Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1929, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1929, Blaðsíða 4
140 LÉSBÓK MQRGUNBLÁÐStNS xi&ak liina miklu uppgötvun, er vísindin hafa gert með því að uppgötva atómorkuna. Atómorkan er svo mikil og undraverð, að engin tök eru á því, að skýra hana fyrir öðr- um en sjermentuðuin mönnum í eðlisfræði og efnafræði. Við útgeislun eins gramms af radítim breytast á sekúndunni 30 miljarð atómur í blý. Og að minsta kosti 3600 ár munu líða, áður en grammið er alt útgeislað. Ef hægt væri að nota þessa orku, þá myndi hún nægja til að hita miljón lítra af vatni frá 0 og upp i 100°. Menn þurfa ekki að vera nein- ir draumsjónamenn, til þess að trúa því að sá tími muni koma, þegar hin útgeislandi eða breyt- andi atóma muni leggja til svo mikla orku, að öll önnur orka verði óþörf. Þá fáuin vjer jafn- vel ókeypis orku fyrir hvern og einn. Þar sjáum við morgunroða nýrra tíma. ——<m>—— Um hátíðahöldin 1874 09 1930. Eftir Svein Jónsson. Framh. -------- Rætt um minnismerki Ingólfs Arnarsonar. Hjer birtast kaflar úr grein i Þjóðólfi, er samin var að tilhlut- un „Kvöldfjelagsins“. Hjer er um þjóðmálefni að ræða, sem hefir þegar beðið lielst til Iengi, en þó fyrir lön'gu liefði verið öll ástæða til að hreyfa við því, þá er nú ef til vill tíminn þó allra rjettastur, til að gera eitthvað við það. Hver sá sem virðir og þekkir rjettilega land- nám og bygging Islands, mun varla þurfa að spyrja að því, hvert þetta þjóðmálefni er, en það er 1000 ára „Jubileum“ eða þjóð- hátíð í minning Islands byggingar og Ingólfs Arnarsonar, er var hinn fyrsti frumkvöðull þess, að þetta land bygðist, og sem fyrstur tók sjer fastan bústað hjer á landi og síðan allir aðrir landnámsmenn „að hans dæmi“. Þessa þjóðhátíð á að halda að 10 árum liðnum eð- ur 1874, því þá eru 1000 ár liðin frá því Ingólfur fór alfarinn til íslands, og tók sjer þar bólfestu 874 árum eftir Krists burð..... Vjer viljum þá fyrst snúa oss að hinu íþróttalega því alt þess- konar er svo ókunnugt hjer á landi. Ritin eru að vísu góð, en þó eru þau ekki einhlít til minningar um svo hátíðlegan og mikilvægan viðburð, sem hið fyrsta landnám er fyrir landsmenn, og um vorn fyrsta og frægasta landnámsmann. Vjer verðum að sýna einhvern lit á því að reisa honum miimis- varða, eins og svo alment hefir tíðkast og enn tíðkast með eldri og yngri siðuðum þjóðum, og er þá fyrst að íhuga, hvernig og hvar hann á að vera. Vjer viljum þá fyrst suúa oss að því, livar hann á að vera, Og virðist oss þá svarið liggja beint við, þar sem forlögin vísuðu Ingólfi á bústað, eður með öðrum orðum, þar sein öndvegissúlur hans rak á land að Arnarhóli. Það munu flestir verða því samróma, að það sje hinn eini rjett. tilkjörni staður; því hvar er tilhlýðilegra að minnisvarði hans standi en á þeirri liæð við hans lögheimili, þar sem flestir iitlend- ir menn koma að votta virðingu sína fyrir minningu hans ásamt oss? Menn eiga því hið allra bráð- asta að fá handa landinu efstu nybbuna af Arnarhól til þessa fyrirtækis og einnig gangstíg nið- ur að sjó, sem þarf að umgirða. Þetta þarf að gera sem fyrst, því annars geta menn búist við, að sá staður verði tekinn til einhvers annars. Þar næst eiga menn að gangast fyrir samskotum um alt land fyrir nef hvert, eins og íslendingar gerðu forðum, þegar þeir ljetu velja sjer vorn fræga þingstað. Þetta gerðu Forngrikkir, þegar þeir gerðu stæfstu myndir sínar og byggingar, og þykir þetta bæði að fornu og nýju einkar sómasamleg aðferð. Nú er naist að gera ráð fyrir því, að þessi samskot gangi svo greitt, að menn þegar geti tekið að reisa minnisvarðann, og þá ætti menn til bráðabirgða að reisa upp stein á Arnarhóli, og láta sljetta kringum sjálfa hæðina og laga hana til, en setja síðan hitt samskotafjeð á vöxtu jafnóðum og það kemur inn, þangað til það er orðið nógu mikið til þess að meiiti geti fengið búið til líkneski Ing- ólfs steypt úr málmi. Vjer gátum þess þegar í önd- verðu, að það hefði dregist helst til lengi, að nokkuð væri gert til minningar um Ingólf og Islands hyggingu, en því meiri ástæða er fyrir oss, sem lifum á þessari öld, að láta ekki svo þúsundasta árið fram hjá líða frá byggingu föður- lands vors, að vjer ekki sýnum viðleitni til að bæta úr þessari sorglegu deyfð og gleymsku liðnu aldanna, því þá gætu eftirkom- endur vorir sannarlega legið oss á hálsi. Hjer er alt undir því komið, að landslýðurinn sjái sinn eiginn sóma, og gefi af frjálsum vilja, llt- ið þeir sem lítið mega, en meira þeir sein íneira mega, allir sinn skerf, eða allir nokkuð, en leita eigi eingöngu til stjórnarinnar og heldri manna, því aldrei getur það átt eins illa við og í þessu máli, því þjóðin verður að sjá það, að skil- yrðið fyrir því, að hún hafi sem mestan sóiua af framkvæmd þessa fyrirtækis, er það, að hún sjálf vinni sem mest og best að því sam- huga og af alefli. Hjer er því fyrir hendi gott tækifæri fyrir íslendinga til að sýna, að þeir geti komið fram sem þjóðfjelag, er hefir þann sam- eiginlega áhuga, að gæta sæmdar sinnar. Vjer erum vissir um, að hver utlendur maður, sem stígur fæti sínum á Amarhól, mundi roðna fyrir vora hönd, af að sjá þar ekk- ert minningarmerki, ef hann vissi, hve merkilegt þetta örnefni er i sögu landsins. En hjer koma nú árlega svo margir ferðamenn, sem stíga fæti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.