Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1929, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1929, Blaðsíða 2
LÉSBUK MORGyNBLAÐSÍNð 29U um, en getur keypt 922. Má geta nærri, að sumt af þessum 1247 því á síðari árum, að gera full- komna skrá vfir handritasafnið, og c-r komið út fyrsta bindi, og tvö hefti annars bindis, af skrá þess- ari. Þegar skrá þessi er fullgerð, vei'ður handritasafnið stórum að- gengilegra en áður var til not- kunar. Tekjur safnsins og árlegir við- aukar. Eins og kunnugt er, fær safnið ókeypis allar þær bækur, sem fit eru gefnar hjer á landi. Auk þess fær safnið úrval danskra bóka jafnóðum og þær koma út. Fær safnið að velja úr bókaskrá bóksalafjelagsins danska og velur A'enjulega um 300 bindi á ári. Auk þess hefir safnið fengið að stað- aldri talsvert af bókum frá Nor- egi. Gefur Aschehoug’s-f orlagið úrval bóka sina. Fyrir milligöngu háskólabókavarðar W. Munthe gaf Iiáskólabókasafn Norðmanna hing- að allmikið af bókum fyrir nokkr- um árum. Var það norskur góss- eigandi, „Premierlöjnant“, Thor Odegard Omejer, að nafni, sem lagði fram mest af fje því, er til þess þurfti. Arlega berast safninu auk þessa gjafir frá erléndum háskólum og vísindafjelögum. Árið 1928 voru safninu gefin 1247 bincli bóka frá útlöndum. En skyldugjafirnar íslensku voru 400 bindi. Alls fekk safnið þá 1047 bindi gefins. Það ár jókst safnið t.lls um 2569 bindi. Bækurnar sem safnið keypti það ár voru því sam- anlagt 922 bindi, að meðtöldum timaritum. Af tímaritum sem safn- ið kaupir er tiltölulega mest af læknisfræðistímaritum. Eru þau utn 30, sem safninu berast að stað- aldri. Sum þeirra kaupir lækna- deilcl háskólans. Sama og ekkert af skáldritum hefir safnið getað kevpt á síðari árum, vegna fje- leysis, því vísinda- og fræðibækur eru látnar sitja fyrir'. Ríkissjóðstillagið er safnið fær á ári til bókalcaupa og bókbands eru 12 þúsund krónur. Af þessu fje hefir á undanförnum árum íarið hjer um bil helmiiigur til bókbands, og hefir ekki hrokkið til, því mikið af bókum þeim setn safninu hafa borist undanfarin ár hggur enn óbundið. Er jeg spurði Jandsbókavörð að því eftir hvaða grundvallarreglum ha.nn keypti bækur til safnsins, svaraði hann því á þessa leið: Fyrst og fremst legg jeg áherslu á að fá setn mest til safnsins af bókum þeitn, sem snerta íslensk og norræn fræði. I öðru lagi leitast jeg við að gera liandbókasafnið svo gdtt, að menn geti þar fundið upylýsingar um flest, er máli skiftir. í þriðja lagi reyni jeg að útvega mönnum fræðibækur, er þeir þurfa að nota til þess að fá nákvæman fróðleik um einhver efni, sem þeir eru að skrifa um. Notkun safnsins. Útlán af safn- inu voru árið sem leið, sem hjer segir. Til lántakenda utan lestrar- sals voru lánuð 6540 bindi til 584 lántakenda. En á lestrarsal voru lánaðar 12,708 bækur og ‘4294 handrit. Er í þessu sambandi þess að gæta að sama bókin og sama handritið er stundum marg oft lónað fram á salinn til sama mannsins. Að lokum segir G. F.: Um mörg ár hefir verið unnið að því að semja spjaldskrá, yfir bækur safnsins og hefir mag. Pjetur Sigurðsson, sem reynst hef- ir safninu ágætur starfsmaður, er jeg nú verð að missa af því að honum býðst annað betra, lagt síð- ustu liönd á það verlc. Stahda nú á Lestrarsalnum lilið við lilið skrá yfir ba>kur safnsins, sem raðað er eftir efni samkvæmt tugakerfinu (Deweys kerfi), og höfundaskrá, þar sem nöfnum höfunda og rita þeirra er raðað eftir stafrofsröð, svo að hægt er að sjá í einni svip- an livað til er í safninu, eftir hvern höfund. í báðum þessum skrám er íslenskum ritum og ritum sem ís- land snerta raðað sjer í deild á uiidan útlendu bókunum. Skráin nær yfir bækur safnsins til síðustu áramóta og verður henni auðvitað haldið áfram hvert ár. Og mikið verk er óunnið til að gera skrá yfir sjerstök efni í íslensku deild- inni t. d. skrá yfir það, sem er á víð og dreif í blöðum og tíma- ritum um þjóðleg fræði, skrá yfir j.ýðingar úr útlendum málum á úlensku og svo framvegis. — Það verður gert eftir því, sem vinnu- kraftúr leyfir. En méð skránni er nú fenginn sá lykill að safninuj sem notendum þess er tihómetan- legs gagns og hefir fátt glatt mig meira síðan jeg kom liingað, eh að fá þessu komið í sæmilegt horf. Um útlánin í lestrarsalnum fekk jeg þessar upplýsingar: Langmestur hluti þeirra bóka, sem notáðúr er á lestrarsalnum eru bækur, sem nálmsfólk við skóla þá, sem hjer eru í bænum þarf á að lialda við nám sitt, og aðrar fræðibækur af ýmsu tægi. Lestur skáldrita er lítill þar, og f'er hann minkandi ár frá ári. Blöð og tímarit eru talsvert lesin þar, ekki síst erlend tímarit. Fornritin íslensku eru ekki inikið lesin, og er það helst námsfólk, er þau les. Landsbókavörður hefir fengið sjerstaka stofu af rúmi þjóðskjala- safnsins til að hafa sjerlestrar- stot'u l’yrir þá fræðimenn, háskóla- kennara og aðra, er lieldur kjósa að sitja í fámenni og fá þeir þang- að hanclrit og annað, er þeir þurfa. Þar liggja og til lestrar öll læknis- íræðistímaritih. Bókaútlánið út frá safninu er með alt öðrum hætti. Um eða yfir í/s af þeim bókum, sem lánaðar eru til lestrar aniiarsstaðar, eru skáldrit. Mest er lánað af skáld- ritum á Norðurlandamáluin og ensku, enda eru þier deildir auð- ugar. Fræðibækur eru lánaðar úr allskonar greinum, Mikið er lánað ef æfisögum og ferðasögum og ennfremur .allmikið a’f norrænum fornbókmentum. Um 4—5 þús. handrit eru lánuð á lestrarsalinn á ári. Að undan- skildum handritum þeim, sem stú- dentar nota, er stunda norrænu- nám, er langinest lánað af ættar- tölum og rímnahandritum. Iljer er þá dregið saman í stutt mál, yfirlit yfir hag og notkun Landsbokasafnsins. Geta menn af því gert sjer í hugarlund, hvort safninu sje sá sómi sýndur, sem vera ber. Menn aðgæti t. d., liversu inik- ið safnið jókst árið sem leið. Það fær gefins 1247 bindi frá útlönd-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.