Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1929, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSJNS
2C$
Frá Scoresbysund: Eftir bjarndýraveiðar.
þenna tfma árs, en þegar lengra
kemur fram á veturinn, skella
venjulega á stórhríðar með 20—30
stiga frosti.
Ggænlendingar í Scoresbvsund
lifa aðallega á selveiðum. Þar eru
veiddir yfir 4000 selir á ári, en
rostungar hafa varla sjest þar síð-
ustu missiri.
Er Mikkelsen kom í Scoresby-
sund um árið, áður en nýlendan
var stofnnð, sáust rostungar þar
hópum saman, jafnvel sáust 30 þar
einu sinni í einum hóp. Pvrstu ár
nvlendunnar voru skotnir vfir 100
á ári, en í fyrra sást aðeins einn.
Ekki er hægt að gera sjer grein
fyrir, hvernig á hvarfi þeirra
stendur, hvort þeim hefir blátt á-
fram verið iltrýmt, ellegar að þeir
hafi falst mannabygðina og leitað
eitthvað annað.
Talsvert veiðist ennfremur af
bjarndýrum og eru bjarndýrafeld-
ir ein helsta verslunarvara Seores-
by-manna. Refi skjóta þeir líka all
mikið og talsvert af fugli, svo sem
æðarfugli og aðra sjófugla og
lundatekja er þar mikil. Hefi jeg
áætlað, að í nánd við Scoresbysund
nýlenduna verpi nm 10 miljónir
lunda.
En fiskiveiðar eru þar engar
teljandi, enda engan fisk þar að
hafa, nema Ijelegan smáþyrskling.
Er það sjerstök þorsktegund, sem
lifir í íshafinu.
ITm rannsóknir sínar fórust
Alwin Pedersen m. a. orð á þessa
leið: Aðaltilgangur minn var sá,
að rannsaka sem nákvæmast, þær
teg. spendýra og fugla, sem lifa
i Scoresbysund hjeruðunum, til
þess að geta gert samanburð á
sömu teg. í öðrum löndum. Er
þá hægt að gera sjer grein fyrir
hvort, hin sjerstæðu lífsskilyrði
þarna langt norður frá hafi haft
svo mikil áhrif á dýr þau, sem
þar lifa, að líkamsbygging þeirra
hafi á einhvern hátt mótast af
þeim.
Til þess að kynnast dýralífinu
fór jeg ásamt tveim Eskimóum í
langar sleðaferðir. Ferðaðist. jeg
oft vikum saman, enda fór jeg
mörg hundruð km. frá nýlendunni.
A ferðum mínum bomst jeg m. a.
ipn í ipsta botn Scoresby-fjarðar,
sem nefndur er Norð-vestur-fjörð-
ur. Þangað er um 400 km. leið frá
nýlendunni. Þangað hefir enginn
komið áður svo sögur fari af. 1
fjarðarbotni þessum, eins og svo
víða annarstaðar í þessum .hjer-
uðum, er náttúrufegurðin mjög
stórfengleg og tilkomumikil. Tveir
miklir skriðjöklar ganga þar nið-
ui í fjörðinn. Býst jeg við að
þeir skríði allan ársins hring. En
er jakarnir brotna af jökul-end-
anum, myndast þar svo mikill
öldugangur, að þar munu að jafn-
aði haldast auðar vakir, þrátt fyr-
ir vetrarfrostin. Geysiháir borgar-
ísjakar eru þarna að staðaldri á
firðinum og leggjast að jafnaði
miklar fannir upp að jökunum. 1
fönnum þessum og sprungum borg-
arísjakanna, leita birnurnar skjóis,
til þess að gjóta.
Er jeg kom þarna, rakst, jeg á
einar 20 birnur með húna sína.
Þarna inn við fjarðarbotninn fann
jeg og mikil selalátur.
Á einni af ferðum mínum kom
jeg að forðabúri því, sem Amdrup
sjóliðsforingi ljet hamra saman á
Daltonhöfða fyrir 30 árum. Síðan
hefir enginn maður þangað komið.
Voru vistir allar óskemdar, eld-
spítur og hvað eina, eins og geng-
ið bafði verið frá því í kössum,
enda þótt ísbirnir hefðu gert til-
raunir til að brjóta þá upp. í húsið
hafa þeir komist, og jafnvel hafst
þar við, því að gamalt bjarnarból
var þar inni.
þessi ár sem jeg var í SScores-
bysund liafði jeg mjög uáiu kyröii
af sauðnautunum. Eru þau algar-
lega friðuð í þessum hjeruðum. En
það er skoðun mín, á þeim, að
enda þótt að þau sjeu friðuð, bæði
þarna ,og í Kanada, «g stjórnir
dýragarða um allan heim hafi
komið sjer saman um að sækjast
ekki eftir þeim, svo að sú sftir-
spurn flýti ekki fyrir eyðingu
þeirra, þá líði ekki á löngu uns
þessi dýr verði úr sögunni. Dýra-
tegund þéssi er sem kunnugt er
mjög gömul í náttúrunnar ríki.
Blómaiild hennar var þegír ís-
öldin stóð j7fir í Evrópu. Er það
reynsla manna, að dýr þessi eru
ákaflega viðkvæm fyrir allri breyt,-
ingu á lifnaðarháttum og ef þau
koma í heitara loftslag, en þau
eru vön við, þá þrífast þau með
engu móti. Lifa þau aðallega
þarna norður frá á víði, starung,
rjúpnalaufi og lambarjóma.
Iðyrir nokkrum ánwu var þess
getið hjer í blaðinu, að norður í
Scoresbysund hefði fundist gamall
grafreitur og í honum liaappar,
sem ólíklegt þætti, að stafa mundi
frá Eskimóum. Fundur þessi ben'ti
á, að þarna hefði (ýnlivern tíma
fyr á öidum verið jarðsettir menn,
sem ekki hefðu verið af ÐskinTÓa
kyni.
Alwin Pedersen kannaðíst, við
fund jænnan, en sagði, að munirnir
væru svo lítilfjörlegir, að ekki
mundi vera bægt að byggja á þeim
neinar ákveðnar getsak-ir. En í
þessum hjeruðum eru miklar leifar