Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1930, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1930, Blaðsíða 8
892 vjer höfum eigi af að segja, er búum undir og ölumst upp við fræðslulög alþingis og þekkjum ekki af eigin reynd til guðlegrar náttúru. ötal menn hafa um það talað og ritað, hvað hafi vakað fyrir lausnaranum. Stephan G. kveður um það: Hann skildi glögt hvað gengi að — að guðræknin ei fremst var þaS, nje smædd nje örbirgð ættarlands < g ekki kúgun Rómverjans. Jafnaðarmennirnir með rauða kambinn, sem vilja draga Ste- phan í sinn dilk, hafa það þarna svart á hvítu, að hann telur Jesú fjarri því að vera borgaialegan upphlaupsmann. Hann sá, að eigin elska blind var aldarfarsins stærsta synd, og þyngst á afl og anda manns var okið lagt af bróður hans. Vitið í þessari vísu er bæði gamalt og ungt — ævagamalt og kornungt. Þeir, sem þykjast vera bræður múgamannanna, leggja þetta ok á hina, engu síð- ur en þeir, sem telja sig höfð- ingja, eða eru nefndir ofjarlar almennings. Veraldarsagan sýn ir þetta, svo að úr slítur. Napó- lton var smælingi í fyrstu, og Lenin. En báðir leggja ok á múgamennina, þegar þeir kom- ast til valda. Eg tek þá til dæm- is. Stephan bætir við um þann. sem okið leggur á bróður sinn • — sem grimd og lymsku lengst til ver að láta aðra þjóna sjer. Lávarðurinn mikli, brauðgjafi sálnanna, hafði það öðruvísi: Hann kendi, að mannást heit og hrein til himins væri leiðin ein. « Þessi einfalda kenning hefir iátt undarlega örðuga leið að höfði og hjarta þessi 1900 ár, sem kirkjusagan nær yfir. Sjálf- ir kennimennirnir hafa ekki melt ennþá þessa setningu, og ekki hinir, sem teljast til áheyr enda, „frá almennu sjónarmiði“. Um okurkarl og aurasöfn hans orð ei voru gælunöfn; hann tók í forsvar fallinn lágt, sem fjell af því hann átti bágt. Kvæði eru löngum ádrepur Fem stikla á aðalatriðum, Hjef LESBÖK MORGUNBLAÐSINS er nú dregin fjöður yfir það, að sá, sem fjell, varð að bæta ráð sitt, til þess að verða forsvars- ins aðnjótandi. Og bókstafsþræl og kredduklerk hann kærði fyrir myrkraverk, sem þrá ei ljós nje andans auð, en yfirráð og stærra brauð. Að svo mæltu víkur höfundur kvæðisins að því, að mennirnir hafi hlýtt á hann hrifnir: Því hugi fangar háleit sál, þó hljómi rödd sem dulins mál. Þetta er vel mælt og viturlega. Vissulega er það gæða-gott, þeg- ar háleit sál erá ferðinni til að f a n g a h u g i. En stund- um ber svo hörmulega við, að hugir eru fangaðir, þó að sálin. sje e k k i h á 1 e i t, er farg- ar. Skjalarar og skrumarar komast svo langt, eða rjettara sagt, koma svo ár sinni fyrir borð, að þeir seila sálimar og draga þær upp í þaralátur. — Hitt ber einnig við, og er all- títt, að fjöldi manna festir á- trúnað við menn, sem haldið er aðmuni verða leiðtog- a r. Mjer kemur í hug mold- víðrið, sem hefir verið þyrlað upp kringum Krishna-Múrtí, mann, sem ekkert hefir sagt eða gert, sem er umfram það, sem góðir meðalmenn fremja eða segja. Hitt er á öðru leiti, að hann er í andlitsgerð fallinn til þess, að ganga í augu kvenna. Það er kostur á sinn hátt á ver- aldarsyni, sem er á briósti jarð- ar. En ef þessi maður verður tekinn fram yfir lávarð tímatals vors, þykir mjer sem sá hluti mannkynsins, sem það gerir, eigi skamma leið ófarna til vit- firringar. Stephan G. harmar það, hve íítil áhrif kenning meistarans hafði, meðan hann, talaði til fólksins, sem fult var af mis- skilningi og þjóðrembingi Hve áhrifalaust orð hans lá á ,anda lýðs, hann glöggvast sá, er gagnsti^tt hverri husrsun hans ’ann hylla vildu kcnung lands. — Að svo mæltu liggur leið Stephans G. út að krossinum, Lþó aðra götu gangi en Hallgrím- ijur Pjetursson: A8 geta ei friðað bræðra böl varð beiskjan hans í dauðakvöl — af slíkri ást og andans þrá, hvað afdrifin þau virtust smá. Afdrifin, þ. e. a. s. niðurstað- an af kenningum og lífi hans, sem kom til að þjóna öðrum en sjálfum sjer: „Minn guð, hví yfirgafstu mig?“ frá gröf hans hljómar kringum þig, er sjerðu heift og hjátrú lands sig hópa undir nafnið hans. Þessi upphrópun á krossin:,m getur verið sársauka-veir, lík- amlegt, sprottið af óumræðilegri kvöl. Andleg angist kann að hafa vakið hana, hrygðin yfir synd og svívirðing mannkyns- ins, þeirri, sem verið hafði og verða mundi. Orð skáldsins um þetta eru þannig, að þau gefa vítt svigrúm skilningi. Jeg drap á það, að Stephan og Hallgrímur gengju sína göt- una hvor út að krossinum. Það sýnir næsta vísa: En altaf getur góða menn, og guðspjöll eru skrifuð enn. Hvert líf er jafnt að eðli og ætt, sem eitthvað hefir veröld bætt. Þessi vísa gefur mikla útsýn yfir víðáttu veraldarsögunnar og sýnir jafnframt speki þess, sem kveður nana. En þó sker hún ekki úr þrætunni um það, hverrar ættar sá var, er kvæðið er gert um. Og löndin eiga mikla menn. og menningin sjer kemur enn og geislar andans allir sjer í einnar sálar brennigler. Þessi vísa er frumleg oa fög- ur og djúpúðg; af henm bjarm- ar í allar áttir. Og sama og h a n s er sumra mein og sama þeirra dauðakvein, á smáum brotum ’byrjað fá, á blessun lands og hverfa tra. — vonsviknir og sundurkramd- ir, þ. e. a. s. flakaftdi í sárum — saddir lífdaga, uppgefnir og úr- vinaa. Þá hugraun. nður netja eú. er hreínsa vildi situ og rm, en deyr smi andstygð almúgans í útskúfun síns föðurlands. Sú saga er ævagömul og spány,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.