Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1929, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1929, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 elnaima svo mikill, að ekki hefir Verið hægt að sinna nema minst- um hluta þeirra hingað til. En þess meira þakkarefni er það, að dr. Arne Möller hefir tekið að sjer það sjerstaka viðfangsefhi, sem hjer lá fyrir, og leyst verkefni sitt jafn prýðilega af hendi og raun gefur vitni. Dr. Möller skiftir riti sínu í tvo aðalkafla : „Maðurinn“ og ,Bókin.‘ Fyrri kaflinn, „maðurinn“, fjallar aðallega um æfi Yídalíns á 187 blaðsíðum. Er það langsamlega miklu meira mál, en nokkru sinni hefir áður verið um Vídalín skráð. Þó er hjer ekki um æfisögu að ræða í venjulegum skilningi. — Mætti miklu fremur kalla þennan kafla „drög til æfisögu“, enda gæti jeg trúað því, að hver sá, er tæki sjer fyrir hendur að semja æfisögu Vídalíns í venjulegum skilningi, mundi kunna dr. Arne Möller miklar þakkir fyrir allan þann skjalfesta fróðleik, sem hann hefir dregið saman í þessum kafla. Tiígangur höf. hefir að vísu ekki verið sá, að rekja æfi- og em- bættisferil Vídalíns í einstökum atriðum ár fyrir ár og lið fyrir lið, heldur að draga fram það, er orð- ið gæti til þess að bregða birtu á rithöfundarstarf hans og skýra það. En þó er hjer fylgt rjettri tímaröð að því leyti sem byrjað er á ætt og uppvexti Vídalíns, síð- an skýrt frá námsárum hans er- lendis, heimkomu hans og prest- skaparárum og loks frá æfi hans í biskupsdómi. Skal þetta ekki rakið hjer frekar, með því að það yrði of langt mál í dagblaðsgrein. Aðeins skal það tekið fram, að þar er vikið að mörgu, sem bregður ágætri birtu á manninn Jón Vída- lín og ótvíræða mannkosti hans, án þéss þó að farið sje í launkofa með, að hann hafi í mörgu tilliti verið barn sinna tíma, ófullkom- inn Adams niðji eins og aðrir menn. Svo sem gefur að skilja hefir dr. Möller ekki getað látið viðureign þeirra Vídalíns og Odds lögmanns liggja í þagnargildi, enda hefir hann varið til þeirra mála alt að 50 bls. Dr. Möller er mjög svo óánægður með það, sem Jóp sól. Aðils hefir um það efni ritað í bók sinni „Oddur Sigurðs- son“ (Bessast. 1902). Telur Möll- er alla ípeðferð Jóns á því máli mjög gallaða, þar sem ritið hefir orðið einskonar varnarskjal fyrir Odd, og enda mjög hlutdrægt, þar sem tilgangur þess sje ótví- rætt sá að sýna fram á, að þeir Vídalín og Oddur hafi í rauninni verið báðir af sama sauðahúsinu, og Vídalín þó ef til vill enn sek- ari, þar sem, eftir skoðun liöfund- arins, „allar líkur bendi til, að hann hafi átt upptökin“ deiín- anna. Sjerstaklega telur Möller meðferð hans á heimildarskjölum varðandi málið með öllu óverjandi, og til þess að menn geti enn betur gengið úr skugga um það, hefir Möller látið prenta öll þau skjöl, er mestu varða í því máli, sem fylgiskjöl aftan við rit sitt. En lijer skal ekki farið frekar út í þetta mál. Öllum söguvinum verð- ur ekki síst forvitni á að kynnast þessum köflum „æfisögunnar“. í niðurlagi þessa liöfuðkafia er greinargerð þess, hvernig rit Vída- lins verða til, bæði hin prentuðu og hiu óprentuðu, og er þar marg- víslegur fróðleikur dreginn fram í dagsbirtuna. Síðari höfuðkafli ritsins er um postilluna sjálfa. Byrjar sá kafli á inngangi um starfsaðferð Vídalíns við bókagerð, og er því næst gerð sjerstaklega grein fyrir föstuprje- dikunum Vídalíns („Sjöorðabók- inni“ og „Sjö prjedikunum“, sem Steinn l)isku]> gaf út), en þær álít- ur dr. Möller samdar á undan postillunm og telur þær, einkum Sjöorðabókina, í mesta máta ó- frumlegt rit. Sýnir hann fram á, að Sjöorðabók Vídalíns eða prje- dikanir hennar,, sjeu að mestu leyti dregnar saman úr einu af höfuðritum 17. aldar á sviði guð- spjallaskýringanna („Harmonia quatuor evangelistarum“) eftir þá Martin Chemmtz, Polycarp Ly- serus og Johann Gerhard. Er það feiknar mikið rit í 5 bindum í arkarbroti (3700 tveggja dálka blaðsíður) á latínu. En það sem sjerstaklega varð til þess, að Möl- ler fór að bera prjedikanir þessar saman við þetta rit, var ofurlítil athugasemd í æfisögu Hallgríms Pjeturssonar eftir sjera Vigfús Jónsson, þar sem hann segir, að „sr. Hallgrímur hafi samanskrifað fyrst smám saman árlega com- mentarium yfir Passionem útles- inn úr Harmonia Evangelica“. ... Við samanburð Passíusálmanna við þetfa mikla rit sannfærðist Möller um, að þetta væri staðlaus eða staðlítil getgáta sjera Vigfúsar, en sá samanburður leiddi aftur til þess, að lionum datf í hug að fara að bera föstuprjedikanir Vídalíns saman við það. Sá samanburður leiddi í ljós, að „Sjöorðabólcin“ væn að mjög miklu lejdi „saman- skrifuð“ eftir hinni latnesku guð- spjallaskýringu. En að fenginni þeirri niðiirstöðu var ekki nema eðlilegt, að höf. dytti í hug, að Vídalín kynni einnig «ð hafa stuðst við það rit, er hann samdi postillu sína. Og það er þá frá nið- urstöðu þeirrar rannsólcnar, sem höf. skýrir í þessum höfuðkafla ritsins. En hún verður sú, að Vída- lín hafi við samningu flestra hinna prentuðu prjedikana sinna haft, Harmoniu opna á borðinu hjá sjer og ausið meira og minna úr þeirri gullnámu lærdóms og þekk- ingar. Sex af prjedikununum telur Möller vera beinlínis lánaðar úr Harmoniu (prjedikanirnar á jóla- dag, föstudaginn langa, hvíta- sunnudag, 11., 24. og 27. snd. e. trin.). 1 flestum hinna sjáist þess einhver merki, að Vídalín hafi haft Harmoniu við hendina. Oft hafi liann litið í skýringar henn- ar á texta sínum, til þess að koma sjer á strikið, stundum einnig til þess að Ijúka við ræðuna; en auk j.ess hafi hann lánað þaðan fjölda af samlikingum, orðskviðum, til- vitnunum bæði í ritninguna og „klassiska“ fornaldarhöfunda, sein svo víða verður vart í prjedikun- um þessum. En Harmonia hefir eftir skoðun Möllers ekki aðeins haft áhrif á efni prjedikananna að }>essu leyti, heldur einnig á álla framsetninguna og stílsmátann. — Miiiler mótmælir því, að „mælska Vídalíns sje ekki lærð, heldur með- fædd“. Hann heldur því fram, að hún sje bæði lærð og meðfædd. En Vídalín hefir stuðst við fleiri rit. Hann þefir einnig stuðst við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.