Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1929, Side 2
178 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS
enn ein suður í Ný-Englandsríkin.
En frá íslandi lœgju álmurnar til
Bergen, Kaupmannahafnar, Rret-
Jands og Hamborgar.
Ekki er líldegt. að neitin maður
sje fær um að gera grein fyrir því
svo að nálgist nokkura vissu, ltver
áhrif þetta mun hafa á íslensku
þjóðina og ríkið, ef fullvrðingar
þessara flugfræðinga revnast veru-
leiki. Hitt er áreiðanlegt, að á-
hrifin verða óhjákvæmilega djúp-
tæk. Svo ósammála, sem menn eru
um það, hvort flugferðir konií
nokkttru sinni í stað skipa og
járnbrauta um flutning á vörum.
þá er ekki um hitt deilt, að far-
þegaflug og póstflug eykst með
hverjum mánuðinum í öllum sið-
uðum löndum. Og mikill vafi er
á því, hvort hugsanlegur væri rót-
tækari atburður á Islandi, en að
landið yrði aðaltengiliður álfanna
í þessum efnum. Landið færist
jafnskjótt svo að segja upp í
fangið á Norðurálfunni og Ame-
ríku — og hvortteggja samtímis.
Hjer skal ekki neinum getum að
því leitt, hvort líklegt sje að
þetta valdi gæfu eða ógæfu. Enda
eru hugtökin sjálf svo hverful, að
hugurinn fær naumast fest tök á
þeim. Hitt. er víst, að hefjist þetta
flugsamband — og það má teljast
áreiðanlegt — þá steðja að þjóð-
inni margskonar áhrif, miklum
mun brara, en nokkuru sinni áður.
Ut í hugleiðingar um það efni
skal hjer ekki farið. En á hitt skal
bent, að við andleg áhrif ein situr
ekki.
T*að er alkunna, að af öllu, sem
útflutt er frá Bandaríkjunum fog
Englandi raunar eigi síður) mun-
ar eigi minst um ótflutning á pen-
ingnm. Eitt af einkennum þess
efnahags-skipulags. er reist er á
rentugreiðslu, er sú hættulega
staðreynd að ef peningar leggja
ekki sífeldlega undir sig nv lönd
— ný og ný starfsvið — þá hryn-
ur sú iðnaðarbygging, sem fyrir
er. Meðan núverandi skipulag er
við lýði, verður aldrei unt að
nema staðar og segja: nú er nóg
að gert. Um leið og þessi snjóbolti,
sem heitir peningar, er hættur að
vaxa, er hann um leið brotinn og
síðan bráðlega bráðnaður, þetta
er svo augljóst og alkunnugt. að
á það þarf ekki írekar að benda.
En af ~þessu stafar það, að fjár-
magn Iieimsins verður sífelt að
vera á vaðbergi eftir nýjum fyrir-
tækjum, sem geti gefið af sjer
rentu. Og augu Frosta og Fjalars
eru skörp. Sje nokkuð til í mann-
heimi, sem líkist Oðni í Hliðskjálf.
er sá „of heim allan“, þá er það
fjármagnið, sem skimar eftir rentu
möguleikum. Ekkert er svo smátt,
að ekki verði að því lotið, ekkert
svo risavaxið, að ekki verði í það
ráðist.
Enginn maður, sem hefir dvalið
um skeið t. d. í Kanada og veitt
því athygli, hvernig amerískt (þ.
c. bandarískt) fjármagn teygir sig
hjer inn í hverja holu,- þar sem
von er um arð, getur gengið þess
dulinn, að fastar flugferðir milfi
álfanna um ísland hafa ekki staðið
nema fáeina mánuði, er hópur af
verkfræðingum er tekinn að kanna
ónotaða auðseign landsins. Þetta
er eins víst og dagur fylgir nóttu.
Menn hafa þegar verið sendir til
þess að rannsaka möguleikana á
aluminium-vinslu á Islandi. Orð
leikur á því, að þeir hafi komið
með þær fregnár aftur, að útlitið
fyrir slíka iðju sje ágætt — efnið
sje til í töluverðum mæli í jarð-
veginum og framleiða megi ódýrt
afl til vinslunnar. Þegar þess er
gætt, að það þvkir borga sig að
flytja leirinn, sem aluminium er
unnið úr, alla leið frá British
Ouiana til austurfylkjanna í Kan-
ada, sökum þess að rafmagnsaflið,
sem unnið'er með. er ódýrt í Kan-
ada, þá má geta nærri, að Island
þarf ekki að vera ríkt af þessum
málmi til þess að freistandi muni
])vkja að vinna hann á Islandi með
gna»gð þess af vatnsafli. En anri-
ars er með öllu ógerlegt að benda
á þaðf sem upp kunni að koma í
þessa átt á íslandi, þar sem vatns-
aflið er nóg, en hinsvegar afar-
ófullnægjandi rannsókn ein hefir
farið fram á öðrum auðlindiun til
lands og sjávar.
En þessi rannsókn fer fram. Við
því er ekki unt að sporna, enda er
það væntanlega ekki æskilegt. —
Fari svo, að auðmönnum pyki arðs
von á landinu — og það er lítið,
sem kattartungan finnur ekki —
þá hefst, innflutningur á pening-
um. Við því er heldur ekki hægt
að sporna. En það skifti/ frábau'-
lega miklu máli, með hvaða Bætti
fjeð kemur og hvaða augum litið
er á tandið, sem þeir eru fluttir
inn í. í
Mjer kemur í hug ritgerð efft
amerískan admírél, er út kom síð-
astliðið ár í einu höfuðtímariti
álfunnar, Voru þá viðsjár með
Bandaríkjamönnum og Mexikó-
búum, sem svo oft hefir áður ver-
ið. En ofstopinn var orðinn svo
mikill í sumum blöðunum, að frið-
samir menn voru teknir að óttast
friðslit. Þessi grein er skrifuð með
það tvent fvrir augum, að gera
grjin fyrir skoðun hermannsins.
fyrir hverja sök Bandaríkin eigi
að hafa mikinn herafla, og hins-
vegar jafnframt greinargerð fvrir
rjettmæti þess að fara með her
á hendur Mexikómönnum, ef þeir
eigi láti að vilja Bandaríkjanna
í atvinnumálum. Jeg skýri hjer
frá efni greinarinnar eftir minni,
en vona að eigi sje farið langt frá
grundvallarhugsunum. En rök-
semdaleiðslan er í stuttu máli á
þessa leið:
Menning nútímans er reist á
sjerstökum atvinnuháttum, sem
yfirleitt eru kendir við stóriðju.
Almenn vellíðan, mentun, listir,
vísindi og hverskonar gæði, er
menn njóta, á tilveru sína undir
því, að stóriðjan fái þau hráefni,
er hún þarfnast. Það væri höfuð-
glæpur við heimsmenninguna, að
leyfa nokkrum að komast upp
með að halda fyrir veröldinni þess
um nauðsynjum iðjunnar. — Nú
stendur svo á, að þessi hráefni
erti mjög víða í og á þeim hlutum
jarðar, þar sem búa ýmist siðlaus-
ar þjóðir eða svo fámennar og fá-
tækar, að þær fá eigi fært sjer
auðlindirnar í nyt og þá vitaskuld
heldur ekki gert heiminn aðnjót-
andi þeirra. Sumstaðar hefir sú
lijegiljuhugsun fest rætur hjá
þessum þjóðum, að þær skuli
gevma ]>essar auðlindir ósnertar,
þar til þær sjeu sjálfar þess um-
komnar að vinna þær og notfæra
sjer. Augljóst er, að það væri
sviksemi við heimsmenninguna að
Játa þeim haldast þetta uppi. Það
er skylda stórþjóðanna að taka