Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1931, Blaðsíða 4
36 IjESBÓK MORGUNBLAÐSIN? en það eru þó nokkrir eftir sem halda uppi merkinu. Það er mikið að þakka hinu ágæta og samvisku- sama starfi þessara manna að frá- gangurinn á kortunum er svo fall- egur. (Ilm leið og yfirforinginn segir þetta, lítur hann til sam- verkamanns síns Stabofficiant Brædstirup-Holm. Hann hefir starf- að hjer á íslandi öll árin síðan 1908 og kann margt að segja frá ‘ferðum sínum, um fjöll og firn- indi á Vestur- og Norðurlandi á þessum árum). Annars vil jeg láta þess getið í þessu sambandi að herforingjaráð- ið (nú „Geodætisk Institut“) hefir umráð yfir kortmótagerð og prent stofnun, sem jeg þori að fullyrða að stendur fullkomlega jafnfætis því besta erlendis. Það hefir auð- vitað verið okkur gleðiefni, sem starfað höfum að þessu verki, að erlendir sjerfræðingar víðsVegar að hafa lokið einróma lofsorði á verk okkar. „Petermanns Mitteil- ungen“ var meðal annars svo vin- samlegt að kalla það „eine Grosz- tat Dánemarks“. Hvenær má maður gera sjer von um að verkinu verði lokið? „Það er erfitt áð svara því. Við vonum þó með þvi að viðhafa nýj- ustu kortmælingaaðferðir, að geta lokið mælingum á bygðum, og ef til vill Hka á öræfum á nokkrum árum (indenfor en kortere Aar- række). Það er ætlunin að haldið verði áfram með útgáfu korta yfir bygðir í stærðinni 1:100.000, en jafnframt, eftir því sem verkinu þokar áfram, er meiningin að gera kort yfir alt landið á 9 blöðum í stærðinni 1:250.000. Til reynslu hefir verið gengið frá einu af þess- um kortum, korti yfir suðvestur- hluta landsins og það er nú fáan- legt í verslunum“. En þarf nú ekki að hafa umsjón og eftirlit með kortgerð hjer á landi þegar þessu verki er lokið? „Það liggur í hlutarins eðli. — Kort er í rauninni ekki nákvæmt nema fyrir þann tíma sem það er gert. Margvíslegar breytingar verða með ári hverju, á bygð og vegum, af völdum náttúrunnar o. m. fl„ sem færa þarf inn á kortið. Auk þess er altaf þörf fyrir sjer- hort yfir einstaka landshluta, bæi, kauptún, ferðakort o. fl. o. fl. Jeg geri ráð fyrir að þetta hafi meðal annars vakað fyrir íslensku stjórn- inni er hún fekk okkur mag. sci- ent. Steinþór Sigurðsson til að- stoðar í sumar og eftir þau kynni sem jeg hefi liaft af honum, er mjer næst að halda að menn hafi verið |>ar heppnir í valinu. En hvað sem því líður þá verður naumast hjá því komist að hafa sjerstakan mann sem fylgist með og færir inn á kortið þær breyt- ingar sem verða á því“. Árið 1900 lauk „Oberstlöjtnant“ P. F. Jensen fullnaðarprófi við herforingjaskóla Dana. Til skrif- legrar úrlausnar í landmælingum dró hann þá meðal ýmissa verk- efna þetta: „Udarbejd et Forslag til geodætisk Opmaaling af Is- land“. Það var næstum eins og það ætti fyrir honum að liggja, því fyr en varði lá málið fyrir til verklegra framkvæmda. Þegar herforingjaráðið árið 1902 varð að taka ákvarðanir um hvern ig haga skyldi mælingunum, kom mönnum saman um að leggja úr- lausn hans til grundvallar fyrir þeim. Síðan hefir kortgerð yfir ís- land ekki verið lítill hluti af lífs- starfi hans. Fyrir okkur Islend- inga hefir hann verið hinn ákjós- anlegasti maður til þessa starfa. í öllu dagfari er hann yfirlætislaus og blátt áfram, en allir sem til þekkja ljúka einróma lofsorði á þekkingu hans og dugnað. Þó liann sje fullra sextíu ára er hann þó eins og miðaldra maður yfir- litum og þeir sem ferðast, hafa með honum hafa víst aldrei orðið þess varir að hann setji fyrir sig erfið- leika ferðalaganna. Fylgdarmaður hans. Sveinbjöm Sæmundsson, sem hefir verið með honum á ferðalög- ura hjer á landi frá því 1908, kann að segja ýmsar sögur af þv'. Það er áreiðanlega full ástæða til þess að leiða athygli manna að starfi dönsku mælingamannanna hjer á landi. Það hefir því miður viljað fara fyrir ofan garð og neð- an hjá okkur í dægurþrasinu. Það verður að mínum dómi ekki gert rjettilegar, en með því að vekja eftirtekt á starfi þessa manns, sem frá upphafi hefir staðið framar- lega og í broddi fylkingar yið þetta starf. Þó ekki sje til þess ætlast frá hans hálfu, þá hlýtur þó svo að fara, að ,Oberstlöjtnant‘ P. F. Jensen njóti þakklætis okkar Islendinga fyrir áhuga sinn og ósjerplægni við starf sltt, því það munu menn brátt sannfærast um, að fáir útlendir menn hafa verið landi voru þarfari. Kakali. Bærinn við fjörðinn. Eftir Richard Beck. I bænum við fjörðinn var fagnað- ar-gnótt, þó fátt væri’ um glys eða skraut; og minningar þaðan mjer yluðu oft um æfi er hamingju þraut. Hann brosir við augum, þó fari jeg fjarst um fegurst og blómríkust lönd. Og aldrei var hugurinn himninum nær en heima á bemskunnar strönd. Er boðarnir hóta að brjóta mitt skip og blindhríðin felur mjer leið, frá bænum á ströndinni ljómar mjer Ijós. og lýsir sem von-stjarna heið. Bílstjóri í 24 ár án þess að hafa ökuskírteini. I Nj^köbing S. í Danmörku tók lögreglan nýlega bíl, sem hún grunaði um það að vera að smygla áfengi. Ekki fann hún þó neitt áfengi í bílnum, en út af þessu kom upp ixr kafinu að bíleigand- inn hafði stýrt bíl í 24 ár, án þess að hafa ökuskírteini. Og það kom líka í ljós þá, að þessi maður hafði fjórtán sinnum verið tekinn og sektaður fyrir ólöglegan akst- ur á þessum 24 árum, en aldrei hafði það komist upp að hann hafði ekkert ökuskírteini.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.