Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1929, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1929, Blaðsíða 8
424 4. mynd. í baksýn eru pyra- mídar* en þeir eru aðeins- til í Egyptalandi. Þáð er því vitlaust að sýna þar tígrisdýraveiðar á fílum. Tigrisdýr eru í Asíu og þar tíðk- ast þessi veiðiaðferð. Fílar eru að vísu í Afríku, en ótamdir. Það má líka sjá það á eyrunum á þessum fíl, að hann er ekki afríkanskur; á þeim eru eyrun miklu stærri. 5. mynd. Zebradýr eru hvergi til nema í Afríku. Það er því rangt að flytja þau í rússneskt umhverfi (sjá kirkjuna í bak- sýn) og láta kósakka vera að veiða þau. 6. mynd sýnir Eskimóa vera að vejiða mörgæsir. Nú vita allir, að Eskimóar eru hvergi nema við Norðurheimskaut; en mörgæsir eru aðeins til við Suðurheimskaut og skakkar hjer því æði miklu. Margar ráðningar bárust, og sumar mjög ítarlegar. En þar sem erfitt er að gera upp á milli, verða Uokkrar bestu ráðningarnar valdar nr og dregið um, hver verðlaunin skuli fá. 1 næstu Lesbók verður skýrt frá úrslitum. lieilcibrot. Gimsteinakaupmaður nokkur átti 31 perlu. Voru þær for- kunnarfagrar og hinir mestu dýrgripir og var kaupmannin- um ant um það, að þeim yrði ekki stolið frá sjer. Og til þess að geta sjeð það undireins hvort nokkra perluna vantaði, raðaði hann þeim í hólfakassa eins og sýnt er hjer á myndinni, þannig að 12 perlur voru í hverri röð, hvort sem talið var upp og ofan eða þversum. Hjá kaupmannin- um var ófrómur búðarþjónn. Hann sá það hvemig kaupmað- urinn raðaði perlunum. Lang- LESBÓK MORGUNBLAÖSINS aði hann til þess að ná sjer í perlu, án þess að kaupmaður yrði var við. Tók hann nú eina perlu, en raðaði hinum þannig, að 12 voru enn í hverri röð. Daginn eftir ljek hann hið sama og gekk svo fimm daga í röð, að hann stal einni perlu á hverj um degi, en raðaði þeim, sem eftir voru þannig, að 12 voru jafnan í hverri röð og saknaði því kaupmáðurinn ekki perl- anna sem stolið var. En hvernig fór búðarþjónninn að raða perl unum á hverjum degi, þannig að altaf væri 12 í röð? Smælki. Bóndi: Með leyfi að spyrja, af hvaða kyni er hundurinn yðar? Kiiupstaðarbúi: Hann er af ætt bónda og afglapa. Bóndi: Nú, hann er þá í ætt við okkur báða! Annar foringinn: Hvað áttu við með því að segja, að það sje ekki ærlegur leikur hjá okkur? Hinn foringinn: Jú, þegar þú kemur með systur þína og lætur liana vera nð dufla við markvörð- inn okkar. Hinn kunni heimspekingur Fried- ricli Sehleiermacher var einu sinni prestur við þrenningarkirkjuna i Berlín, og þegar hann messaði, var kirkjan altaf troðfull. Einu siani var hann spurður að því í sam- kvæmi, hvernig á þessu stæði, og svaraði hann þá: í kirkjuna koma aðailega stúdentar, stúlku'r óg liðs- foringjar. Stúdentamir koma til ]>ess að hlusta á mig; stiilkúmar til þess að horfa á stúdentana og liðsforingjarnir koma til þess að Iiorfa á stúlkurnar. þrjá. Kaupmaður: Það þykir mjer ekki mikið, ef miðað er við þ*ð, hverju þú afkastar. — Hvers vegna hefir þú slitið trúlofuninni? — Végna fortíðar kærustunnar. Hvað liefir hún eiginlega gert af sjer? — Ekkert. Fortíð hennar ©r ó- flekkuð. en aðeins 20 árum of löng. Prófessorinn: Jæja, hvort okkar er það nú, sem er glevmið? Jeg kem heim með þina regnhlíf og mína regnhlíf. Frúin: Hamingjan hjálpi okkur! Hvorugt okkar var með lægnhlíf. þegar við fórum að heiman. I«afoldarprentsmiCja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.