Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1929, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1929, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 93 Víðavangshlauparar 1927: Helgi Tryggvason, Magnús Guðbjörns- son, Jón Þórðarson, Geir Gígja, Helgi Guðmundsson. Þorst. Jósefsson, Sigurður Ólafsson, Sigurður Jafetsson. hornið sitt úr höndum Fram. I ágúst var kept um Knattspyrnu- horn íslands (gjöf Jaeobsens) og sigraði K. R. aftur bæði Val og Fram; Víkmgur ljek ekki. í sept- ember keptu II. flokkar Víkings og K. R. um Knattspyrnubikar Reykjayíkur og vann K. R.. í sama mónuði fór í fyrsta skifti fram kappleikur III. flokks (drengja). Höfðu þeir Axel Tuli- nius og Egill Jacobsen gefið silf- urbikar til að keppa um. Fjögur fjelög keptu: K. R., Fálkinn, Vík- ingur og Væringjar. Vann Vík- ingur'það mót með sóma, en K. R. varð 3. í röðinni. Flokkur þess hafði verið stofnaður síðari hluta sumars og var kjarninn í honum knattspyrnufjelag, er drengir í Vesturbænum höfðu stofnað með sjer og nefndu Hjeðinn. Gekk fje- lag þetta inn í K. R. og voru III. fl. menn orðnir milli 20 og 30 um haustið. Annar flokkur fjelagsins starfaði af miklum áhuga þetta sumar, byrjaði æfingar í apríl og urðu þær alls 51 á árinu, en alls voru í fjelaginu 104 æfingar þetta ár. Gat þó fyrsti flokkur ekki byrjað að æfa fyr en 12. maí, vegna frostanna miklu veturinn áður. Fjelagið tvítugt. Hefir í einu alla verðlauna- gripi I. og II. fl. Veturinn 1919 hjelt K. R. liátíð- legt 20 ára afmæli sitt og var það vegleg veisla og kostnaðarsöm, því að þá átst upp allur sjóður fje- lagsins og var það komið í 300 króna skuld áður en kappleikar hófust um sumarið. Fyrsti kapp- leikurinn vðr í III. fl. um bikar- inn. Þeim leik tapaði K. R. En svo kom Knattspyrnumót íslands og hófst það 6. júní. Þar bar K. R. sigur af hólmi og hrepti íslands- bikarinn og um leið nat'nhótina ,,besta knattspyrnufjelag íslands“. Hafði bikar þessi þá eigi verið í höndum K. R. í 7 ár. Var því að vonum mikill fögnuður út af ]>ess- um sigri meðal fjelagsmanna. — Máttu þeir og lireyknip vera, því að nú hafði K. R. alla verðlauna- gripi I. og II. flokks í sínum hönd- um: Knattspyrnubikar íslands, Knattspyrnuhorn Reykjavíkur, Knattspyrnubikar Reykjavíkur og Knattspyrnuhorn íslands. Hafði ekkert fjelag áður haft alla ]>essa gripi undir höndum í senn, enda lá K. R. nú við að ofmetnast og hefndist því fyrir það á þann hátt, að það mistri allra gripanna um sumanð (nema Knattspyrnubikars fslands). ín hjer í Reykjavík 8 knattspyrnu- mót. Vann K. R. aðeins einn sig- ur, vorbikar III. flokks (gjöf A. V. T. og E. J.). Á öllum hinum mótunum tapaði það og misti nú aftur þann heiður, að kallast besta knattspyrnufjelag landsins. Verð- ur þó varla áhugaleysi um kent, ]>ví að 170 æfingar voru haldnar á sumrinu í öllum flokkum. Meiri rækt löjfð við æsku- mennina. En ]>rátt fyrir alt verður að telja árið 1920 merkisár í sögu fjelagsins. Er það þar fvrst til að telja, að um vorið fjekk stjórnin Guðmund Ólafsson til þess að stjórna æfingum og þjálfa 2. og 3 flokk. Gekk hann að ]>ví með ótrauðleik og áhuga og tóku flokk- ar þessir stórkostlegum framför- um um sumarið. Hefir Guðmund- ur síðan verið þjálfkennari fjelags- ins og skilað hverjum árganginum iiðrum betri til 1. fl. og mun K. R. lengi búa að starfi hans. Þá má og nefna það, a'ð fyrir frumkvæði Kristjáns Gestssonar var byrjað að æfa hlaup um haustið að æfing- um loknum. Gáfu sig fram nær 30 menn til slíkra æfinga og fóru þær fram á hverjum sunnudags- morgni allan veturinn. Var þetta upphaf ]>ess, að K. R. Ijet sig fleiri íþróttir skifta heldur en knatt- um áramótín, enda hafði þó verið stofnaður IV. flokkur. Kept í margskonar íþróttum. Sumarið 1921 voru aftur haldin 8 knattspyrnumót, og vann K. R. aðeins sigur í tveimur: vormóti og haustmóti 3. flokks. En á |>essu ári tók ]>að í fyrsta sinn þátt í annari íþróttakeppni: Víðavangs- hlaupinu, á sumardaginn fvrsta. Þangað voru sendir 8 menn, otr varð sá fyrsti 13. í röðinni. Á íþróttamótinu 17. júní tók K. R. ]>átt í boðhlatipi og setti þar ís- lenskt met, og einn K. R. maður fjekk 2. verðlaun í 100 rn,ptra hlaupi. Á leikmót um haustið sendi K. R. 3 menn, sem tóku þátt í 100 m. og 400 m. hlaupi og há- stökki. Færðu þeir heim 1. verð- laun og íslenskt met í 400 metra hlaupi, 1. og 3. verðlaun í há- stökki og 3. verðlaun í 100 metra Sumarið 1920 varð K. R. and- stætt á margan hátt. Þá vorb hald-. sP.vrnu eingöngu. Fjelögum fjölg- aði og mjög á þessu ári, voru 277

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.