Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1930, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1930, Blaðsíða 8
160 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Mynd þessa af Hindenburg á að reisa í bæ einum í Slesíu nú á næstunni. — Er myndin 3meter á hæð og á að vera á 2 metra há- um fótstalli. Brúðkaup Eddu Mussolini. Hjer er mynd af Eddu Mussolini og Ciano greifa, et- þau ganga úr kirkju eftir hjónavígsluna. Svart- liðar heilsa þeim að ítölskum hermannasið. ýmist notuð sem matborð eða sem spilaborð og þykja gefast vel. Pyrir nokkru fæddist í Olmuetz í Tjekkoslóvakíu barn, sem hafði fjóra fætur, fjórar hendur, tvö andlit á einu höfði og tvö hjörtu. Það lifði aðeins í klukkutíma. Lík- ami þe'ss er geymdur í læknisfræði- safninu í Olmuetz. Stúlka nokkur í Ungverjalandi var svikin í ástum af manni, er giftist skömmu seinna. Til að hefna sín á honum, hengdi stúlkan sig fyrir framan kirkjudyrnar, og var hún dáin, þegar gestirnir komu úr kirkju. Hún hafði skrifað á miða orsökina að sjálfsmorði sínu. Aljekkin, skákmeistarinn heims- frægi, dvaldi nýlega í Noregi, og tefldi þá fjölskákir við marga af frægustu taflmönnum Norðmanna. Þe'ss er til dæmis getið að hann tefldi einu sinni við 35 Oslotafl- menn í einu og vann af þeim 24 skákir, gerði jafntefli í 7 en tapaði aðeins 4. í Rúmeníu var verið að yfir- heyra kommúnista einn, sem hafði gert sig sekan í uppþoti. Tveir kommúnistar aðrir brutust inn í rjettarsalinn, köstuðu reykbomb- um, og tókst þeim að hafa fjelaga sinn á burt me'ð sjer. Ungur bílstjóri í Vín var færður á geðveikrahæli, eftir að lögreglu maður hafði komið í veg fyrir að hann fremdi sjálfsmorð. —• Hann gaf þá skýringu, að sjer hefði ekki tekist að fá flibbaun til að fara vel um hálsinn á sjer, og hefði sjer því fundist lífið einskis virði. Maður nokkur í Prag var að berja konu sína, svo að nábúar hans sáu til. Vakti þetta athæfi hans svo mikla gremju, að múgur manns safnaðist að og myndi hafa drepið manninn án dóms Og laga, ef lögreglan hefði ekki skorist í leikinn. Herferð móti engisprettunum. Yfir suðurhluta Rúmeníu geysar nú hið mesta -eúgisprettufár. Engi- spretturnar eru í stórhópum, svo þykkum og miklum að þeir eru sem stórir dökkir skýjaflókar til að sjá. Þær hafa gert mikinn usla eyðilagt trjálaufið á 300 hektara landsvæði, svo að orðið hefir að höggva skóginn á því svæði. Til þess að stöðva hópinn, sem heldur stöðugt áfram norður á bóginn, hefir nú herdeild verið send suður- eftir. Á h'ún að grafa þar langar og djúpar grafir, ráðast síðan á hópinn með hrísvöndum, þegar hann fer yfir, og þvinga hann nið- ur í grafirnar. Gerhard Folgero heitir norskur skipstjóri sem ný- lega kom til Kúbu eftir að hafa siglt frá Noregi yfir Atlantshafið í litlum seglbát. Fe'rðinni ætlar hann að halda áfram til megin- landsins og sigla síðan upp Missi- sippi til Minneapolis. — Hann er einn á bátnum og lagði af stað 11. maí síðastl. ár. íaafoldarprentsmltija h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.