Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1931, Blaðsíða 2
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS —....... -- --- ----- ............ - — .... ■ ■ ■ Liepaja (Libau). Þar eru nú 60 þús. íbúa, en voru um 100 þús. fyrir stríð. Þriðja stærsta hafn- arborgin er Yentspils (Windau). Þar er besta höfnin, því hana leggur ekki á vetrum. Fyrir stríð voru þarna 26 þús. íbúa, en nú eru þeir aðeins 17 þris. Þarna voru einu sinni stærstu kornskemmur í Norðurálfu, því að frá Ventspils var flutt út- mest aí Ejrstrasalts- rúgnum, og korni frá Rússlandi. En á stríðsárunum heftist þessi útflutningur algerlega og nú standa hinar miklu kornskemmur auðar og tómar. En í borginni er mikið af sögunarmyllum og flytst þaðan mikið af trjávið. Inni í landi eru borgirnar: Daugavpils (Diinaburg), 41 þús. íbúa„ Jelgava (Mitau), 28 þús. íbúa, Rezekne (Rossitten), 12600 íbúar, og Cesis (Wenden), 6000 íbúa. Meginþorri Letta lifir á land- búnaði. Er þar ræktað mikið af kartöflum, rúgi og byggi. Rúmlega fjórði hluti landsins (28%) er skógi vaxinn. A hverju ári er því flutt mikið til útlanda af trjávið, kornvörum, smjöri og kjöti. Arið 1927 nam útflutningur trjáviðar 80.1 milj. lats. (Lats er lettneska myntin og skiftist í 100 sentímur. 1 Lats samsvarar hjer um bil ísl. krqnu að verðgildi). Lettar eiga möi'g eimskip; hafa þeir á síð- nstu árum keypt fjölda skipa, og er skipastóllinn nú 199.419 smál. (1./7. 1930). Lettland er láglent og tíð- arfar ágætt til akuryrkju. A sumrin er þar altaí bjart veður og hlýtt. Meðalhiti heítasta mánaðarins, julí, er í Riga 18° á Celsius, en mestur hiti hefir þar orðið 33° (árið 1927). Vetrar- kuldi hefir mestur verið mældur 28.4° (1929). Úr- koma er um 600 mm. á ári. Á strönd Rigaflóans eru margir ágætir baðstaðir, og fjöldi ferðamanna sækir þangað á sumrin. Náttúru- fegurð er mikil í landinu. ákiftast þar á bleikir akrar, græn tún, og skógar, en á milli renna bláar ár. Mýdrsnótt í Berlín. Ovíða í heiminum mun áramót- anna minst jafnalment og hávært og í Berlín. • Hálfum mánuði, já alt að þrem vikum fyrir nýár er byrjað að undirbúa nýársfögnuði í öllum samkomustöðum og veit- ingahúsum borgarinnar. Er þá ó- spart auglýst og menn hvattir til að útvega sjer samastað í tíma. Fæstir eru heima lijá sjer nema lítinn tíma kvöldsins. Nálægt mið- nætti leita allir á þá staði, þar sem eittkvað er á seiði. Á götunum í miðhluta borgar- innar og á aðalæðum umferðar- innar verður varla þverfótað fyr- ir mannfjölda. Púðurskot, slags- mál, uppþot, lögregla, slökkvilið — og síðast en ekki síst nazistar — gefa öllum nóg tækifæri til að sjá og vera viðstaddir ýmislegt, sem ekki skeður á hverjum degi. Mest hafa lögregluþjónarnir að starfa — 383 menn voru teknir fastir í fyrrakvöld. Þá hefir slökkviliðið heldur ekki átt náð- ugan dag, því að það var kallað 20 sinnum til að slökkva, auk þess sem það var oft blekkt til að fara af stað. Loks báru hinar óendan- legu fylkingar bíla vott um að bílstjórum yrði lítið úr skemtun þetta kvöld. Höfðu menn það fyrir sið að fara af einum stað á annan alla nóttina —, og þá mest í bíl- um, þannig að t.æplega nokkurs staðar var sama fólk seinni hluta nætur og fyrst um kvöldið. I þetta skifti átti nýársíagnað- urinn sjer sem áður margar skuggahliðar. Mest bar á alags- málum milli komniúnista og nát- ional-sósíalista. Lenti þeim víða saman og alls staðar í illu. Urðú sumir þátttakendur mjög alvar- lega særðir. -— Þrjú mannslíf kostuðu hinar pólitísku óeirðir á gamlárskvöld. Á meðal þeirra, sem drepnir voru, voru 2 menn úr Reichsbanner-flokknum, en þá drap nationalisti einn. Fjórir menn frömdu sjálfsmorð. Einn þeiria drakk á slaginu ki. 12, xulla flösku af eitri inm á kafíihúsi í Friedrichstadt. Aud- aðist hann samstundis. -Vnn u kastaði sjer fyrir almenningsvagn, og var örendur, þegar hann náð- ist undan honum. Meðal gripdeilda þetta kvöld má nefna, að sjö leigubílum og fimm einkabílum var stolið. — Púðursprengja ein, sem sprengd var í Gabelsbergerstrasse, var svo sterk, að allar 54 rúður eins húss- ins, þær sem sneru út að húsa- garðinum, brotnuðu. Af dansmey einni var stolið brillianthring — 4000 marka virði, meðan hún var að dansa í einum af skrautstölum Germania-skemtihallarinnar. Auk hinna pólitísku morða, skeði eitt morð, sem þykir sjer- staklega óhreinlegt. Maður nokkur Richard Tánzer að nafni sat inni á kaffihúsi. Kom þá kunningi hans Otto Schuler þar inn, gekk um- svifalaust að Tánzer og skaut kúlu gegn um höfuð hans. Höfðu þeir lengi verið ósáttir. Schuler tókst að sleppa og hefir hann ekki náðst enn þá. Alt fram á bjartan dag stóð gleðskapurinn og gauragangurinn og væri rangt að segja, að slys, morð og upphlaup hafi orðið til að draga úr gleðinni, því að fæstir vissu hvað skeð hafði, fyrri en í gær, að blöðin skýrðu frá því. — Undir hádegi á nýársdag voru flestir samt komnir í rúmið, enda þótt þá mætti enn þá sjá ýmsa skrautbúna og ölvaða menn. Berlín, 2. janúar 1931. B. G.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.