Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1930, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1930, Qupperneq 4
292 LESBÓK MORGUNBLAÐSDÍS Færeyjciför íslenskra knattspyrnamanna. Eftir Erlend Pjetursson. 1 lyftingu á e.s. Botníu stóðu 25. júlí 17 ungír íslendingar og biðu með óþreyju eftir að sjá hina fyrstu landsýn í Færeyjum, þang- ^ð sem ferðinni var beitið. Þótt ekki sje nema fveggja daga ferð milli Islands og Færeyja liafði samt enginn af þessum stóra hóp komið þangað áður. Og þótt Is- lendingar þekki vel færeyska fiski- menn, þá vitum við samt lítið um landið þeirra. Nema um þokuna. T’m hana höfum við heyrt. Og „vei þeim sem í þokunni búa“ stendur oinhversstaðar, en það á nú ekki við um vini og frændur okkar Fær evinga. Nei, síður en svo. Og heill þeim sem í þokunni bvia 'í Færeyj- um. segjum við eftir ferðina. Yið bölvum samt þokunni; hún tefur fyrir landsýn, en loks ljettir þó lítið eitt upp og kl. 2y2 e. h. sjáurri við vestasta oddann í Fær- eyjum, sem heitir Mykjunesholm- ui og litlu síðar Mykjunes, sem rís hátt upp úr sjónum. Þokunni ljett- ir smátt og smátt. Nva blasa á móti okkur háar og tignarlegar eyjar allar grasigrónar með smáþorpum. Stærsta eyjan sem við nú sjáum heitir Vagar og komum við þá inn Vagafjörð og síðan Hestafjörð og eru þar tvær smærri eyjar sem bera við syðsta oddann á stærstu eyjunni, Streymoy. — Er Þórs- höfn á henni og syðst er Kirkju- brer, sem allir íslendingar kannast við. Siglum við þar rjett fram hjá og beygjum fyrir Kirkjubæjarnes og inn Nólsoyarfjörðinn og sjáum Nólsoy. Eftir stutta stund erum við komnir til Þórshafnar. Þangað sem við ætlum að heyja bardaga í fyrsta sinn á erlendri grund. Ekki með eiturgasi, heldur með dreng- skap íþróttanna. Þegar skipið hefir þafnað sig koma um borð til okkar Poul ritstjóri Niclasen, Sundorph lögreglustjóri og formaður knatt- ppyrnuráðsins í Færeyjum og Egholm hinu góðkunni bakvörður sem var hjer í fyrra með færeyska knattspyrnuflokknum. Bjóða þeir okkur hjartanlega velkomna. Síð- an er haldið í land á stórum vjel- báti og þegar að hafnarbakkanum kemur er þar mikill fólksfjöldi að taka á móti okkur. Fer þar fram hin opinbera móttaka og býður Nielasen ritstj. fyrir hönd bæjar- búa alla íslendingana velkoinna, flytur ágæta ræðu fvrir mSnni Is- lands bg að henni lokinni fagnar fólksfjöldinn komu tsléndinganna imeð margföldu hiirra. Þá syngja allir íslenskú knattspyrnumennirn- ir þjóðsöng Færeyinga „Þú alfagra land mitt“, eftir Simun av Skarði. Hafa flestir Islendingar heyrt hans getið frá ferð hans hjer í fyrra. Þótti Færeyingum söngurinn tak- ast prýðilega, og þótti þeim vissu- lega vænt um þessa fyrstu kveðju Íslendinganna. Fararstjóri mælti því næst fýrir minni Færeyinga og þakkaði hið vinsamlega og rausnarlega boð þeirra og Tslend- ingarnir tóku undir með snjöllu húrra. Að því loknu stígum við í f^rsta sinn á færeyska grund og höldum á leið til gistihússins. Fólkið tekur á móti okkur með mikilli „blíðu“ á þeirra máli. Ungu stíilkurnar ,,nikka“ til okkar og jafnvel „blikka“, en gamlir Færeyingar koma og lieilsa okkur með handa- bandi. Eru þeir hættir sjóferðum, en hafa allir verið á Is'landi og þvkir þeim' mjög vænt um að fá tækifæri til að sjá og heilsa upp á íslendinga. Víðast hvar í bænum er flaggað fyrir komu okkar og það jafnt með danska fánanum og færeyska fla'gginu hvíta með bláa og rauða krossinum. Eftir nokkra stund erum við komnir að gisti- húsinu þar sem knattspyrnumenn- irn-ir eiga að búaj að undanskild- um fararstjóra, sem bjó hjá lög- reglustjóranum. Kl. 9 um kvöldið voru allir boðnir til kvöldverðar hjá Sundorph lÖgreglustjóra. Bauð hann íslensku knattspvrnumennina velkomna fyrir hönd knattspyrnu- ráðsins með vinsamlegri ræðu. Far- arstjóri þakkaði hið rausnarlega boð lögreglustjóra óg bar fram kveðju I. S. I. til færeyskra íþrótta manna. Niclasen talaði fyrir minni íslenskra knattspyrnumanna. Þ'á voru sungin nokkur íslensk lög og eftir borðhald farinn langur göngu túr og genginn Hoydalsvegur. Var um leið staðnæmst stutta stund á íþrúttavellinum. Veður var hið feg ursta og hiti mikill þó kl. væri orð- in umi 11. .Það lagði því ekki að- eins hlýjan straum frá fólkinu sjálfu tit okkar Islendinganna, heldur var eins og landið sjálft vildi veita óss sömu hlýju. Poul Niclasen ritstjóri. Áður en lengra er haldið er rjett að lesendurnir fái nvi þegar að vita frekari deili á þeim 2 mönn- um, er aðallega stóðu fyrir mót- tökunni. Poul Niclasen ritstjóri var fárar- stjóri færeyska knattspyrnuflokks- ins er hjer kom í fyrra. Er hann mikill áhugamaður um íþróttamál Færeyinga, sem og öll önnur mál ri þeim eru til heilla. Hann nýtur mikils trausts meðal Færeyinga og er mjög vinsæll maður í Færeyjum. Enda er öll framkoma hans blátt áfram og hin prúðmannlegasta. — Um 10 ára skeið var hann þing- maður á lögþingi Færeyinga og var þá yngsti maðurinn sem kos- inn hefir verið á þing þeirra. En vegna mikilla anna sagði hann af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.