Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1929, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1929, Blaðsíða 1
12. tölublaS. Sunnudaginn 24. mars 1929. IV. árgangur. Knattspymufielag Reykjauíkur. 30 ára afmcFli. Upphaf íþróttahreyfingar. Árið 1895 fjekk Björn heitinn Jónsson ritstjóri skotskan mann til Isafoidarprentsmiðju, sem James B. Ferguson hjet. Var hann hinn mesti íþróttamaður, hafði æft „bar“-leikfimi í'mörg ár og hlotið 6 heiðurspeninga fyr- ir. Þegar hingað kom safnaði hann þegar um sig ungum mönn- um og tók að kenna þeim fim- leika, knattspyrnu, hlaup og fleiri íþróttir, og má ótvírætt telja hann brautryðjanda íþróttahreyfingar- innar hjer á landi. Fyrrsta veturinn sem hann var hjer, kendi liann fjölda mörgum og valdi svo úr þá bestu og stofn aði úrvalsflokk og voru í honum meðal annara þessir: Adam Bare- ley Bigmundsson, Sigurður Þor- láksson, Jón Sigurðsson, bræðurn- ir Ólafur og Sveinn Björnssynir, Vilhjálmur Finsen, Hannes Helga son og Pjetur Jónsson söngvari. Með þessum mönnum og nægilega mörgum áhugamönnmn öðrum, byrjaði hann svo knattspyrnuæf- ingar. Má þar á meðal nefna Ólaf Rósinkrans, Guðjón Einarsson prentara, tvo Skota sem voru í „Glasgow", og svo voru nokkrir piltar úr latínuskólanum. Æfing- ar fóru fram suður á Melum, á ó- ruddu svæði, en þó lærðu menn helstu reglur knattspyrnunnar. Eftir burtför Fergusons tók 01- afur Rósinkranz við forystunni og má eflaust þakka honum það manna mest, að sú list lagðist ekki alveg niður aftur. Mestan dugnað í því að smala mönnum Þorst. Jónsson, Arni Einarsson, form. 1899-1911 form. 1913—’19. saman til æfinga sýndu þeir Adam Barcley og Pjetur Jónsson, en Guðjón Einarsson var ætíð sjálfvalinn markvörður og þótti afkastamikill þar. Undir aldamótin voru margir latínuskólapiltar farnir að æfa knattspyrnu, og leiðbeindi Ólafur Rósenkranz þeim. Má meðal þeirra nefna bræðurna Skúla og Pjetur Bogasyni, Gunnlaug Claes- sen, bræðurna Ingvar og Magnús Sigurðssyni, Jón Isleifsson, Jón Ofeigsson, Sigurjón Jónsson og Björn PáTsson (Kalman). Sýndi hann sjerstakan áhuga á Iþróttinni og skilning fyrir því hvernig menn gæti haft hennar best not og tekið framförmn. Náði hann í eitt eintak af enskum knattspyrnulögum og þýddi þau smám saman, einn kafla undir hverja æfingu og las upp áður en æfing hófst. Með þessu móti tókst mönnum að fylgja ákveðn- um reglum í leik, t. d. um rang- stöðu (off side) o. s. frv. A þessum árum byrjuðu og fje- lagsmenn á því að vinna nokkurs- konar þegnskylduvinnu við það að hreinsa grjót af knattspyrnu- vellinum — unnu jafnan við það hálfa stund áður en leikur hófst, og reis þar seinna upp á hinu rudda svæði hinn gamli íjþrótta- völlur. Fyrsta knattspyrnufjelag íslands stofnað. 'l'alið er að „K. R.“ sje fyrst stofnað í marsmánuði 1899, því að þá komu nokkrir ungir menn saman í búð Gunnars Þorbjarnar- sonar (þar sem Halldór R. Gunn- arsson verslar nú) og bundust fjelagsskaj) um það að kaupa knött. Lagði hver maður fram 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.