Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1931, Blaðsíða 5
ars sker jeg mig til blóðs. — .... og í morgun, bætti hann við, frjetti jeg af þessari stúlku, sem jeg mintist á, og jeg er búinn að komast að því, að þessi Jón, þarna á dansfeiknum í nótt, er sami maðurinn og sá, er þóttist vera trúlofaður henn.i í fyrra. — Þóttist? sagði jeg og þurkaði framan úr mjer sápuna. — Þú meinar, að hann hefir verið með stelpunni, kysst hana og klappað henni, en hún haldið, að það væri sama og bónorð, eins og sveita- stúlkur gera venjulega? — Sparaðu fvndnina, sagðihann svo kuldalega að mjer brá, — hún á ekki við hjer. — Nú, hann er vonsvikni elsk- andinn, hugsaði jeg með sjálfum mjer, en jeg varaðist að segja neitt í þá átt, því að jeg sá, að Grímur þoldi það ekki. — Jæja, jæja, sagði jeg og kveikti í vindlingi, við skulum þá sleppa því. En Grími virðist eitthvað niðri tyrir enn þá. — Finst þjer ekki undarOegt, að þú skyldir alt af sjá þessa stúlku við hliðina á Jóni? spurði hann. — IJndarlegra þó, að hún skyldi ekki dansa, ekki vilja dansa og ekki einu sinni svara, þegar yrt var á hana. En þetta hefir verið einhver missýning hjá mjer. Ann- ars fekk jeg sannarlega nóg af þessu í nótt og langar ekkert til að rifja það upp aftur. — En jeg vil láta þig rifja það upp aftur, sagði Grím.ur. Stúlkan, sem jeg mintist á lenti í höndun- am á þessum Jóni. Afleiðingin í stuttu máli sú, að hún kom heim svikin og svívirt, veik á sál og líkama. Hún var barnshafandi og sorg hennar og þunglyndi óx með degi hverjum, svo að fólk tók að verða hrætt um hana. Mjer er vel kunnugt. uin þetta, því að jeg var einmitt á þessum bæ. Jeg reyndi tundum að tala við bana, en það ..afð.i engin áhrif. Yfirleitt var ekki hægt að finna neitt ráð til að hefja hana úr þessu voðalega aál- irástandi, sem hún var sokkin í. ,)g það var auðvitað enn þá ískygeri legra fyrir þá sök, að hún var með barni. LESBÓK MORGITNBLAÐSINS 373 — Var hún í þessu ástandi, þeg- ar þvi fórst? spurði jeg. — Já, það var engin breyting sýnileg. Eina breytingin, sem hugs anleg var, Maut að verða til hins verra. — Hvemig þá? — Taktu nú eftir! Hugsaðu þjer hvað hefir gerst á meðan þú varst. að horfa á stúlkuna við hlið mannsins í nótt. Mjer var símað úi sveitinni í morgun að breyting- iii hefði orðið á þann veg, sem jeg óttaðist. — Nú? —- Hún misti vitið seint í gær- kvöldi! ——«m>—-— Hobelsuerðlaun í efnafrceði. Visindaháskólinn sænski hefir á- kveðið að skifta efnafræðisverð- launum Nobels árið 1931 á milli tveggja þýskra vísindamanna, pró- fessor Carl Bosch og dr. Friedrich Bergius. Carl Bosch er fæddur 1874 í Köln, og stund- aði nám við háskóla í Berlín og Leipzig og lauk jirófi 1898. Arið eí'tir gerðíst hann starfsmaður hjá Badisehe Anilin og Sodafabrik í Ludwigshafen og varð seinna for- stjóri hennar. En þegar hin stóra þýska iðnaðarsamsteypa I. G. Far- ben komst á, varð hann aðalfor- stjóri hennar. Ásamt Fritz Haber í Berlín fann liann hina svokölluðu Haber-Bosch aðferð til þess að vinna köfnunar- efni úr loftinu. FjTÍr það fekk Ha- ber efnafræðisverðlaun Nobels 1919, og nú hefir Bosch fengið þau fyrir sína hlutdeild í uppgötv- uninni. Friedrich Bergius er fæddur 1884 í Goldschieden, skamt frá Breslau. Hann stundaði nám í Breslau, en tók háskólapróf í Leipzig. Síðan starfaði hann lijá Nemst í Berlín og Haber. Seinna stofnaði hann eigin rannsókna- stofu fyrir kol ' Hannover, tók 1913 við forstöðu kolarannsókna- stofu í Essen, en flutti þremur ár- um seinna til Hannover og hefir haldið rannsóknum sínum áfram. Hefir hann fundið upp aðferð til þess að vinna steinolíu og bensín úr kolum, jafnvel ljelegum brún- kolum. Er þessi aðferð svo hag- kvæm, að það borgar sig betur að vinna brensluvökva úr kolunum, heldur en að brenna þeim. Úr- gangurinn verður ekki meiri en 1%. T. G. Farben hefir keypt einka- leyfi á uppgötvaninni og byrjaði árið 1927 að framleiða ,,kola- bensín“. —— Embættismönnum bannað að spila. Dómsmálaráðuneytið í Búkar est- liefir opinberlega harðbannað siarfsmönnum sínum að spila. Seg- ir í banninn að spil sje ósæmileg dægrastytfing, og sierstaklega sje það vanvirða fvrir opinbera em- bættismenn að vera í spilaklúbb- um, og er skorað á þá að segja sig tafarlaust úr klúbbunum. Hver sá embættismaður, sem verður upp vís að þvi að spila, á það á hættu að vera sviftur hálfsmánaðarlaun- um, eða honum verði stefnt fvrir sjerstakan rjett, sem hefir vald til þess að svifta hann stöðu sinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.