hefði hann getað markað á því, að hún væri sjer ótrú. Þegar far- ið var að rannsaka málið, játaði hún á sig, að hún hefði dregið mann sinn á tálar í mörg ár, og Letbe var dæmdur skilnaður. Þótt þetta geti ekki talist til giæpamála, þá sannar það, að oft geta menn komið upp um sig með því að tala í svefni. Enski morð- inginn William Corder kom þann- ig upp um sig með því að tala í svefni. Kona hans heyrði það og varð ákaflega hrædd, vakti liann cg bað hann að segja sjer eins og* satt væri. Gerði hann það og hik- aði hún þá ekki við að koma upp um hann. Annálar ensku lögreglunnar segja frá svipuðum atburði. Tveir ungir menn höfðu myrt gamla konu, og lögreglan var í standaudi vandræðum með málið, eða komast á snoðir um, hver verksins væri valdur. Skömmu seinna hafði ann- ar þeirra fengið næturgistingu í margmennisstofu í Shadwell og um nóttina vaknaði þar hvert mannsbarn við það, að hann rak upp óp mikið. Steytti hann hnef- ana og hrópaði: „Yertu rólegur eða ....“. Þannig hamaðist hann dálitla stund og nefndi hvað eft- ir annað fjelaga sinn á nafn. Lög- reglunni var skýrt frá þessu, og við rannsókn kom það í Ijós, að þessir tveir menn höfðu verið á sveimi á morðstaðnum, tveimur dögum áður en morðið var fram- ið. Og eftir frekarí yfirheyrslur játuðu báðir á sig glæpinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.