Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1930, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1930, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGl : í AÐSíNS Reykjavíkur Apótek 1840. (Myndin er tekin eftir biýantsteikningu frá þeim tíma). komiu í þendur Islendings, varð það haiis mesta áhugamál að koma lienni fyrir í fullkomn- uni nýtísku hiisakynnum, með þeim besta aðbúnaði sem fáanleg- ur er. Var fyrst lengi vel í ráði, að reisa stórhýsi á lóðinni við Thor- valdsensstræti. En úr því varð ekki, he'ldur var apotekið flutt í þann umferðamiðdepil- bæjarins, þar sem það er nú. Við það hefir fjölmargt unnist. En það eina sem tapast hefir, er andrúmsloft það, sem ætíð fylgir stofnunum þeim, er gegnum hverf- ult tímanna rót eru starfræktar í sömu húsakynnum, sömu umgerð, iunan um sömu hluti og húsbúnað, þar sem enginn getur hreyft legg eða lið. eða tekið til hendinni,, nema að hafa það á tilfinningunni jið framliðnar kynslóðir hafi staðið í sömu sporunum, með sama hugar fari, sömu vinnu, sömu gleð'i og sorg. Þeir sem unnið hafa í gamla apótekinu við Thorvaldsensstræti hafa margs að minnast. Margt gerðist sögulegt í apotek- inu gamla. Merkustu „húsandar“ í Reykja- víkurapóteki við Thorvaldsensstr. eru frú Angelique Kriiger og Jón Tómasson, er bæði rjeðu sjer bana með því að taka inn eitur. Frú María Josefine Angelique Krúger var eitt sinn eftir því sem sagan segir, snemma dags á fót- um í borðstofu Apóte'ksins. Var hún þannig klædd, að hún var j náttkjól með slegið hár, Maður hennar, Krúger apótekari, var og þar í stofunni og varð þeim hjón- ■um sundurorða. Frúin hafði í hendinni meðalaglas með' karból- sýru i; og er henni rann svo í skap við mann sinn, að hún var til búin að leita örþrifaráða, kall- aði hún til hans, að ef hann ljeti eigi að orðum sínum, þá myndi hún súpa út úr karbólsýruglas- inu. Apótekarinn ljet eigi skipast við hótun konu sinnar, og sagði eitt-. hvað á þá leið, að hún mundi gera svo sem henni best þóknaðist. Gekk hann því næst út úr stof- unni og inn í lyf jabúðina; en hafði aðeins verið' þar drukklanga stund, er honum barst til eyrna að frúin hefði drukkið karból- sýruna. Atti hún skamt eftir ólifað er að var komið. Hiin var jörðuð í Jjeim hluta kirkjugarðsins gamla, er apóte'kið hafði þá fengið fyrir blómgarð. Ótal sögur hafa heyrst og gerst er snerta þessa ólánssömu konu, eftir fráfqll hennar. í borðstof- unni hefir hún sjest, og víðar, í náttkjólnum, með slegna hárið'. En það er nú svo, að þeir sem aldrei hafa orðið við neitt varir líta oft svo á, að hver taki upp eftir öðrum og þykist sjá og veÝða varir við það sem aðrir hafa þóst verða varir við, sögusagnirnar sjeu undirrót nýrra atburða og sögu- sagna. En einn atburður gerðist fyrir nokkrum árum, sem settur er í samband við frú Krúger, en ó- mögulega .getur átt rót sína að rekja til þess, að sögusagnir hafi haft þar áhrif á. Þann 14. júlí 1922 kom hingað til Reykjavíkur austurrískur töku- drengur, til sumardvalar í Reykja- víkur Apóte'ki. Hann var þreyttur eftir sjóferðina, og var vísað til sængur uppi á lofti, undir eins og hann kom. Þann sama dag giftu þau sig í Kaupmannahöfn Þorsteinn Seh. Thorsteinsson eigandi apóteksins og Bergþóra Patursson. Foreldrar Þorsteins og systkini bjuggu í Apótekinu, og var efnt þar til gleðskapar í tilefni af gifting- unni. En hinn ókunnugi austur- ríski drengur svaf uppi á lofti meðan á því stóð. Um miðnætti kom herbergiS- nautur hans inn til hans, og ætlaði að ganga til rekkju. En í því rís pilturinn á fætur. Sást á látbragði hans að hann gekk í svefni. Gekk hann lít úr herberginu, niður stiga út í eldhús, út um litlar bakdyr og lit í blómagarðinn. Gekk hann hægt og stilt sem kunnugur, þó aldrei hefði hann farið þessa leið. Er hann eigi þurfti að taka til höndum til þess að opna hurðir eða þess háttar — hjelt hann fómandi höndum á brjósti sjer. Þá hann kom út í blómagarðinn gekk hann rakleitt að leiði frú Krúger, kraup þar á knje og fórnaði höndum stundarkom. En síðan gekk hann sömu leið til hvílu sinnar, án þess að vakna og ,svaf til morguns. Um morguninn var hann að því spurður, hvað hann hefði dreymt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.