Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1929, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1929, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 29tí artotura uppi í ræðustólnum og sagði skilið við fylgd þess aragrúa af mönnum, sera ekki skildi liann til hlítar. Sjálfur tar liann mjög hrærður; en mjög opinskár. Hann byrjaði ræðuna með því að Segja þeSsa smásögu, til þess að skýra afstöðu súia. Djöfullinn Og vinúr haiis einn voru eitt sinn á gangi saman. Þá sáu þeir mann taka eitthvað upp íif götu sinni og stinga því í vas- ann. Djöfullinn spurði: Sástu hvað hann var að gera, þessi? Já, sagði vinur lians. Hann tók upp sannindi og stakk þeim á sig. I>að var ljóta greyið fyrir þig. Nei, öðru tlær, sagði djöfsi, jeg er að hugsa um að láta liann stofna fjelag utan um þau. Menn eiga vitaskuld að lesa það út úr sögu þessari, að ef einhver sannindi eru tekin í þjónustu fje- lagsskapar, missa þau nokkuð af gildi sínu og mætti, Kcishnamurti óskar engra lærisveina, og einskis fyrir sjálfan sig. Þeir fáu sem boðskapinn skilja, þurfa engan fjelagsskap og liinir, sem í sjálfu sjer eru andlegir kryplingar, eru engu nær, þó að þeir sjeu i starf- andi fjelagi. Fjelagssamtök og trúarbragðakerfi eru sannleikan- um einskisvirði. Hann sagði blátt áfraiu, að hann áliti það hiægilegt, að lialda fjelagsskapnum áfram, þegar þess var gætt, hve hann Iiet'ði verið vanmegnugur í því, að breyta líferni fjelagsmanna. Þó að fjelagsskapnum verði slit- ið ætlar Krishnamurti að halda áfram starfi sínu, og vinna að því með sama áhuga og áður að gefa mönnum frelsi. Ræða hans var skipuleg og flutt af andagift. Það kem fyrir að áheyrendur Ijetu á- nægju sína í ljós, en hann baðst undan slíku. A hverju kvöldi meðan fund- iruir standa yfir, er tjaldborgar- bálið tendrað í einu skógarrjóðr- inu. Annie Besant kveikir bálið, en Krishnamurti heldur ræðu og syngur við og við indverska lof- söngva. Auk þess er þar oft liljóð- færasláttur. Að lokum sitja allir þöglir um stund. — tííðan leiðir Krishnamurti hina öldruðu Annie Besant að bíl sínum. Hún er ávalt hvítklædd, á út- saumuðum skóm. Ilún er lítil og hokin við hliðina á uppeldissyni sinum. Og hver veit hvað hún hugsar, um hið síðasta verk hans, og um það, lxvert málefnum þess f jelagsskapar, sem hún stofnaði er nú stefnt. Fundirnir í Ommen verða haldn- ir árlega eftirleiðis, og álíka fund- ír verða haldnir í Indlandi, Ástral- íu og Kaliforníu. En sjálfur fje- lagsskapurinn, sem margir hafa gefið alnbogaskot, er nú úti. — Foringi liaiis hefir nú lagt fylgd- arlaust út í óvissuna. Enginn veit hvers virði hann og starf hans verður fyrir heiminn. En enginn getur efast um að hann elur brenn- andi sannleiksást í brjósti, og hann örvar menn, sem hann nær til, til þess að bæta líferni sitt og leita sannleikans. Mönnum hefir verið hætt við að krefjast ákveð- iuna lífsreglna og sjerkennilegrar framkomu af manni sem honum, en hví skyldi þess þurfa? Enginn vafi er á því, að hann er merkilegur maður — braut- ryðjandi, enda þótt það sje ekki áform lians að stofna til nýrra l: úarbragða. Alt slíkt er honum andstætt. Hann vill vinna á vett- vangi lífsins. Fræðslutímar' hans eru ákaflega merkilegir, þar sem menn leggja fyrir liann spurning- <■ r og hann svarar þeim. Haun er maður framúrskarandi gáfaður, og þegar spurningar eru lagðar fyrir hann, er honum þykja eigi fram- bærilegar, svarar hann þeim með beittu háði. Hver sá sem hefir heimsótt tjaldborgina í Ommen, getur gert sjer í hugarlund, að af þeirri hreyfingu, sem þar er á ferðum, geti margt merkilegt sprottið. Smœlki. Lækuirinn : — Þjer eruð nú al- veg læknáður af heyrnarleysinu. Nú vildi jeg biðja yður að borga mjer 100 krónur, sem þjer skuldið mjer. Sjúklingurinn: — Ha? Hvað segið þjer? L.: — Þjer eigið að borga mjer 100 krónur! S.: — Þakka yður fyrir, og hver sendir mjer það? L.: — Þjer skuldið mjer 100 krónur. tí.: — Ekkert að þakka. Hvað skulda jeg fyrir lækninguna? L.: — Ekkert 1 Læknirinn: -— Þjer heilsið altaf svo vingjarnlega. Jeg minnist þess ekki að hafa lrynst yður. -— Jeg send í þakklætisskuld við yður, herra læknir. — Jeg minnist þess heldur ekki að hafa læknað yður. — Nei, herra læknir. Jeg er lík- kistusmiður. Gamla konan; —- Hvernig stend- ur á því, að þú ert miklu minni en bróðir þinn? Drengurinn: — Það er af því, að jeg er bara hálfbróðir lians. Dómarinn: — Eruð þjer alveg \iss um að ákærði hafi verið ölv- aður? Lögregluþjónninn: — Nei. Alveg viss er jeg ekki. En konan hans sagði, að liann héfði koinið_ heim með spýtu, sem hann var að reyna að spila á eins og munnhörpu. Nemanda á unglingaskóla var skipað að biðja afsökunar á því að liann hefði reitt hnefann á móti kennara sínum. Hanu orðaði af- sökuuiiia á þessa leið: — Jeg bið yður afsökuuar á því «ð jeg reiddi framan í yður linef- ann, en barði yður ekki. — Þú ert að gorta af því, að þú borðir eltki annað en ávexti. Hvað kallarðu það þá, þegar þú borðar bauta, eins og núna? — Jeg kalla það forboðinn ávöxt. Kandidatinn: Hvenær ætlar þú (• ginlega að taka próf? Gamall stúdent: Á sumrin einset jeg mjer að taka prófið um vetur og á vetrum ákveð jeg að taka það um sumarið. En svo er altaf svo heitt á sumrin og svo kalt á vet- urna. Nú bíð jeg aðeins eftir mild- um vetri eða köldu sumri, og þá skaltu sjá, að það kemst á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.