Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1931, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1931, Side 4
52 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS dýpið einmitt innan þeirra marka, sem takmarka hrygningu og klak nytjafiskanna, á þessum tíma árs ofr dálítið seinna. Hjer myndast óteljandi hersveitir af svifþörung- um. hjer kemur merkasta átuteg- und vor, rauðátan, fram á sjónar- sviðið og hjer hrygna nytjafiskar vorir. Hjer er urmull af lífi, alt frá yfirborði hafsins til botns, hjer skapast verðmæti, sem á ýms- an hátt fullnægja kröfum heilla þjóða, víðsvegar um heim. En á meðan þessi verðmæti eru að skap- ast, berjast hersveitir fiskimanna hlið við hlið, og bera vopn sín á þá, sem eru að byggja grundvöll- inn undir velmegun mannkynsins Jangt fram í tímann, á þorskana. Þótt þorskurinn þyki ekki vel gef- inn, þá er hann þó búinn þeim lífs- þrótti og mótstöðukrafti, sem fæst um er gefinn. Að honum vega óvin ir úr öllum áttum. A Selvogsbanka er liann myrtur unnvörpum, á meðan hann er að leysa af hendi lífsstarf, sjálfum sjer og öðrum til farsældar. Þegar hann hefir lokið hrygningunni, og kemur magur og þreyttur í „sumarfríið“ til Vestur- og Norðurlands, er setið um líf hans í sjónum og á. — Og þá ungviðið. — Ekki á það betri daga. Þorsklirfurnar eru litlar og ístöðulitlar, þær gera engum mein, því þær borða „grasið í sjónum“, en allir gera sjer dælt við þær. Alis konar fiskar koma í torfum upp úr dýpinu, til þess að snæða þær, máfar og svartfugl ráðast á þær að ofan ,og ef þær leita sjer skjóls undir marglyttunni, jetur hún þær einnig. Og þrátt fyrir alt þetta heldur þorskurinn velli. Svo mikið er af honum hjer við land, að engin ástæða er til þess að óttast þurð, eins langt og vjer getum sjeð fram í tímann. Og hverju er þessi mergð að þakka nema viðkomunni, nema starfi því’, sem þorskurinn ætlar nú að fara að leysa af hendi á Sel- vogsbanka og víðar. Þorskurinn leggur sig nefnilega ekki niður við að geta af sjer einn eða tvo unga, eins og hryssan eða kýrin, eitt eða fáein egg, eins og fuglarnir, nei, hann verpir miljónum eggja, eða hrogna, og svo gífurlega mikil er yjðkoman, að eigi þyrfti nema ör- fáa þorska til þess að fullnægja öllum fiskveiðum við Island, ef alt kæmist upp. Svona þýðingarmikið er erindi þorsksins á Selvogsbanka. Selvogsbanlti er eins og fugla- bjarg. Alt úir og grúir af lífi, djúpt og grunt í sjónum, en aðeins stuttan tíma úr árinu. Að þeim tíma liðnum, færist smám saman kyrð yfir alt. Á vertíðinni er Sel- vogsbanki tvent í senn, glæsilegt æfintýraland og blóðugur vígvöll- ur. Þar myndast hvert stórveldið á fætur öðru, og þessi þróun, sem endurtekur sig hvert ár, gengur sína öruggu leið, hvernig sem mað- urinn og aðrir óvinir þeirpa beita ljá sínum. Á Selvogsbanka heyja allir stríð á móti öllum, en aðeins um hríð. Eftir nokkra mánuði er alt kyrt sem gröf. Selvogsbanki, sem var vagga svo mikillar frjó- semdar, verður þá einmana og j’fir gefinn, en bíður með svipmiklu og tómlátu yfirbragði eftir næsta vori, er liann verður leiksvið stór- feldra viðburða á ný. Reykjavík í febrúar 1931, /íhrifcimikill miðill í Lotidon. Eftirtcktarvcrð prcstastcfna. Lengi hefir það tíðkast í söfnuð- um spjritista í Englandi, að miðl- ar flytja þar ræður í sambands- ástandi, eða raddfæri þeirra eru notuð til ræðuflutnings. Einn af þessum miðlum hefir nýléga vakið þar óvenjulega eftirtekt og um- talið borist um heiminn. Miðillinn er kona og heitir Mrs. Eeurig Morris. Einn af leikhússtjórum og leikritahöfundum Lundúnaborgar, Mr. Laurence Cowen, varð til þess að vekja eftirtekt heimsins á henni. Lánar hann leikhiis sitt, Fortune Theatre, á hverju sunnu- dagskvöldi, til þessa samkomu- halds og tekur engan inngangs- eyri. Aðsóknin hefir verið afskap- leg í hvert skifti og fjöldi manns orðið frá að hverfa. Eru hingað komnar frjettir af þrem fyrstu fundunum. Fyrsta samkoman var haldin 11. janúar þ. á. Forseti þess fundar var J. G. Armstrong, admír áll. — Þar flutti Cowen ræðu og skýrði frá hvernie’ stæði á þessu tiltæki sinu. Ljet nann svo um mælt að hann liefði verið eindreg- inn efnishyggju maður. en væri nú alsannfærður spíritisti og uppliafið að þeirri hugarfars breytingu hefði verið það, að hann kom á sam- komu, þar sem talað var af vörum þessa miðils. ,,Hún sem var mjer nákomnust og lijartfólgnust“, sagði Cowen, með viðkvæmri röddu, „var farin á undan mjer Meurig Morris. inn í það landið, sem jeg hugði að engar frjettir bærust úr. Af til- viljun — eða jeg hjelt það væri aðeins tilviljun —: var jeg kominn inn á samkomu spíritista. Jeg hafði eindregna fyrirlitningu fyrir slíkum samkomum. Jeg leit á söfn- uðinn með undrandi gagnrýni og mig furðaði á guðhræðslusvipnum r.onum. Jeg hjelt að þar gerðust svik og annað ekki“. Hann sá á ræðupallinum grannvaxna, ung- lingslega stúlku. Hixn flutti þar bæn með ljómandi fallegri kven- rödd. Hún fjell í sambandsástand og var talað af vörum hennar. Það þótti honum viðbrigði, því nú var talað með drynjandi karlmanns-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.