Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1930, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1930, Blaðsíða 1
JfWorgtwíMadsiiw® 37. tölublað. bunnudaginn 21. september 1930. V. árgangur B1RRB5IB. Eftir lón Kjartansson, ritstjóra. Á uppvaxtarárum mínum í Vík í Mýrdal, var fýlatíminn mesta tilhlökkunarefni okkar krakkanna, en svo nefnist sá tíini ársins, þegar farið er í björg eftir fýlungunum .Enn meiri varð þó tilhlökkunin eftir að jeg var orð- inn fullþroska og fjekk leyfi til að fara í fýl þá dagana sem farið var í stórsigin. Tók það venjulega þrjá daga að fara í stór- sigin og voru þá fýlamenn fjórir. tveir frá hvorum Víkurbænum; aðra daga voru þeir aðeins tveir. Einnig voru tveir drengir eða ung- lingar til þess að tína saman. Fýlatíminn byrjar venjulega þeg ar 17 vikur eru af sumri og í Vík tók það vikutíma að drepa fýlinn. Mikinn útbiinað þarf áður en lagt er af stað í björgin. Fýlamenn fá sjerstakan klæðnað inst og yst; þarf hann að vera úr vel sterku efni, því áreynslan er mikil. En ekki þurfa fýlafötin að vera „fín“, enda venjulega ónothæf til alls eftir notkunina í fýlnum. því vinnan er óþrifaleg. Venjan var sú, að sauma ullarflóka innan í buxur sigamanns, á mjöðmum og hnjám, til þess að verjast mari undan bandi eða af árekstri. Einn ig höfðu surnir sigamenn ullar- flóka innan í höfuðfatinu. Böndin eru reynd vandlega áður en farið er í björgin. Er annar endinn settur fastur við staur og 4—6 karlmenn toga af afli í hinn endann. Komi minsta veila í ljós á bandi við raun þessa, er það ekki notað. Þegar sigamaður hefir klætt sig í fýlafötin, bindur hann á sig h j á 1 p a r ó 1. Er vaðurinn hafð- ur innan undir ól þessari og á siga maður þá hægara um vik í sigi. Þá Óskar Jónsson l Vlk i sigi i Hrafnatindi. hcfir sigamaður vopn í hendi er nefnist klappa; er það eins- konar liainar með hvössu nefi og álnarlöngu skafti. Klappan er fest um úlflið mannsins með mjórri ól. Með klöppunni drepur sigamaður- inn fýlinn og notar hana sjer tii hjálpar í sigi og lausagöngum. Sum ir sigamenn nota sjaldan vopn þetta í fýlinn, heldur taka þeir fuglinn með hendinni og stinga hauskúp- unni upp í sig og bryðja. Eru þetta óþrifalegar aðfarir, en fugl- inn drepst þá strax og kvelst ekki, scm oft vill annars verða þegar hann er rotaður með barefli og þcss ekki gætt að drepa hann al- veg. En fýlunginn er lífseigur mjög. Áður fyr höfðu sumir siga- menn þá venju, að drepa ekki fýl- inn í bjarginu, heldur vængbrutu liann og köstuðu honum þannig niður. Var þetta gert til þess að (fuglinn rifnaði síður í fallinu nið- ur. Nú þekkist ekki þessi aðferð lcngur. — Áður en hjer varð „þurt land“ f'engu sigamenn fýlapela í nesti; var það peli af brennivíni, er þeir skyldu hafa sjer til hress- ingar. Nú þekkist ekki fýlapeli leng ur. Drengirnir, sem tína saman, hafa með sjer barefli, klöppu eða annað verkfæri og fýlasnæri. Þeg- |ar þeir hafa tínt fuglinn saman í hrúgur, binda þeir hann í kippur. Þegar jeg í fyrsta sinn fór í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.