Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1929, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1929, Blaðsíða 2
é38 ÍJSÍiOK MORGtJNBLAÐSlNS Magnússkirkjan í Kirkjuvogi. unni mest allar ciiriir sínar (um 50 þús. sterlingspimd.) KirkjaU er 234 fet á lengd (þar af er kórinn 86 i'et) og 56 feta breið. Á henni eru alls 103 glugg- ' ar og er sá stærsti 3'6 feta liár og 12. feta l)reiður og glerið í hon- um framúrskarandi fagurlega mál- að. l>akið hvilir á 32 súlum úr rauðum sandsteini. Hæðin , und'ir ris er um 70 fet, en turninn er um 150 fet á hæð. Magnússkirkjan er notuð til guðsþjónustugerða enn í dag og maður verður snortinn af einhverj- um hátíðleik er maður situr í þess- ari gömlu og veglegu kirkjubygg- ingu, þar sem guðsorð hefir verið boðað í nær 800 ár, bæði í blíðu og stríðu, sorg og gleði, stríði cg friði. í’jöldi ferð'amanna kemur til Orkneyja hver-t sumar og eru það því margir sem koma að • skoða kirkjuna. Hún er opin nokkrar stundir á dag og þar er altaf mað- ur, sem sýnir gestum alt, sem þá fýsir að sjá. Orkneyingar eru viðmótsþýðir 'cuog gjörfulegir menn, en flestum norrænum siðum hafa þeir glatað. Stafar það af því, hvað eyjarnar liggja nærri Skotlandi, og hefir áhrifa frá Skotum gætt miklu meira þar heldur en á Hjaltlandi. Orkneyjar eru yfirleitt lágar í lofti og sljettlendar, talsvert lægri heldur en Hjaltland. Á sumum eyjunum, t. d. Shapinsey, Straum- ey, Sandey og Syðri-líín'dldsey er hjer um hil % ræktað land er gefur af sjer frábæra uppskeru. Hæsta fjall í Oi’kneyjum er Ward Hill (1564 fet) á Háey og þar eru líka tvö næsthæstu fjöllin, Ouilags (1420 fet) og Knap of Trowieghen (1309 fet). Annars er víðast hvar sljettlendi og hæð- ir ekki hærri en 6—800 fet. Um 34 sjómílur frá Háey er Súlnasker vestur í hafi. Var þar reistur viti fyrir svo sem manns- aldri. Þarna er hættulegur staður fyrir siglingar, flesjur, boðar og sker úti í reginhafi og eflaust hdfa áður fyr farist þar mörg skip og e'kkert til þeirra spurtst. Á Súlna- skeri hafast, ekki við aðrir menn en þeir, sem gæta vitans. Skiftast menn á um að vera þar nokkrar vilcur í senn, en annars eiga vita- verðirnir heirna í Straumnesi, þar hefir verið bygt hús handa þeim. Súlnasker er 35 e'krur að flat- larmáli og þar er ógrynni sjó- fugla, langvíur, lundar, álkur, teistur, ritur, súlur o. s. frv. Engar stórar ár eru í Orkneyj- um, en þar er fjöldi vatna og eru þau samtals 20 þús. ekrur að stærð. Pentlandsfjörður er em hin verstd siglingaleið, því að þar er ógurlegur straumur (fer stundum með 12 mílna hraða) og þegar hvast er, eru þar æg'ilegir brot- sjóir og hringiður. Tvær hringið- urnar eru verstar, Wells of Swöna og Swellde of Strona og eru þær oft ófærár skipum. í firðinuin er mikið 'af boðum og skerjum, en þó fer þar fjöldi skipa um, eink- um togarar. Þess vegna eru vitar þar þjettari e'n á nokkrum öðruin stað í Bretlandi. Af skipi geta menn sjeð 8—10 vita í senn. — 4— I Orknevjum er mikið af forn- minjum. Rjett hjá þjóðveginum á Hrossey, miðja vegu milli Kirkju- vogar og Straumness, er Maes- howe, haugur mikiil, 36 feta hár og 92 fet í þvermál. Haugitr þe'ssi er holur innan og þakinn helínín og eru sutnar þeirra gríðarlega stórar. Þar inni er sálur, 13 feta hár og auk þess ' tvö minni her- bergi. Tnn í .salinn liggja þröng og lág göng, - 54 fet á lengd, en ekki nema 2—3 fet á breidd og 2— 4 fet á hæð. Verður maður því að ganga kengboginn inn í salinn. Duncan J. Robertson, konsúll Dana í Orkneyjum, fór með rnjer til Maeshowe. — Varð jeg hálf hvumsa við er hann benti mjer á stóran grænan hól og segir að við eigum að ganga í hann. Þessi haug- ur er eitt af því meidiilegasta, sem jeg héfi sjeð um æfina, og sá, sem þangað kerixur mun aldrei geta gleymt honurn. Léyfi þarf að fá hjá bóndanúm, sem á háuginn, til þess að skoða hann og kostar það 1 shilling. Við fórum því fyrst heim á bæinn til þess ' að fá íjeð an lykil áð háugnum, og ung stúlka — jeg hygg að það hafi verið dóttir bóridá — fylgdi okkur. Áð sjálfsögðri vrir riiðamyrkur inui í haugnum og höfðum við því Ijós með okkur, en hin bleika Ijós- glæta gerir alt furðulegra pg tröllslegra þegar inn er komið. —• Stixlkan fræddi okkur rrm alt, sem hún vissi um hariginn, en þáð var elrlíi nóg. Hún romsaði þessu upp úr sjer ög var auðheyrt að hún hafði lært það ufan að. • Menn ætla að Maeshow'e sje um 400(4 'gamall, en enginn veit trieð vissn, hverjir hauginn lrafa gérí, nje til hvers hanu liefir verið notáður; Áj: stéína itírii í 'salnum eru mtar rttnir, 's'em meðál ann- ars segja frá því, að norskir Jór- salafarar hafi komið inn í háúginn áríð 1152, er þeir vöru á leið til landsins helga, og að Ingibjörgu, hinni ltynbornu, hugumstóru og fegurstu allra kvenna, hafi"þótþ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.