Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1931, Blaðsíða 2
106 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í rönclina eju átta skörð, meí nokkurn veginn jöfnum millibil- mn. Lítum við á þessi skörð í stækkunargleri, sjáum við að í hverju þeirfa er örlítil blaðka. — Undir þessari blöðku eru skynjun- arfæri marglittunnar, og skal þeim nú lýst nokkuð nánar. Skynjun. Marglittan hefir víst fjögur skilningarvit, því hún get- ur gert greinarmun á ljósi og myrkri, hún getur skynjað stell- ingu sína í” sjónum, liún getur skynjað hluti, sem snerta hana, og hún hefjr þef- eða smekkskynj- un. — í húð inarglittunnar eru margar, aflangar sellur, með mjög fíngerðum hárum, sem standa út úr yfirborðinu. Sje komið við liár- in, berast sellunum tilfinninga- kendir, og áhrifin berast áleiðis inn í líkama dýrsins, gegn um taugaþræði, sem standa í sam- bandi við innri enda sellanna. — Undir blöðkunum í skörðunum á kringlunni eru dálítlir kólfar, einn undir hverri blöðku. I þess- um kólfum, og í grend þeirra, eru skynjunarfærin. í endanum á hverjum kólfi er mikið af stórum sellum, og í hverri þeirra er einn kalkkrystall. Talið er, að þessar sellur sjeu sæti jafnvægisslcynjun- arinnar, því hjá mörgum öðrum dýrum eru sellur, sem eitthvað eru riðnar við að stjórna jafn- væginu, einmitt af þessari gerð. I’að hefir þó verið ágreiningsmál, til hvers þessar sellur sjeu, því marglittan hefir reynst að lialda jafnvæginu þótt kólfarnir væru skornir af, en við það linaðist aft- ur vöðvastarfið mjög, svo allar hreyfingar urðu liægari. Senni- lega eru þessar sellur eitthvað riðnar við starf vöðvanna, og hafa þannig áhrif á jafnvægi dýrsins. Aður hjeldu menn að þetta væru heyrnarsellur, af því að líkar sell- ur höfðu fundist í eyrum æðri dýranna, og voru miklar deilur um það um hríð. Seinna kom það 1 ljós, að einmitt þessar sellur í eyranu voru þýðingarlausar fyrir lieyrnina, en stóðu í sambandi við jafnvægið. Enda var sú hugsun fjarstæð að marglittan gæti heyrt, livað átti hún svo sem að hlusta á? Innan við jafnvægissellurnar í annað neðan á kólfinum, en hitt ofan á honum. Þessi augu eru ein- hver. þau ófullkomnustu, sem til eru í d'ýraríkinu, en þó livert með sinni gerð, og mjög frábrugðin sín á milli. Með þessum augum getur marglittan ekki sjeð, til þess eru þau altof ófullkomin, hún getur aðeins gert greinar mun á Ijósi og myrkri. Ofan á flögunni innanverðri er dálítil gróf, og í henni eru þef- sellur. Önnur þefsellugróf er neðan á kringlunni, nokkuð innan við kólfinn neðanverðan. Hvernig „brennir" marglittan? Niður úr rönd klnkkunnar ganga fjöldamargir, mjög stuttir þræðir, og niður úr klukkunni hjer um bil miðri, hanga fjórir, alllangir armar, sem hafa upptök sín í kring um munninn. 1 randþráðunum, og í smáum „hárum“ á örmunum, eru margar, mjög einkennilegar sellur, brennisellurnar. Þessar sellur eru holar innan, og í hverri þeirra er dálítil blaðra, full af hlaupkendu efni. Ut úr hverri blöðru gengur dálítil tota, sem er undin upp umhverf innan í blöðrunni. Sje nú koinið við þræðina, veldur þrýst- ingin því, að brennisellurnar, sem í þeim eru, rifna unnvörpum, og þjóta þá blöðrurnar út þús- undum saman. Allar toturnar snú- ast nú um, þannig, að það, sem áður vissi inn í blöðruna, snýr nú út, svo eitrið nær að verka á þann lilut, sem hreyfði þræðina. Meltingarfærin og mataræðið. A milli anganna, sem ganga niður úr klukkunni, er munnurinn. —- Rjett innan við hann er maginn. Ut frá maganum ganga mörg útskot, og sum þeirra greinast í örfínar pípur, sem liggja eins og æðar um alla klukkuna og opnast í hringæð í rönd- inni. Þetta leru meltilngarfæri marglittunnar, og eru þau æði frá- brugðin meltingarfærum æðri dýra Ut frá maganum gengur fæðan um þessar greinar út um allan Kkamann, svo hver afkimi getur notið góðs af björginni. Hjá æðri dýrum, t. d. hryggdýrunum, eru meltingarfærin, eins og kunnugt er, meira eða minna snúin pípa, oorri KVgnr í gegn um Kkamann. Fæðan meltist í aftari liluta þess- arar pípu, í þörmunum, en síast svo þaðan inn í æðakerfið, og berst með blóðinu um allan lík- amann. Marglittan er svo ófull- lcomin að hún hefir ekkert æða- kerfi og ekkert blóð, og þes3 vegna verða meltingarfærin sjálf að dreifa fæðunni um alt. Alt sköpulag marglittunnar gef- ur svar við þeirri spurningu, á hverju hún lifi. Munnangarnir eru meira eða minna íhvolfir á þeirri liliðinni, sem inn veit, og alsettir bifhárum. Þau eru í stöðugri hreyfingu, og þyrla smáverum, sem setjast innan á angana inn í munn- inn. En auk Jiess hefir marglittan ágæt vopn, sem eru eiturblöðrurn- ar, og þessi vopn notar hún bæði sjer til varnar og sjer til bjargar. Fiskseiði, smákrabbadýr, krabba- lirfur, og þess háttar, sem snerta þræðina með brennisellunum, verða fyrir allóblíðri viðtöku. — Marglittan vegur að þeim með þúsundum af eiturblöðrum, og þau láta lífið. Með bifhárunum og vöðvakrafti anganna, dregur hún svo bráðina inn í munninn. Hvar er marglittan á vetuma? A sumrin, þegar blíðviðrin standa sem hæst, og hlýjast er í sjónum úir og grúir þar af marglittu. 1 getnaðarkirtlunum, sem skína í gegn um húðina eins og rauðleitar skeifur, myndast eggin, berast þaðan út í magann, og þaðan áfram út í hólfið undir öngunum. Hjer frjóvgast þau og dvelja á meðan á fyrstu þróunarstig- unum stendur. Þegar eggsellan er frjóvguð, fer hún að skiftast, fyrst í tvær sellur, þá í fjórar, þá í átta og svo koll af kolli. Loks er hún orðin að kúlu, sem er gerð úr fjölda mörgum sellum, og er hol að innan. Hún er nú komin á blöðru skeiðið. 1 byrjun er blaðr- an einföld, þ. e. í blöðruveggnum er einungis eitt lag af sellum. En brátt fara sellurnar að skifta sjer á alveg nýjan hátt, þannig að annar hluti hverrar sellu verður eftir í yfirborðinu, en hinn fer inn í blöðruna. Þegar þessi skift- ing hefir staðið yfir um hríð, hættir hún og lausu sellumar inn- Oft kemur það fyrir, að út úr an í hlöðrunni safnast- saman og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.