Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1930, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1930, Blaðsíða 7
~---■ —---------- — ........... svo mikið betnr. Svo er líka inn- dælt að láta sig dreýma í rökkri. Finst yður ekki? ‘— Jú, það er dreymandi, — indælt. Þjer — eruð •— dr-aumur! stundi kann upp. Hún sat við hlið hans á sófan- um og færði sig nær. — Nú skal jeg láta yður dreyma, hvíslaði hún og snart höfuð hans með lófa sínum. Hann fann eins og bálstraum leggja frá hvirfli og niður í tær. Hann greip um hönd hennar og ætlaði að draga hana að sjer. — Uss! sagði hún og sleit sig af honum. — Nú skal jeg spila fyrir yður. Og hún gekk að píanóinu og byrjaði að spila. Aldrei hafði hann heyrt annan eins hljóðfæraslátt. — Það var eins og jörðin geftgi í bylgjum und ir fótum hans og höfuð hans vissi ýmist upp eða niður, — eða eins og jörðin bráðnaði sundur og yrði að engu, en ljósvakabylgjur geim- djúpanna rifu sál hans í fang sjer og þeyttu henni þúsundir ljósára í ýmsar áttir. Hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hrifningin frá stúlkimni og hljóðfæraslættinum lyfti honum í þær hæðir að hann snarsundlaði. En nú hætti hún alt i einu að spila og kom og settist við hlið hans. — Jæja, um hvað dreymdi yður? spurði hún og strauk lófunum, mjúkum og heitum, um kinnar hans. — Um yður, hvíslaði hann eins og í draumi. — Mig hefir dreymt um yður lengi, lengi. Jeg elska yður, Veiga, sagði hann klökkur og hrifinn. — Jeg skal altaf halda áfram að elska yður, jafnvel þótt þjer hrindið mjer frá yður, halda því áfram alla mína æfi, uns jeg dey. Hann dró hana að sjer og hún ljet sig falla í fang hans. Hann kyssti hana löngum, brenn andi kossi, fyrsta kossinum, sem hann gaf nokkurri konu. Þau hrukku við og hvort frá öðru. Einhver kom inn um dyrn- ar og kveikti á rafljósinu. Það var gamla konan, móðir Veigu. LESBOK MORGUNBLAÐSINS — Siturðu hjerna i myrkrinu, Veiga mín. Hún þagnaði og leit spýrjandi á Hjalta. — Þetta er Iljalti Ásláksson, skrifstofumaðnr, góðkunningi minn, sagði Veiga. Iíjalti heilsaði gömlu konunni og leit svo með hálfum huga á stúlkuna, sem hann elskaði. Það var eins og hann væri hræddur við ofbirtu í augun. Hann renndi aug- unum og sá —* — Honum hefði ekki orðið meira um, þó'tt honum hefði verið difið í 70° heitt vatn og hrint svo út í 60° frost,- Var þetta stúlkan, sem hann hafði kyst og sagt að hann myndi elska til dauða dags? — Vill ekki herrann þiggja kaffi sopa? spurði gamla konan. —- Nei, fyrirgefið. Je'g man nú að jeg gleymdi að koma áríðandi brjefi til skila. Og hann rauk á dyr, án þess að kveðja án þess að muna eftir húf- unni sinni. Daglegt brauð. Fjeð er hjá mjer á fÖrum og fjandalega statt. Hvað heldurðu’ að kerlingin heimti? —• Hatt. — En ef hún fær kjóla og klæði og' klúta og fiður og dún. Hver heldurðu’ að hlýji bólið? — Hún. — • Jeg lýg mjer til fylgis eg friðar, og feta hinn breiða veg. Hver er svo Jónasar jafni? — Jeg. — Og þegar alt er á þrotum og þorstinn kemur til mín. Hvað heldurðu’ að varirnar væti? — Vín. — En kerlingin hornauga hefir og hryllir við glasi og stút. Jeg álpast um eldhúsdymar — út. — Hvar fæ jeg heilnæma bjóra? Hvar get jeg drekt minni sorg? Eitt hótel er best í bænum. — Borg. — 159 Þaðan jeg heimleiðis þramma. Við Þórdísar hattamál. Skonrok er skínandi matur. — Skál! — 7i. Hitt og þetta. Amerísk auglýsing. Sagan gerist í Ameríku — í stórborginni New York. Þar liafði verið reist glæsilegt nýtísku hótel, þar sem auglýstar voru sje'rstak- lega góðar og sjerstaklega ódýrar ostrur. Ostrur þykja góður matur og viðskiftavinir hótelsins urðu þegar frá fyrstu byrjun fjöl- margir. En þó var gestgjafinn engan veginn ánægður — hann vildi hafa miklu fleiri. Svo einn góðan veðurdag finnur einn gest- anna dýrindis perlu í einni ostr- unni. Ætlar hann að lauma helini í vasann, — en gestgjafinn hafði tekið eftir honum og kom nú og heimtaði perluna. Gesturinn neit- aði að láta hana af hendi svo að úr þessu urðu málaferli, sem end- uðu þannig, að ge'sturinn vann. En skömmu seinna fanst önnur perla í ostrunum. Og að þe'ssu sinni sýndi gesturinn hana öllum, því að nú gat hann skírskotað til lagafyrirmælis, sem mælti svo fyr- ir, að hver sá, sem fyndi perlu ætti hana. Fleiri perlur fundust í ostrunum á hótelinu, og loks komust blöðin í málið; þetta var efni fyrir þau. Blaðamaður nokkur snapaði það uppi, hvar þær væru teknar, og það stóð heima, þar voru talsvert stundaðar perluveiðar: — Og nú „sprakk bomban“. Allir vildu freista gæfunnar við perluveiðam- ar í „ostruhótelinu“, það yfir- fyltist á skömmum tíma — og nú var gestgjafinn ánægður. Málið var ofur einfalt. 1 skúffu gestgjafans lá slifsisnæla, það vantaði aðeins í hana perluna. Hjá nælunni láu nokkrir reikn- ingar, sem allir hljóðuðu upp á ódýrar perlur. Auglýsingin var sniðug og hún margborgaði sig. i 1 f Leipzig var sú nýung nýlega upp tekin að smíða bíla, með smá- borðum milli sætanna. Eru borðin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.