Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1931, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1931, Page 6
334 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þegar á miðilsfundina koma vitsmunaverur, sem staðhæfa að þær hafi fyrir löngu lifað hjer á jörðinni, kemur það þráfaldega fyrir, að þær tala á latínu, eða öðrum tungum eða mállýskum, er miðillinn kann ekkert í og þekkir ekki einu sinni að nafni. Ein- liverju sinni hafði misskrifast eitt- hvað í skilaboðum frá slíkri vits- munaveru, en hún ijet þá leið- rjetta það með „maculam delere“, sem ýmsir prófarkalesarar þekkja, en útilokað er að fátæk alþýðu- kona í litlum bæ í Sljesíu, geti liaft hugmynd um. Einhverju sinni kom vitsmuna- vera, sem þóttist hafa verið lækn- ir og lesið læknisfræði um 1870. Hann kom með þær sannanir fyr- ir þessu, að bera fram ýmissar lyfjafræðissetningar á latínu, sem ekki eru notaðar lengur. Og einu sinni kom hann með latneskt nafn á sjúkdómi, og kannaðist dr. Kind- borg ekkert við hann. En eftir nánari rannsókn komst hann að því að læknar 'höfðu áður notað þetta nafn, Neuritis migrans ascen- dens, um sjerstakan sjúkdóm. Oðru sinni kom fram vitsmuna- vera, sem þóttist hafa verið frægur franskur má'ari. Reyndi miðillmn þá að draga upp myndir, en þær urðu ógreinilegar. Þá skrifaði hönd miðilsins þessi tvö frönsku orð: ,,femme“ og ,,fenétre“, en sagði þau um leið á þýsku. Að lokum skal hjer skýrt frá einu af blómaflutnings fyrirbrigð- unum. Herbergið, sem miðillinn var í, var eftir venju lýst með daufu rauðu ljósi. En alt í einu kom bjartur ljósgeisli ög líkt og þruma, og glamraði þá glerkög- ur á ljósahjálmi. Miðillinn varð ákaflega hræddur og hjúfraði sig upp að frú Kindborg og greip dauðahaldi í hana. Og meðan á þessu stóð rigndi gulum blómum yfir þá, sem á fundinum voru. — Blómin voru síðar rannsökuð í smásjá á jurt.asafninu í Breslau. Kom þá í ljós að þau höfðu hvorki verið slitin upp nje leggirnir skorn- ir, heldur höfðu leggirnir verið brendir sundur á óskiljanlegan hátt. Ódýr flugvjel. Þýski frumherj- inn á sviði svifflugsins, Hans Richter, hefir ný'.ega smíðað nýja svifflugvjel, sem kostar ekki nema 175 mörk og vegur aðeins 14 kg. Ætti því nú að vera auðvelt fyrir hvern mann að eignast flugvjel, þegar þær eru orðnar ódýrari en góðir reiðhestar. Hjer sjest maður vera að hefja sig til flugs í þess- ari nýju svifflugvjel. Við fallbyssu. Mynd þessi er tek- in um borð í einu af herskipum Breta úr Atlantshafsflotanum, sem nýlega varð að hætta æfingum sín- um vegna þess að sjóliðarnir neit- uðu að vinna. Myndin er tekin meðan á æfingunum stóð og sýnir tvo sjóhða, með gasgrimur vera að hlaða eina af fallbyssum skips- ins. Sull funöið meo óskakvicti'. Á landamærum Belgíu og Frakk- lands eru æfa gamlar -klausturrúst- ir. Gekk sú saga í inunnmælum um þær, að þar væri fólginn fjár- sjóður mikill. Margir höfðu graf- ið í rústirnar til þess að leita að fjársjóðnum, en engum hafði heppnast að finna hann' En svo var það núna hinn 6. þ. mán. að einhverjum hugkvæmdist að fá þangað mann, sem frægur er fyrir það, að gAa fundið vatn, kol, járn og ýmissa málma í jörðu með hjálp óskakvists. Maðurinn kom til klaustursins með óskakvistinn og nú gekk hann þarna fram og aftur í heila klukkustund. Loks kom hann í gamla kjallarahvelfingu, sem var all-langt frá klausturrústunum, og í sama bili kipptist óskakvistur- inn hart við í hendi hans. Maður- inn staðnæmdist og sagði: Hjer er gullið! Var nú þegar farið að grafa þarna og eftir stutta stund rákust menn á kistu, fulla af göml- um guilpeningum, sem eru um miljón franka virði. En nú keinur dálítill bobbi í bátinn, og fellur það í hlut lög- fræðinga að skera iir því hver gullið á að fá. Klausturrústirnar eru á franskri grund, og kjallara- hvelfingin, þar sem gullið fanst, htfir verið í lar.dareign klaust- ursins. En nú er hún hinum megin við landamærin — í Belgíu. Ferðalö^ í Noregi. Ferðamannfjelagið norska á 19 sæluhús fyrir ferðalanga víðsveg- ar um landið. Eykst aðsókn að þeim á ári hverju. Voru þar alls 11.350 næturgestir í sumar, en 9.674 í fyrrasumai'. Hefir því að- sóknin að sæluhúsunum aukist um rúmlega 17%. Til Jötunheima komu flestir ferðamenn í sumar, eða 5.859, en það sæluhúsið sem veitti flestum húsaskjól, heitir Gjendesheim. — Þar voru 2.206 næsturgestir í sumar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.