Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1931, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1931, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS_______________________35 Á ferð um Hafrárdal. Þar byrjar Eyfirfiingavegrur. Við höfum komið upp ýmsum nýj- um þríhyr'ninga mælingastöðvum kringum Mývatn og austan Jök- ulsár, auk þess sem við höfum end- urbætt, gamlar mæiingastöðvar með ströndum fram og dregið þær inn í undirstöðumælingakerfið. í heild sinni má víst telja, að mælinga- starfið hafi gengið vel í sumar, þrátt fyrir það þó telja verði, að veðráttan hafi verið óhagstæð og tafið mjög fyrir. Ef ekki liefði vilj að til það sorglega slys, að einn af mælingamörtnunum ,Topograf‘ Jo- hansen drukknaði, er hann var að fara yfir Króká á Öxnadalsheiði, væri ekki ástæða fyrir okkur til annars en að vera ánægðir með sumarið“. Jeg gríp tækifærið til þess að spyrja um jnælingastarfið lijer á íslandi og ástæðurnar til þess að ]>að hófst. „Það þarf ekki að taka það fram“, svarar liðsforinginn bros- andi, „góð kort eru nauðsynleg fyr ir hvert land, og hverja þjóð, þau eru grundvallarskilyrði fyrir allar vísindalegar rannsóknir á landinu. fyrir margvíslega verklega starf- semi, fyrir siglingar o. s. frv. Þar mætti margt til telja. Kort Björns Gunnlögsens er í sinni röð merki- lega gott. Maður undrast hve mik- ið og ágætt verk hann hefir int af hendi. Engu að síður er þó kort hans svo ónákvæmt frá nútíma sjónarmiði landmælingavísinda, að það getur naumast kallast viðun- andi. — Jeg geri ráð fyrir að það ha-fi verið þeim mönnum ljóst, sem um síðustu aldamót vöktu máls á því við herforingjaráðið danska, að taka upp mælingar á Islandi. En fyrstu tildrögin voru þó nokkuð önnur og snertu prakt- iska hlið málsins. Það hafði sem sje komið í ljós, að margar gamlar mælingastöðvar með ströndum fram, einkum á Suður- og Suð- vesturlandi voru eyðilagðar og sumpart ófinnanlegar. Ástandið var sjerstaklega slæmt á Reykja- nesi og því var þáverandi „Premi- erlöjtnant“ í sjóhernum, Ravn, fal ið að mæla út strönd Reykjanes- skagans. En þar sem gömlu mæl- ingastöðvarnar, sem notaðar höfðu verið á árunum 1801—1815 voru fllgerlega horfnar, þá var lejtað samninga við herforingjaráðið um að mæla fyrir nýrri grunnlínu (Basis) í nágrenni við Reykjavík, og gera stjörnufræðilegar athug- anir, til þess að ákVeða nákvæm- léga hnattstöðu staðarins. Árið 1900 sendi þVí herforingjaráðið léiðangur til Reykjavíkur, til þess að framkvæma þetta verk, svo að hægt yrði að gera mælingar á Reykjanesi. En af því tími vanst til, þá Vóru samskonar mælingar einnig gerðar við Akureyri. Nú kom það í l.jós við mæling- ar Sjóliðsins danska hjer við land, að það var engu eða litlu betnr ástatt með ýmsa mælingastaði með fram Suðurströndinni en á Reykja nesi og nýir samningar við herfor- ingjaráðið höfðu þann árangur, að tveir nýir mælingaflokkar voru sendir hingað til landsins 1902. Meiningin var að annar fiokkur- inn mældi frá Reýkjavík og austur en hinn færi til Hornafjarðar, gerði þar grunrtlínumælingar og stjörnu- fræðilegar staðarákvarðanir og byrjaði svo þríhýrhinganiælingar með ströndum vestúr. Flokkarnir áttu upprunalega að hittast í ná- grenni við Vík í Mýrdal, en kom- ust ekki lengra en að Eyjafjöllum frá Reykjavík og í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur að austan. —- Árið eftir voru sendar nýjar sveit- ir sem luku verkinu á Suðurlandi. Það ar var líka byrjað á kortmæl- ingum í Hornafirði. Það hafði þó til reynslu verið byrjað á samskou- ar mælingum í nágrenni við Reykjavík árið áðpr. Kortraæling- unum var haldið áfram 1904 í Austur-Skaftafellssýslu. Nú þegar kortin voru farin að birtast, kom sá skriður á málið að alment var óskað eftir því að mælingunum með kortgerð yfir laudið yrði hald ið áfram. Á árunum 1906, 1907 og 1908 var kortmælingunum haldið áfram vestur alla leið til Reykja- víkur. Samtímis voru undirstöðu- mælingar gerðar um alt Vestur- land að Vestfjörðum meðtöldum. Árið 1908 var lögð meiri á- hersla á kortmælingarnar en.und- anfarin ár vegna fyrirætlana um járnbrautarlagning á Suðurlandi. Þess vegna störfuðu fleiri menn en ella við mælingarnar það ár og af- leiðingin varð, að ekki var mælt neitt árið 1909. Á árunum 1910 til 1914 var haldið áfram með kort mælingar um alt \festurland Og Vestfirði og nokkurn hlnta norð- urlands til fjallgarðsins mi.lli Húnavatns og Skagafjarðarsýslu. Síðas.ta árið var einnig b.vrjað á undirstöðumælingum frá Blöndu- ósi til Eyjafjarðar austanmegin. Þá skall stríðið á svo ekki var hægt að ljúka við áðurnefndar undir- stöðumælingar fyr en 1919. Svo voru árið 1920 gerðar kortmæling- ar yfir Skagafjörð. Þá var hætt, og það var fyrst 1930 að hægt var að taka til starfa aftur. Á árunum 1902—1914 hafði her- foringjaráðið æft upp álitlegan hóp af landmælingamiinnum (Maal ere) sem voru orðnir kunnugir starfinu hjer á landi. Því miður þöfura yjð pú raist marga af {jeiip,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.