Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1929, Síða 4
180
vakað fyrir þeim, sem að ein-
hverju leyti hafa staðið fyrir
málum, að lokið yrði upp augum
sem flestra áhrifamanna fyrir því,
sein eftirtektarvert væri og sæmd-
arauki í sögu og fari íslenskrar
þjóðar. Þeim þótti þess vegna
mjög vænt um, er Háskólinn og
margir mentamenn heima brugð-
ust svo drengilega við tilmæluin
um að rita flokk af ritgerðum, er
íjelagsstjórnin kæmi svo víðsvegar
í tíinarit álfunnar og gæfi síðan
út í bók. Innan þriggja daga, frá
því er þetta er ritað, er gert ráð
fyrir að einn eða tveir menn fari
hjeðan til þingstaðar Bandaríkj-
anna, Washington, til þess að að-
stoða flutningsmenn frumvarps um
viðurkenningu Bandaríkjanna og
vinarkveðju til íslands. En mestar
vonir gera þeir sjer þó um árangur
af sjerstökum afskiftum hjer-
lendra manna af Háskóla Islands,
sem komið hafa til umræðu, en
eigi verður hjer skýrt frá að
sinni.
Jeg helcl .ekki að nokkurum
mönnum sje það eins ljóst, eins
og hinum bestu Islendingum í
Atneríku, hvert lífsspursmál ís-
landi er það, að eiga sem víðast
vini og á rjettum stöðum í þessari
álfu. Þetta er vitaskuld heldur
ekki nema eðlilegt Þeir hafa að
sjálfsögðu meira veður af því en
íslendingar annarstaðar, hve óð-
fluga miðstöð áhrifavaldsins í
heimsmáhmum er að flytjast yfir
hingað. Þeir hafa sannfæringu fvr-
ir því, að ef takist að vekja samúð
fyrir íslandi hjá rjettum mönnum
hjer, þá muni það verðá meiri
vernd og st.yrkur heldur en her
og floti allstórrar annarar þjóð-
ar gæti veitt. Þess vegná hefir
einnig sú tilfinning orðið svo sterk
í brjóstum ýmsra þeirra, að lík-
ist ástríðu heitrar trúar, að þeir
liafi brugðist einni alvarlegustu
skyldu lífs síns, ef áhrif þeirra
ljetti ekki þó eigi væri meira en
eitt fótmálið á framtíðarferli ís-
lensku þjóðarinnar. Þeir vita, að
enginn getur sagt fyrir um, að
hvaða gagni það kunni að koma
Tslandi, að eiga marga vini og á
jafu mikilsverðum stað, eins og
þar sem t. d. Dr. Samuel Eliot er.
Hann er í ráðgjafanefnd um ut-
LESBÖK MORÖUNBLAÐSINS
anríkismál (Advisory Committee
on Eoreign Relations) í Washing-
ton, og ber hinn hlýjasta hug tii
íslands fyrir þá sök, að nokkurir
menn íslenskir hafa kynst honum
allnáið og vakið þann hug.
En því miður verður við það að
kannast, að ekki liefir tekist jafn-
vei um ait, sem íslendingar hafa
gert og miða heíir átt að því að
auka kynni og virðingu hjerlendra
manna fyrir ísiandi. Sumir, er
hafa sagt frá iandinu eða ritað um
það, hafa fallið í þá freistni að
leitast við að gera það svo æfin-
týralegt, sem þeim var unt, til
þess að ná með því írekar athygl-
inni. En hamingjan veit, að það
er ekki veigerningur við þjóðina
að tala um, að fólkið taki sjer
steypibað undir hverunum, sitji
annars í vorri gömlu rómantísku
baðstofu, þar sem sje innangengt
til blessaðra kúnna, og lifi í á-
standi sgkleysisins við ljóðaiestur.
Viljiun hefir áreiðanlega verið mik
iii hjá sumum tii þess að veita
fræðslu um ísland, en mátturinn
einhverra hluta vegna ekki staðið
í rjettu hlutfaiii við viljann.
En sannleikurinn er sá, að hafi
siíkt tal, sem þetta, áhrif, þá liefir
það hættuleg áhrif. Það gerir ekk-
ert til þó menn sjeu fræddir um
það í sjerstöku hefti af „Scandi-
navian American Review1 ‘,
sem helgað er Isiandi,
að lugólfur Arnarson hafi
kastað út akuryrkjuverkfærum
sínum er hann sá land, og numið
þar land, er þessir plógar eða
skóflur ráku að strönd, en það
skiftir máli, er nútíma íslenskum
lconum er lýst svo, að þær líkjast
ekki nokkurum verum, sem hafa
lifað á þessari jörð frá því að sög-
ur hófust. Og til allrar hamíngju
er sögu þjóðar vorrar svo háttað,
að engin ástæða er til þess að
falsa hana til þess að hún verði
góðum mönnum hugþekk.
Winnipeg 12. maí 1929.
Skakt samband.
Einkennilegt skaðabótamál.
Maður að nafni Johnson, sem
átti lieima í Brooklyn, lá íyrir
nokkru í rúmi sínu og svaf svefni
liinna rjettlátu. Um miðja nótt
vaknaði haim við það, að síminn
hringdi ákaílega. Hann fer á fæt-
ur og svarar í símann. Skakt
samband! Auðvitað varð Mr. John-
son fokreiður og skammaði mið-
stöð blóðugum skömmum fyrir
það að vekja sig um miðja nótt.
Svo skreið liann aftur upp í rúm
sitt og ætlaði að sofna, en rjett
í því að hann hagræðir sjer sem
best, hringir síminn aftur. Þá varð
Johnson reiður að marki. Hann
hentist upp úr rúminu og fram
á gólf. Þar flæktist gólfdúkur
fyrir honum, svo að hann datt
og stóð ekki á fætur aftur. Kona
hans og dóttir ruku þá á fætur
og fóru að stumra yfir honum,
en hann var dauður — hafði feng-
ið hjartaslag.
Síminn hringdi í sífellu. Dótt-
irin svaraði þá. Aftur var skakt
samband I
Pyrir þetta liafa þær mægðurnar
stefnt símafjelaginu og halda því
fram að það hafi valdið dauða
Johnsons. Þær segja, að ef miðstöð
hefði eigi gefið skakt samband
mundi Johnson ekki hafa komist
í hugaræsingu, og þá mundi hann
ekki heldur hafa dottið og fengið
slag — og það mundi ekki heldur
hafa komið fyrir ef miðstöð hefði
ekki gefið skakt samband öðru
sinni. Heimta þær gríðarháar
skaðabætur, og þykir mál þetta
merkilegt, jafnvel í Ameríku, þar
sem menn eru þó vanir sínu af
hverju.
Hvernig færi fyrir bæjarsíman-
um hjerna ef hann væri látinn
sæta ábyrgð fyrir í hvert skifti
sem miðstöð gefur skakt samband?
Presturinn: Getið þjer ekki
fengið manninn yðar til að hætta
að blóta?
Konan: .Ei nei, það er nú ein-
asta ánægjan hans, síðan hann
hætti að drekka.