Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1931, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1931, Side 3
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 331 fiæðisfjeJagsins o. fl. opinberum byggingum). Voru fundir haldnir samtímis í öllum deddunum. — Sótti jeg fundi í jarðfræðideildinni •sem lijelt fundi í námudedd há- skólans. Fyrir hverri deild voru kjörnir forsetar og auk þess vald- ar nefndir þeim til aðstoðar við ýmsar ráðagerðir og framkvæmdir í deildunum. Var jeg kosinn í eina slíka nefnd í jarðfræðisdeildinni, iíklega mest fyrir kurteisissakir, heidur en von væri til að jeg gæti orðið þar að nokkuru liði, alókunn- ut starfsháttum fjelagsins. Deildarfundirnir stóðu að jafn- aði frá kl. 10 árdegis til hádegis eða nóns, með stuttu matarhljei. Þar voru fluttir fyrirlestrar og um- ræður fóru fram um ýms vísinda- leg verkefni í sjerfögum deildanna. Það er og föst venja að forsetar deildanna flytji forsetaerindi í deidd sinni einhvern samkomudag- inn. í jarðfræðideildinni var próf. J. W. Gregory forseti. Var hann um langt sksið ■ jarðfræðikennari við háskólann í Glasgow; en hef- ir nú látið af starfi. Hóf hann fyrirlestra í deildinni með forseta- erindi um ýmissar framfarir í jarðfræðinni síðustu 100 árin, síð- an Brit. Assoc. var stofnað. Var fyrirlesturinn mjög fróðlegur og skörulega fluttur. Þann dag voru og þessi erindi flutt: Um jarðfræði Lundúnahjeraðs (Mr. Dewey og dr. Wooldridge). Mótun landslags umhverfis Thamesfljót, var fyrir- lesarinn ung, ljóshærð stúlka Mrs. Ross. Hlaut hún vei útilátið lófa- kiapp að launum. Samanburður fornra sandlaga á Englandi (Mr. Kirkaldy). Um fornar steingerðar lcifar manna (Sir A. Keith). Næsta dag (25. sept.) fóru fram umræður um sannanir fyrir fram- þróun lífsins, er steingervingar jarðlaganna veittu. Tóku 8 jarð- fræðingar og dýrafræðingar þátt í þeim umræðum. Síðar voru þessi erindi flutt: Merki um jarðlagabyltingar í fom- um jarðiögum (10 ræðumenn). — Steintegundir nýlega fundnar á Bretlandi (dr. Spencer). Um vatna skel (eorbicu'la) í jarðlögum á Vestur-Engiandi (dr. Jackson). — Umræður um uppruna málmganga o. fl. (5 ræðumenn). Um botn- myndanir og sjávarstöðubreyting við suðurhluta Indlands (Mr. Swaminathan). Um kambríujarð- lög (dr. Matley). Um basaltmynd- ardr í Victoria í Ástralíu (Mr. James og próf. Skeats). Umræður um olíuþrær í jarðlögum og upp- runa þeirra (5 ræðumenn). Þessu líkt var því hagað í öðrum deild- um, en jeg hlýddi á mjög fáa fyrirlestra utan jarðfræðideildar- innar. Að deildarfundunum loknum hvern dag, hófust heimsóknir til ýmissa inerkra vísindastofnana í Lundxinum (skóla, safna, rann- sóknastofnana o.fl.) eða leiðangrar til staða fyrir utan borgina. 1 jarð- fræðideildinni gátum vjer valið um 12 jarðfræðisleiðangra tál jarð- myndana fjær og nær borginni. Á kvöldin fluttu nafnkunnir vís- indamenn fjelagsins fræðandi fyr- irlestra og höfðu aðrir en fjelags- menn aðgang að sumum þeirra, t. d. skulu þessir nefndir: Um dýra- garða og þjóðgarða (Sir Mitchell). Um ætt mannsins (Sir A. Keith). Fyrir utan vetraibrautina (Sir Jeans). TJm þráðlaus frjettasam- bönd (Sir OHver Lodge). Sunnudaginn 27. sept. fór guðs- þjónusta fram í Pálskirkjunni, er fundarmönnum var sjerstaklega trygður aðgangur að. Stólræðuna flutti biskupinn af Southwark. Flest kvöldin meðan mótið stóð, voru fulltrúar, gestir og mjög margir fjelagsmenn boðnir ril ým- issa kvöldgilda. 24. sept. vorum vjer að boði hjá Royal Society í Burlington House. Kvöldið eftir sóttum vjer boð ríkisstjórnarinnar í samkomusölum Lundúnaháskóla í South-Kensington; tók mentamála- ráðherrann og frú hans á móti gestunum. 28. sept. bauð háskól- inn oss td kvöldsamkomu. Voru við það tækifæri 5 menn kjörnir heiðursdoktorar háskólans. Þar á ireðal hinn nýkjörni forseti Brit. Assoc. Smuts hershöfðingi. Fór sú athöfn fram með hátíðlegum seri- moníum, svo sem títt er við enska háskóla. Breska náttúrugripasafnið í South Kensington hjelt hvöld- veislu í húsakynnum safnsins 29. sept. til minningar um það, að liðin voru 50 ár síðan það var flutt í hið veglega, mikla safna- hús, þar sem það nú á heima. — V'orum vjer boðnir þangað. Var það stjórnarboð og tók forsætis- ráðherrann og frú hans á móti gestunum. Síðasta kvöldið (30. sept.) sóttum vjer boð borgarstjórn arinnar í ráðhúsi borgarinnar (Guildhall). Tók borgarstjórinn (Lord Mayor) Sir William Neal á móti gestunum. Skemtu menn sjer þar frá kl. 8y2 til miðnættis við samræður, dans, hljóðfæraslátt og söng. Þá voru líka til sýnis dýr- mæt Ustasöfn, er fylgja ráðhúsinu og auðug söfn af minjagripum og fornminjum frá ýmsum öldum. — Sjerstaklega fullkomið og merki- legt er safn af margs konar forn- minjum eftir Rómverja, sem fund- ist hafa í jörðu í Lundúnum. Er það geymt í kjallarasölum ráð- hússins. Allmörg fleiri boð var og um að velja. Það var sameiginlegt við öll J»au

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.