Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Side 3
i8 svo, að loftfarið rækist á kletta- vegg í Alpafjöllunum. Kvöldið leið án þess að loftfarið lenti, og að lokum hvarf það í myrkrinu. Að morgni næsta dags var það hvergi sjáanlegt. Menn álitu því svo að segja vonlaust um að loftfararnir væru á lífi. Leit var strax hafin og fundu ítalskir flugmenn fljótlega loft- farið skamt frá itölsku landamær- unum. En flugmennirnir sáu ekk- ert til Piccards eða Kipfer. — Ibú- arnir í þorpinu Obergurgl hÖfðu líka komið auga á loftfarið á skrið Piccard prófessor, dr. Kipfer og fjallgöngumaðurinn, sem fyrstur varð þeirra var eftir að flugbelg- urinn hafði lent á Gurgl-jöklinum. jcklinum og voru strax sendir menn frá Obergurgl upp á jökul- inn. A leiðinni þangað mættu þeir Piceard og Kipfer. Þeir höfðu lent á skriðjöklinum kl. 22 kvöldið áð- ur, sofið í körfunni um nóttina og voru nú á leiðinni til mannabygða. Þeir fylgdust með leitarmönnunum til Obergurgl. Þar fjekk Piccard skeyti um það, að konan hans hafði fætt honum son á meðan hann var uppi í efra gufuhvolfinu. Piccard er mjög ánægður með ferðina. Loftfarið steig á 25 mín- útum upp í 15000 metra hæð. (Mont Everest, hæsta fjall í heimi er 8840 m.). — 1V2 klukkustund LESBÓK MORGUNBLAÐSINS seinna var loftfarið í 16000 m. hæð. í efra gufuhvolfinu var loft- hitinn -M>0----=-60 stig, en inni í aluminiumskörfunni var 40 stiga hiti vegna þess að sólin skein á svörtu hliðina.. Loftþrýsting í 16000 m. hæð var 76 mm. eða 1/10 af loftþrýstingu niðri við jörðina. Loftsnerill á loftbelgnum var í ólagi. Þess vegna gat Piccard ekki lent, þegar hann var yfir Bayern seinni hluta dagsins h. 27. Ha.nn varð að bíða þangað til að loftið kólnaði eftir sólarlag og loftbelg- urinn lækkaði í lofti af sjálfu sjer. Lendingin á skriðjöklinum var (Framh.). En ekki vil jeg að hin nýja og veglega kirkja höfuðstaðarins sje nafnlaus. Og þá kem jeg að því atriðinu, sem ef til vill hneykslar einhvern, enda þótt jeg skilji ekki hvernig svo má verða, en sem jeg er viss um að undir eins fær sam- þykki ákaflega margra. Jeg vil að hjer sje reist Haraldskirkja til minningar um annan af ágætustu mönnum íslenskrar kirkjusögu. — Starf Haralds Níelssonar olli alda- hvörfum í kirkjunni á Islandi. — Ekki segi jeg þetta fyrir það, að jeg hafi gleymt afrekum núver- andi biskups, sem ómótmælanlega ruddi brautina. Um hans verk sagði Haraldur skömmu fyrir dauða sinn að það væri svo mikið að þjóðin fengi það aldrei full- þakkað. En þó að þeir væru um eitt skeið nánir samverkamenn, og altaf eða lengst af að nokkru leyti, þá áttu þeir þó ekki að öllu samleið er fram í sótti, og upp frá því er það tvímælalaust Har- aldur sem setur mót sitt á kirkju- lífið. Sú hreyfing sem hann (á- samt Einari H. Kvaran) kom af _stað og bar uppi, er sterkasta and- lega hreyfingin, sem íslandssagan þekkir. Það er vafasamt, og reynd- ar mjög ósennilegt, að í landinu 179 áhættumikil, en tókst þó vel og öll vísindaleg áhöld eru óskemd. Piccard kveðst hafa gert margar þýðingarmiklar mælingar viðvíkj- andi rafmagni og stjömugeislum í efra gufuhvolfinu. Geislamir standi í sambandi við „radioak- tivitet“ stjarnanna. En annars get ur Piccard ekki sagt neitt nánar um geislana að svo stöddu. Þar að auki hefir loftför hans sýnt að manneskjur geti þolað að fljiiga í þessari hæð og flugskilyrðin sjeu þar að öðru leyti hin bestu. Khöfn í maí 1931. P. sje nokkur sá maður, sem ekki hafi orðið fyrir áhrifum af henni, hvort sem hann var henni fylgj- andi eða andvígur. Mikinn hluta æfi sinnar dvaldist Haraldur hjer í Reykjavík og hjer vann hann sitt mikla starf. Því var það, að íbúar þessa bæjar höfðu nánari kynni af 'hans miklu yfirburðum heldur en aðrir hlutar þjóðarinnar. Hjer safn aði hann svo fólkinu utan um sig, að slíks eru ekki dæmi um nokk- urn annan kennimann hjer á landi og mjög fátítt annars staðar. — Enginn efi leikur á því, að hann var langmestur prjedikari sinnar tíðar á Islandi. Yera má að hann hafi verið mestur prjedikari sam- tíðarinnar hversu vítt sem leitað var. Um það vitum við eðlilega .ekki. Nafnkunnastur prjedikari í Norðurálfunni samtímis honum var sennilega R. J. Campbell. Það vill nú svo vel til að nokkrir okk- ar, sem hlustuðum á Harald, áttum einnig kost á að heyra Campbell meðan hann var á hátindi frægðar sinnar og umtalaður heimsendanna á milli. Þó mun enginn okkar ís- lendinga hafa heyrt hann nema stöku sinnum. En jeg býst við að talsvert hafi þeim hinum sömu þótt skorta á guðmóð Haralds hjá hinum fræga enska prjedikara. Hallgrímskirkja — Haraldskirkja. Eftir Snæbjörn Jónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.