Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1929, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1929, Blaðsíða 6
422 Hver áhrif skyldi nú þetta at- \ik‘hafa á kærleika barnsins til allra raanna? Gamla konan í Stíghúsinu. Það var líka í' sama þorpinu, að stórir drengir höfðu þann ósið, að fara með hávaða og söng um götuna þá er kvölda tók, og voru að því fram á næt- ur. — ÞÓ þeir sem við götuna byggja fegnir vildu hvílast og sofa í næði fengu þeir það ekki. Þetta var að vísu sök sjer fyrir þá sem heilbrigðir voru. En öðru máli var að gegna með þá er sjúkir voru, þeim kom þetta afarilla og kvörtuðu sáran, því allir ættu að vita að „gott er sjúkum að sofa“. 1 húsi við götuna lá eina nótt gömul. kona þungt haldin og að dauða komin. Um miðja nótt fekk hún þá hvíld að geta sofnað. En að vörmu spori gall við úti fyrir söngur og háreysti nokkurra ungra manna isem fóru þar framhjá og komu af „balli“. ' Vesjings gamalmennið hrökk upp og sagði lágt: „Ó, að jeg skyldi nú ekki fá að njóta þess- arar værðarstundar“. — Síðan stundi hún þungt, — kiptist við — og hávaði drengjanna ónáð- aði haná ekki framar. — Fleiri slæmar sögur gengu um unglingana í þorpinu, því iðjuleýsi og hugsunarleysi um lífið kom þeim til að vera að slæpast allan daginn fram á nætur. En unglingar, fullir af fjöri og óþreyttir af erfiðleikum lífsins,' geta ekki annað en haf- ast eitthvað að, því tóku þeir sjer margt misjafnt fyrir hend- ur, — því vondir voru þeir ekki og duglegir voru þeir, og marg- ir gæddir góðum mentunarhæfi- leikum, en þetta var vondur vani. o. o. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4 ára miljónamæringui Fyrir skömmu var kveðinn upr> dóinur í erfðaþrætumáli fyrir und- in*jetti í Helsingfors. Hafði anðug ekkja, Marie Asknlin-Ingelberg óberstfrú, arfleitt fjögra ára töl-u- barn, Carl Johar. Nils Anders Lundgren að öllum eigum sínum. Drengurinn er óskilgetinn og tók hún hann að sjer þegar hann var í barnaheimili í Stokkhólmi. Ætt- ingjar manns hennar höfðuðu mál og vildu fá erfðaskrána dæmda ógilda, en rjetturinn lcomst að þeirri niðurstöðu, að hún skvldi vera gildandi. Það eru engar smáræðis eignii', sem hjer er um að r eða. Það eru 150 miljónir finskra markra, eða um 18 miljónir íslenskra króna. Mest af því stendur í fasteignum, svo sem timburverksmiðjum. Erfðaskráin er að mörgu leyti merkileg. Þar er meðal annars tckið fram, að barnfóstrur drengs- ins skuli halda stöðum sínum þang- að til hann fari að ganga í skólá. Ein þeirra á þó að vera hjá hon- um meðan hún lifir og ganga hon- um í móðurstað. Þegar drengurinn fer að ganga í skóla á að útvega honum lífla*kni, sem ekki á að gera neitt annað en vaka vfir heil- brigði hans. Prá því hann er 8 ára á hann að hafa fastan- hús- kennara og þangað til hann fer á æðri skóla. En ef drengurinn er ekkj ánægður með kennarann, á hann þegar að fá anm-T Í hans stað. Kennarinn má ekki yfirgef * liann eitt augnablik og verður að sofa í sama herbergi og hann, en hjúkrunarkona skal altaf vera til taks í næ.sta herhergi. Meðan hann er í skóla á hann að fá 200—600 mörk á hverjum mánuði í eyðslufje', en þegar hann hefir lokið stúdentsprófi á hann að fá 5000 mörk á mánuði í eyðslu fje meðan hann er í Finnlandi. Að námi loknu ^kal hann vinna eitt ár við timburverksmiðjuna fil þess að kynnast starfinu þar. Síð- an skal hann dvelja e'tt ár í Eng- la'ndi, að minsta kosti, og vinna þar hjá fulltrúa firmans. Síðan á hann að fara tU Partsar og þar Stökur föRikoimnnar. Rændi sólu rökkurdimm . reynsluskóla ganga, því mig ólu örlög grinrui undir njólu vanga. Fyr var liali heitbundin — hlýju falin vooa. Eiu við dalamóann mtnn má jeg hjala svona. Sá er átti ylinn þann undi smátt þeim liita; alt fór látt því jeg og liann aðeins máttu vita. Heimsins hlíða er söm við sig, svrtir lýða veginn. Kaus hann Fríðu, en kvaddi mig köldu níði sleginn. Öllum megin þrevttu þá þvrnar eigin leiða, heillum flegin helt jeg á húsgangs veginn breiða. Oft mig níðir náunginn — nöktu svíður skinni — liefir tíðast heimurinn horn í síðu minni. Stundum hædd og lirakin eiu hyggju mædd af vosi ; oft mig na*ddi inní’ hein undan Jæddu brosi. ' Svrtir haginn sorg á brám, sól þó daginn gylli. Sama lagið rómi rám raula jeg hæja milli. Fjalla leyni hefi jeg hitt, harðan reyni beðinn, nú er eina athvarf mitt upp við steininn freðinn. Deyða andann ekki fá eyði sandar skygðir. Fyrir handan fjöllin há finnast landabyggðir. Hjálmar Þorsteinsson. Hofi. má hann eyða eins miklu fje og hann vill. Og þegar hann hefir kynst París, á hann að hverfa heim aftur og taka við forstjórn firm- aii8 .Toh. Askolin Forsby. ♦ * »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.