Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Qupperneq 1
23. tölublað. Sunnudaginn 14. júní 1931. VI. árgangur. I efra guf u h volf i n u. Piccard prófessor og fjelagi hans dr. Kipfer með hatta, er hlifa höfðinu þótt maður reki sig hastarlega uppundir. Hámarksflug Piccards. Loksins tókst Piccard liiminflug io. Fyrir nokkrum dögum kölluðu menn hann skýjaglóp og sögðu að fyrirætlanir hans væru óðs manns æði. Nú dást menn að afreksverki hans. Piccard komst upp í 16000 metra hæð, eins og hann hafði ætlað sjer, og setti heimsmet. Fram að þessu hafði Aineríkumaðurinn Sucek heimsinet í hæðarflugi með flug- vjel (13157 m.), og Þjóðveijarnir Siiring og Berson heimsmet í hæð- arflugi með loftbelg (10800 m.). Að vísu komst Ameríkumaðurinn Hawks, fyrir 2 árum, í loftbelg upp í 13800 m. hæð, en loftbelgur- inn steyptist til jarðar, Hawks beið bana, og metið var því ekki viður- kent. En Piccard flaug ekki til þess að setja met, heldur tii þess að gera vísindalegar rannsóknir í efra gufuhvolfinu. Á síðustu árum eru menn farnir að greina á milli neðra gufuhvolfsins (troposfæren) og efra gufuhvolfsins (stratosfær- en). í neðra gufuhvolfinu er veðr ið óstöðugt og kuldinn vex eftir því sem ofar kemur. Efra gufuhvolfið byrjar í Mið- Evrópu um 10000 m. frá jörðu, í hitabeltinu þó nokkuð hærra, en lægra við heimskautin. 1 efra gufuhvolfinu er veðráttan stöðug, himininn skýjalaus og kuldinn heldur ekki áfram að vaxa. 1 neðsta hluta efra gufuhvolfsins er stöðngt 50—60 stiga frost, en smátt og smátt verður heitara, eft- ir því sem ofar kemur. Rannsókn- ir, er gerðar hafa verið með mannlausum loftbelgjum, hafa leitt þetta í ljós. Menn giska á að í 50000 m. hæð sje lofthitinn hjer um bil hinn sami og sumarhitinn í Mið-Evrópu. Piceard ætlaði sjer að rannsaka veðráttuna í efra gufuhvolfinu og um leið flugskilyrðin. Hann gerir ráð fyrir að flugleiðir verði í fram tíðinni lagðar um efra gufuhvolfið, þar sem veðrið er stöðugt, heið- skírt og mótstaðan í loftinu lítil. Flughraðinn getur því orðið langt um meiri en í neðra gufuhvolfinu. Ennfremur ætlaði Piccard sjer að rannsaka rafmagnið í efra gufuhvolfinu, Loftið þar er góður rafmagnsleiðandi og hefir það mikla þýðingu fyrir útvarp. En fyrst og fremst var það tilætlun Piccards að rannsaka stjörnugeisl- ana í efra gufuhvolfinu. — Eðli þeirra er mönnum ennþá óráðin gáta. En Piccard býst við, að þarna megi finna miklar og óþekt- ar orkulindir, sem menn geti ef til vill hagnýtt sjer. Yfirleitt beinist athygli vísindamanna nú meira og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.