Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1930, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1930, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS yfir höfuð. Að mjer setti svo mikinn grát, að jeg grjet svo, að rúmið mitt hristist. Fóstra mín hafði farið á fæt- ur og kveikt á þrem kertum, og sett þau í gluggakistuna. Svo kom hún að rúminu mínu, lyfti upp sænginni, Qg klappaði mjer á kinnina. Hún var sjálf sorg- mædd að sjá, með ljós endur- minninga í augunum. Og svo sagði hún: — Vesalings þú, óskírði heið- inginn, þú grætur vegna þess, að ennþá ert þú ekki þátttak- andi í jólagleði okkar. I þvj hætti söngurinn fyrir utan. Þá heyrði jegunganmann tala með sterkri raust: „Og jeg boða yður mikla gleði; yður er í dag frelsari fæddur. Og nafn hans er Jesús.“ Það var eins og orð hans upp- ljómuðu svartnættið, nóttina, þegar alt sýndist áður sofa, nema raddirnar, sem sungu og töluðu fyrir utan gluggann okk- ar. Og þegar söngflokkurinn byrjaði á öðru lagi, stökk jeg fram úr rúminu, þreif fötin mín og fór að klæða mig. Jeg var enginn vælukjói, jeg var rösk- ur strákur — og nú vildi jeg vera með! — Fóstra mín, sagði jeg, jeg fer með. Og áður en hún hafði áttað sig, var jeg rokinn út úr dyrunum. Jeg vissi vel, að jeg kunni ekki lögin, og að jeg kunni heldur ekki versin. En það vakti einhvern veginn fyr- ir mjer, að öll fátækt mín staf- aði af vankunnáttu minni. Þá skildi jeg það, að jeg var hjer að taka þátt í heilagri athöfn. Og nú hefir þú heyrt það, sem jeg kalla minn boðskap, boðskap gamals manns til landa sinna, og til allra manna á jörð- inni. Af öllu, sem fyrir mig hefir komið í lífinu, hefir ekkert ver- ið mjer ‘eins þýðingarmikið og þessi nótt, þegar jeg stalst til þess að taka þátt í helgri gleði jólanæturinnar. Það voru mín jól, og það voru mín mestu jól, af því, að þetta var í fyrsta skifti. Himininn var heiður. Ótal •stjörnur blikuðu, eins og smá- augu, og nýmáni leið sem við burðatákn yfir fjallatindunum. Hús frá húsi læddist jeg á eftir söngflokknum, og hlustaði hugfanginn á sálmana og fagn- aðarboðskapinn. Og farið var í svo mörg hús, og svo oft end- urtekið það sama, að jeg aö lokum kunni bæði lögin og text- ana. Hvert reikaði eiginlega hug- ur minn þá nótt? Jeg veit þaö varla sjálfur. En það man jeg, að mjer fanst þessi helgisögn vera aðdáanlegri en allar sagn- ir þær, sem við höfðum trúað á heima. Aldrei hafði jeg heyrt annað eins. Því það skildi jeg Strax, ef til vill af því, að jeg var umkomulaus, að hjer var jeg líka talinn með. Hjer var engum bægt á burt, ekki einu sinni fátækling, sem engan átti að; hjer gátu allir komið. Seinna hefi jeg oft hugsað um hina miklu í sögnum okk- ar, hinn foreldralausa Kag- sagssuk, sem var píndur, sví- virtur og því nær sveltur til bana af sambýlismönnum sín- um, uns „hinn mikli aflgjafi" steig niður af himnum og gerði hann sterkan og ósigrandi. — Þessi Jesús var „hinn mikli afl- gjafi“ fyrir hina nýju fjelaga mína. Hann kom líka frá himn- um. En hann miskunnaði sig ekki aðeins yfir einn einstak- an, heldur alla. Og svo var líka annar munur á þessum tveim- ur, að „aflgjafinn mikli“ gerði menn einnig hrokafulla, því að eins og þú manst, þá endaði Kagsagssuk sem óbótamaður, er myrti mótstöðumenn sína alla. En Jesús var alt öðruvísi, hann gerir menn auðmjúka, jafnframt því sem hann veitir þeim styrkinn. En alt þetta skildi jeg fyrst mörgum árum eftir að við geng- um þarna hús úr húsi, og sung- um sálma, uns dagur rann. Við vorum einmitt að koma frá seinasta húsinu, og ætluðum að 889 fara hver heim til sín, þegar hringt var kirkjuklukkunum til guðsþjónustu. Klukknahljómur- inn gagntók mig svo óskiljan- lega og óviðráðanlega, að jeg hljóp heim til fóstru minnar og bað hana að kenna mjer ein- hverja töfrabæn, en það átti að vera bæn, sem dygði mjer alt lífið. Og þá strauk hún svo merkilega blítt yfir vanga minn og hafði yfir „Faðir vor“ fyrir mig. Það var í fyrsta sinni, sem jeg heyrði þessa bæn, sem þið kallið bænina hans Jesú. Mest af henni gat jeg ekki skilið, en glaður gekk jeg í kirkju og taldi mjer trú um, að jeg gæti fundið, að töfrabæn þessi hefði áhrif á mig. Jeg var svo ljett- ur á mjer, og ljett var mjer um hjartaræturnar. Og hjer — við fyrstu fótmál min sem kristin manneskja — endar saga mín; og hjer vil jeg enda líf mitt. Þú þekkir sögu okkar, og jeg þarf ekki að segja hana leng- ur. Þú veist, að nokkrum árum seinna fluttum við Austur-Græn lendingar okkur búferlum til vesturstrandarinnar, og ljetum skírast. Og nú hittir þú mig hjer. Jeg hefi alla mína tíð ver- ið einfeldningur og ljelegur til að hugsa og lítið getað skilið. Þess vegna er það víst, að jeg komst aldrei lengra í kristin- dómnum, en til jólanna og Fað- ir vors — og er ekki kominn það enn. Það var fyrir mjer byrjunin, og það verður nið- urstaðan. Slitalaust hafði Kuanja talað. Hann hafði grandhugsað, hvað hann ætlaði að segja mjer. En nú þagnaði hann alt í einu. — Uppi hjá skólahúsinu hafði fólk ið safnast saman, karlar og konur, og veislan var undirbú- in, með kaffi, tóbaki og fíkj- um. Kuanja leit í kring um sig. Enginn var í nánd. En'ginn skeytti um okkur þessa stund- ina. Aftur ræskti hann sig. Og í þetta sinn reyndi hann ekki að leyna því, hve hrærður hann var í huga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.